Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022 M æðraveldi. Mér skilst að konurnar stjórni öllu hjá ykkur.“ Þannig svaraði Adam Clayton, bassaleikari ofurbandsins U2, spurningu þess efnis hvað hann vissi um Ísland í viðtali á útvarpsstöðinni X977 seint á föstudagskvöldi fyrir skemmstu. Því miður fylgdi þáttarstjórn- andinn, Smutty Smiff, þessu bráðáhugaverða svari ekki eftir. Svaraði bara blaðskellandi eitthvað á þessa leið: „Láttu mig þekkja það, lagsi. Konan mín ræður öllu heima hjá mér.“ Smutty er svo sem vorkunn. Hann hefur ábyggilega átt von á því, eins og við öll hin, að Clayton færi að tala fjálglega um stórbrotna náttúru landsins, funheita hveri og tilkomu- mikil vatnsföll. Eins og menn jafnan gera. Eða þá jafnvel Sigur Rós eða Björk. En það var öðru nær. Næst þegar næst í kappann í síma héðan frá Íslandi er mjög áríðandi að spyrja hann betur út í þessa fullyrð- ingu. Hvers vegna er mæðraveldi það fyrsta sem Adam Clayton dett- ur í hug þegar Ísland ber á góma? Eins og það verði eitthvað næst. Liðsmenn U2 eru nefnilega ekki daglega í einkaviðtölum í ljósvakamiðlum eða blöðum hér í fásinninu. Man raunar aldrei eftir því sjálfur en dettur helst í hug að Ólafur Páll Gunn- arsson á Rás 2 gæti hafa hnotið um einhvern af þeim félögum á einhverju festivalinu erlendis. Hvort mæðraveldi bar þar á góma er þó hæpið. Ekki svo að skilja að samtal þeirra félaga, Smuttys Smiffs og Adams Claytons, hafi komið sérstaklega á óvart. Smutty Smiff er nefnilega stór- merkilegur maður með ótrúlegar tengingar hingað og þangað um tónlist- arheiminn. Fyrir þá sem ekki vita þá erum við að tala um breskan tengda- son Íslands. Smutty er gamall svona rokkabillípönkhundur og ýmist þekkir persónulega eða hefur spilað með mörgum þekktustu rokkurum sögunnar. Svo var hann í The Factory með Andy Warhol um tíma og ritaði um það bók. Í samtalinu, sem var bráðskemmtilegt, kom fram að Clayton vissi allt um Smutty og hafði gert sig líklegan til að beita sér í máli sem komst fyrir fá- einum misserum í heimspressuna; það er þegar gamli bassinn hann Smut- tys fannst í New York eftir að hafa verið týndur í tæpa fjóra áratugi. Þá- verandi vörslumaður fór eitthvað að þenja sig og heimta fé fyrir gripinn en var snarlega púaður niður og Smutty endurheimti bassann áður en Clayton þurfti að hnykla vöðvana. Það hefði orðið mergjað símtal: „Skilir þú ekki bassanum, lufsan þín, þá siga ég íslenska mæðraveldinu á þig!“ Mér skilst að kon- urnar stjórni öllu Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Það hefði orðið mergj- að símtal: Skilir þú ekki bassanum, lufsan þín, þá siga ég íslenska mæðraveldinu á þig! Elísabet Ingólfsdóttir Venjulega er ég með hamborgar- hrygg en í ár er það eitthvað létt. SPURNING DAGSINS Hvað er í páska- matinn? Róbert Magnússon Við erum að fara í mat til mömmu og pabba. Elín Valgeirsdóttir Lambalæri, mjög klassískt. Magnús Dagur Gottskálksson Ég er vegan þannig að líklega vegansteik. Ég finn mér eitthvað girnilegt í Hagkaup. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Heiðra stórkost- legan frumkvöðul Hvert er tilefni af þessum stórtónleikum til heiðurs söngkonunni Ellu Fitzgerald? Hún er bara svo mikil uppáhaldssöngkona hjá okkur svo mörgum. Við Rebekka Blöndal fengum þessa hugmynd og hóuðum í þessar stelpur með okkur. Ella átti afmæli 25. apríl og þetta var besti dag- urinn næst afmælinu hennar og svo er þetta síðasti vetrardagur svo það er frí daginn eftir. Þannig að ástæðan er í raun afmælið hennar og ást okkar á Ellu og tónlistinni. Af hverju er Ella Fitzgerald í svona miklu uppáhaldi? Hún var stórkostlegur listamaður og mikill frumkvöðull í þessum skatt- söng sem einkennir hana og fyrir svo marga nútímadjasssöngvara í dag. Hún braut blað með þessum söng. Hún gerði líka svo margar magnaðar upptökur og var með þessa stórkostlegu rödd. Áttu þér einhver uppáhaldslög með henni? Lady Be Good og Day Dream. Það eru einmitt lögin sem ég ætla að syngja á tónleikunum. Hvaða tónlistarkonur stíga með þér á svið? Ragnheiður Gröndal, Rebekka Blöndal, Sigrún Erla og Guðlaug Dröfn. Við erum allar lærðar djasssöngkonur og allar svona skattsyngjandi konur. Hverjir aðrir koma fram? Karl Olgeirsson píanóleikari leiðir bandið, Ásgeir Ásgeirsson spilar á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Þetta er algjört „all-star line-up“. Svo ætlar Sigurlaug Jónasdóttir að kynna og segja nokkrar skemmtilegar sögur af Ellu í leiðinni. Hún límir þannig saman skemmtilega kvölddagskrá. Hverju mega gestir búast við leggi þeir leið sína í Salinn á miðvikudagskvöld? Öll helstu lögin sem menn þekkja með Ellu verða á boðstólum en líka lög sem mað- ur heyrir sjaldnar. En þetta verða allt lög sem við tengjum persónulega við hana. Við syngjum tvö lög hver og svo verða líka dúettar og skemmtileg syrpa. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Kristjana og fjórar aðrar djasssöngkonur halda stórtónleika til heiðurs Ellu Fitzgerald í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 20. apríl kl. 19.30. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.