Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 8

Morgunblaðið - 15.06.2022, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 S ædís Ólöf Þórsdóttir er fædd og upp- alin á Ísafirði. Hún og eiginmaður hennar, GunnarIngi Hrafnsson, búa á Suðureyri ásamt börnunum sínum tveimur; Rebekku Rán, þriggja ára og Sigþór Ólaf, eins árs. Hún segir að það sé yndislegt að búa á þessum stað og segir að það sé margt um að vera á staðnum. Í dag rekur hún Kerta- húsið ásamt manninum sínum en sú hugmynd kviknaði þegar heimurinn breyttist vegna veirunnar. „Kertahúsið varð til vegna kórónuveirunnar en við eigum og rekum ferðaþjónustufyrir- tækið Fantastic Fjords. Þegar veiran kom hurfu viðskiptin þar. Við þurftum að hugsa upp leiðir til að þreyja þorrann á þessum tíma og þá sérstaklega hvað við gætum gert heiman að frá okkur,“ segir Sædís. Hún bætir við að maðurinn hennar hafi mikið dálæti á kertum og af þeim áhuga hafihugmyndin að Kertahús- inu sprottið. „Okkur fannst vanta vestfirska minjagripi og því ákváðum við að setja sögufrægar bygg- ingar í kertaform. Kertavax er frábær efniviður til að vinna kertin smáatriði og erum við að vinna kertin okkar úr mjög hörðu vaxi sem gott er að vinna með og brenna á þann hátt að fullkominn hringur myndast fyrir prittkerti og hægt er að nota þau áfram sem lukt,“ segir Sædís. Er með marga hatta á daginn Í frumkvöðlafyrirtækjum skiptir máli að gera verið allt í öllu. Sædís er því með marga hatta í Kerta- húsinu. „Ég steypi kerti og mála, markaðsset vör- una og sel hana í búðinni og svo sé ég um bókhald- ið,“ segir hún og brosir. Faðir Sædísar er ættaður frá Ísafirði og á hún ættir að rekja þangað langt aftur í ættir. Þegar hún er spurð að því hvernig hafi verið að alast upp á Ísafirði segir hún það gott. „Það var bara mjög gaman. Maður var mik- ið úti á sumrin og upplifði að eiga heima í stórum bæ, því allt í kringum mig voru lítil þorp. Þegar ég fór suður, þá sextán ára að aldri, til að stunda nám í Menntaskólanum í Reykjavík, komst ég fyrst að því að ég var úr ekki svo stórum bæ,“ segir Sædís og bætir við að hún hafi upplifað svo sterkt hvernig þorpið hafi alið börnin upp. Í Kertahúsinu fást margar fallegar vörur og ilmurinn af kertunum er dásamlegur. „Við prentum út plast- módel, búum til silikonmótin og í þau setjum við vaxið. Þau sem koma hingað í heimsókn, geta fylgst með ferlinu. Við seljum einnig ilmkerti sem við búum til á staðnum og er hægt að kaupa tilbúin ilmkerti en einnig hanna kerti sjálfur. Þeir sem eiga sem dæmi falleg ilmkertaglös geta komið hingað með þau og fengið áfyllingu. Ég mæli með að allir sem ætla vestur í sumar komi við hjá okkur og skoði úrvalið með eigin augum.“ Hvað kerti er í uppáhaldi hjá þér? „Ég hugsa að Ísafjarðakirkja sé eitt uppá- haldskertið mitt en mér finnst svo fallegur arkitektúr á bak við þá byggingu. Eins er svo gaman að mála öll smáatriðin á hana. Það voru VA arkitektar sem hönnuðu kirkjuna og var hún byggð á árunum 1992 til 1995. Þegar kemur að ilmkertunum, finnst mér mjög gaman að búa til súkkulaðibolla með súkkulaðiilmi og öllu tilheyrandi.