Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022
Þ
að er búið að byggja lítinn virk-
isvegg úr pullum í stofunni hjá
Hönnu og Arnari því það þarf að
hafa auga með þremur litlum kríl-
um, nýorðnum eins árs. Blaða-
maður er mættur til Keflavíkur til að heyra
sögu þessarar fjölskyldu sem stækkaði heldur
betur hinn 1. apríl 2021 þegar þríburarnir
fæddust, þeir fyrstu á Íslandi þá í fjögur ár.
Þorri, Bjartur og Írena horfa forvitin á gestinn
sem klofar yfir „vegginn“ með stóra myndavél
um hálsinn. Bjartur og Írena skríða um gólf á
meðan Þorri gengur um, örlítið valtur enda
nýfarinn að labba. Bjartur, sem er með sætar
krullur, reynir að teygja sig í áttina að mynda-
vélinni og Írena horfir stórum bláum augum á
aðfarirnar. Krúttskalinn þarna er við það að
springa.
Grínuðust með tvíburana okkar
Parið kynntist fyrir ellefu árum í partíi á
Ásbrú og ástin greip þau föstum tökum, þá
ekki orðin tvítug. Hanna hefur starfað sem
kennari í heimabæ sínum Keflavík og Arnar
er sérfræðingur hjá Isavia. Þau vildu
gjarnan eignast barn en það kom ekki eftir
pöntun.
„Það tók mjög langan tíma að eignast Ingi-
berg en við höfðum reynt í sex ár,“ segir
Hanna, en þegar þau voru næstum búin að
gefa upp alla von varð hún ólétt að Ingiberg
litla, sem verður þriggja ára í sumar. Þegar
hann var um eins árs ákváðu þau að bæta við
einu barni og gefa drengnum lítið systkini, en
miðað við fyrri reynslu vissu þau ekki hvað það
myndi taka langan tíma.
Almættið hafði stór plön fyrir litlu fjölskyld-
una því Hanna varð ólétt innan tveggja mán-
aða og komst að því fljótt að ekki var aðeins
von á einu barni.
„Okkur grunaði strax að ég gæti verið með
tvíbura því það er mikið um tvíbura í ættinni.
Systkini mín eru tvíburar, en ég er fimm árum
eldri en þau,“ segir Hanna.
„Ég fór svo í snemmsónar þegar ég var
komin sex vikur á leið og þá sást strax að það
voru þrjú,“ segir Hanna og Arnar hlær að
minningunni.
„Við vorum búin að vera að grínast með tví-
burana okkar en það var þannig að þegar
Hanna tók óléttupróf mjög snemma á með-
göngu kom um leið svört lína. Þá vorum við
viss um að þau væru tvö,“ segir hann.
Þurfti að anda mig í gegnum þetta
Getið þið lýst þessu augnabliki þegar lækn-
irinn segir ykkur að það séu þrjú?
„Ég fór bara að gráta en Arnar fór að
hlæja,“ segir Hanna.
„Já, við tókum sjokkið hvort í sína áttina,“
segir Arnar.
„Ég sá strax tvo sekki og spyr hvort það séu
tvíburar á leiðinni. Læknirinn fer að skoða
þetta betur og svarar: „Nei, það eru þríburar!“
Hann var eiginlega í sjokki sjálfur,“ segir
Hanna.
Fréttirnar voru að vonum yfirþyrmandi og
Hanna segist strax hafa farið að hugsa um
framtíðina.
„Við vorum nýbúin að kaupa okkur litla íbúð
og lítinn fjölskyldubíl og bjuggumst við einu
barni í viðbót og höfðum hugsað okkur að þau
yrðu saman í einu herbergi. Ég hugsaði að við
þyrftum nýja íbúð og nýjan bíl,“ segir Hanna
og Arnar tekur undir það.
„Það fóru þúsund hugsanir af stað,“ segir
hann.
„Við fórum svo út í bíl og sátum þar í svona
klukkutíma og ég þurfti að anda mig í gegnum
þetta,“ segir Hanna.
Hvað tók það langan tíma að melta það að
það væru þrjú börn á leiðinni?
„Ég held að við séum ekki ennþá búin að ná
því,“ segir hún og Arnar skellihlær.
„Á meðgöngunni sátum við oft saman í sóf-
anum á kvöldin og sprungum svo allt í einu úr
hlátri yfir því að það væru í alvöru þríburar á
leiðinni,“ segir hún.
„Foreldrar Hönnu brugðust svipað við,
nema öfugt. Mamma hennar fór að skellihlæja
en pabbi hennar stóð bara undrandi með tárin
í augunum,“ segir Arnar.
Hanna segist í raun ekki hafa strax hugsað
um hvernig það yrði að ganga með þrjú börn
heldur hafi fyrstu áhyggjurnar verið af þess-
um praktísku hlutum. Þarna mitt í sjokkinu
hugsuðu þau bæði: Hvernig gerum við þetta
með bílinn?
Hjónin halda úti fjölburahlaðvarpi sem heit-
ir Fjölburafjör.
„Við fáum til okkar fjölburaforeldra og um
níutíu prósent af þeim sögðu að við fyrsta
sjokkið hefðu þau strax farið að hugsa um bíl-
inn. Eins og það sé stærsta vandamálið,“ segir
Arnar og hlær.
Þess má geta að Ragnhildur Steinunn Jóns-
dóttir dagskrárgerðarkona og Eiríkur Ingi
Böðvarsson kvikmyndagerðarmaður hafa
fylgt fjölskyldunni eftir fyrir heimildaþátt sem
sýndur verður á RÚV, líklega um áramótin.
Fluttu fjórum dögum fyrir fæðingu
Meðgangan gekk vel að sögn Hönnu en þó
fékk hún mikla grindargliðnun, bakflæði og
meðgöngusykursýki.
„Ég fann ekki fyrir sykursýkinni því ég náði
að halda henni niðri,“ segir Hanna og Arnar
bætir við að síðustu þrjá mánuði fyrir fæðingu
hafi þau búið hjá foreldrum Hönnu því þau
Bjartur, Írena og Þorri
héldu upp á fyrsta af-
mælisdaginn 1. apríl.
Morgunblaðið/Ásdís
Átján bleiur fyrir hádegi
Ungt par á Suðurnesjum, Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannsson, eignaðist þríbura fyrir rétt rúmu
ári, þau Þorra, Bjart og Írenu. Fyrir áttu þau Ingiberg, sem þá var eins og hálfs árs. Það er því líf og fjör á heimilinu
og oft reynir á þolrifin en foreldrarnir myndu ekki vilja hafa hlutina á neinn annan hátt.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Ég náði að tengjast þeim
strax en þegar maður fær
þrjú börn upp í hendurnar tekur
það langan tíma að tengjast
hverju og einu barni. Fyrst teng-
ist maður bara þeim sem heild;
þríburunum. Nú finnst mér bara
skrítið að segja þríburarnir. Þau
eru bara Írena, Þorri og Bjartur.“