“ Neðstikaupstaður merkilegt minjasafn Hvað mælir þú með að fólk skoði þegar það kíkir í heimsókn? „Hversdagssafnið er sérstakt en mjög skemmtilegt safn, þar sem hægt er að leika sér og upplifa góðar stundir. Safnahúsið er einnig einstakt en það er staðsett í gamla sjúkrahús- inu. Ég mæli alltaf með því að fara þangað. Að sjálfsögðu verða allir að fara inn í uppá- haldsbygginguna mína sem er Ísafjarðarkirkja og skoða altarisverkið, sem sóknarbörn bjuggu til. Verið er eftir Ólöfu Nordal og byggist á helgisögunni um lausnarann og lóurnar. Verkið heitir Fuglar himinsins og í því eru 749 leirlóur sem sóknarbörn bjuggu til. Síðan verð ég að nefna Neðsta-kaupstað, þar sem er upplýsingamiðstöð og byggðasafn. Þar er veitingastað- urinn Tjöruhúsið og þyrp- ing húsa frá 18. öld. Á þessum stað er minja- svæði á Ísafirði og einstök saga sem fylgir svæðinu. Þau sem vilja heimsækja kaffihús á staðnum ættu að skoða kaffihúsið Heimabyggð sem einnig er mjög skemmtilegt,“ segir Sædís. Staðirnir gerðir fyrir heimafólkið „Það er stemningin sem fólk ætti að leita eft- ir að mínu mati. Hér eru veitingastaðir sem hannaðir eru fyrir heimamanninn í stað þess að opna veitingahús sem hannaðir eru fyrir ferða- manninn eins og við sjáum stundum í miðborg Reykjavíkur. Ég get mælt með Tjöruhúsinu sem er mjög góður fiskveitingastaður og Heimabyggð sem er með alls konar girnilega brauðrétti. Á hótelinu eru æðislegir kokkar sem ég get mælt með og fyrir þá sem vilja stuð og stemn- ingu, er lifandi tónlist á kvöldin í Húsinu.“ Þeir sem vilja fara út fyrir bæjarmörkin ættu að skoða að fara á Vagninn á Flateyri. „Einarshús í Bolungarvík gerir bestu pizz- urnar. Þær eru bæði bragðgóðar og mat- armiklar.“ Hvað með sund- og náttúrulaugar í nágrenn- inu? „Ég get mælt með sundlauginni á Suður- eyri, sem er útisundlaug með heitum pottum og barnalaug þar sem gestir mega drekka kaffi og borða ís í pottinum. Þegar kemur að náttúrulaugum þá mæli ég með Reykjafjarðalaug. Hana má finna í Reykjafirði við Arnarfjörð en þar eru tvær heitar laugar. Önnur er steypt sundlaug sem gerð var árið 1075. Ekki langt frá þeirri laug er lítil, hlaðin náttúrulaug sem er 40 gráðu heit.“ Merkileg fyrirtæki stofnsett á Vestfjörðum Er mikill munur á því að fjárfesta í húsnæði á þessu landsvæði en í Reykjavík? „Það hefur orðið mikil fólksfjölgun á Vest- fjörðum að undanförnu og húsnæðisverðið tekur mið af því en já, hér fæst íbúðarhúsnæði á hóflegu verði. Það er ekki spurning. Það sem meira er og mikilvægt er að muna að sem dæmi Marel varð fyrst til á Ísafirði. Ástæðuna fyrir því tel ég vera þá staðreynd að hér er mjög gott að stofna nýsköpunarfyr- irtæki. Það hafa mörg fyrirtæki orðið til í skúrum, eins og okkar,“ segir Sædís og bros- ir. „Ísafjarðarkirkja er í uppáhaldi“ Sædís Ólöf Þórsdóttir á góðar minningar frá Ísafirði en í dag býr hún á Suðureyri ásamt fjölskyldu sinni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Fuglar himisins stuttm 749 leirlóur voru gerðar af safnabörnum Ísa- fjarðarkirkju. Fuglar himinsins eftir Ólöfu Nordal eru eitthvað sem allir verða að skoða þegar þeir fara vestur. Sædís Ólöf Þórs- dóttir stofnaði Kertahúsið á Ísafirði í miðri kórónuveirunni. Égmæli með að allir sem ætla vestur í sumar komi við hjá okkur og skoði úrval- ið með eigin augum Það er mikið æv- intýri að koma í Reykjafjarðarlaug. Í Kertahúsinu má finna Ísafjarðarkirkju í kerta- formi. Sædísi fannst vanta fleiri verk að taka með heim úr ferðalaginu fyrir ferðamenn. Sædís býr á Suðureyri. Í Tjöruhúsinu á Ísafirði er hægt að fá einn besta fisk landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.