Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 15
ur hingað og hér eru komnir þrír nýir ein- staklingar. Þetta er mikið fyrir lítinn strák,“ segir Arnar og segir þau mjög vakandi yfir því að Ingibergur fái mikla athygli. „Við reynum að hafa daga þar sem annað okkar tekur „Ingibergsdag“,“ segir hann. „Hann er mjög góður við þau en ef þau eru öll þrjú þá er það svolítið yfirþyrmandi fyrir hann,“ segir Hanna. Hún nennir engum slagsmálum Nú er liðið ár frá fæðingu Írenu, Bjarts og Þorra. Ef litið er til baka, hvað hefur verið erf- iðast? „Fyrir mig hefur það verið veturinn. Arnar fór aftur að vinna og ég hef verið mjög mikið ein hérna heima með þau þrjú. Ég hef lítið komist út því maður er ekkert að skjótast með þrjú börn og svo hefur verið erfitt að fara út með þau í vagni því það hefur verið svo mikill snjór. Ég hef því einangrast svolítið,“ segir Hanna en Arnar var heima fyrstu sex mánuðina eftir fæð- ingu þeirra. „Ég er búin með or- lofið mitt en er nú heimavinnandi en fer í ágúst að vinna í Heiða- skóla sem kennari og þau fara til dagmömmu,“ segir hún. Hvernig persónuleikar eru þau? Foreldrarnir lýsa börnunum saman. „Bjartur er frekastur; hann er rosalega ákveðinn. Írena er mjög róleg og getur dundað sér endalaust. Hún nennir engum slagsmálum eins og bræður hennar. Hún borðar allt og elskar að borða! Þorri er mest fyrir kúr og kossa, en er mest krefjandi. Hann er erfið- astur á næturnar og erfiðastur að borða. Hann er samt duglegastur af þeim og sá eini sem er farinn að labba,“ segja þau. „Þau hafa verið frísk nema í svona þrjá mán- uði, en Ingibergur fékk allar flensur sem hægt var á leikskólanum og bar þær heim. Það voru svona þrír mánuðir þar sem alltaf var einhver veikur en þau fengu flensu eftir flensu. Við enduðum með þau öll þrjú uppi á spítala í fjóra daga því líkamar þeirra voru svo þreyttir en þessir vírusar lögðust á öndunarfærin,“ segir Arnar. Bleiumagnið er mikið Arnar er HCC-sérfræðingur hjá Isavia og vinnur nú á löngum vöktum, bæði dag- og næturvöktum, en hann á þá frí í fimm daga í röð á milli. Hanna segir mjög þægilegt að hafa Arnar heima þá virka daga sem hann er í vaktafríi. „Ég vinn í stjórnstöð Isavia og sé um allt vaktakerfið og er yfirmaður yfir farþegaþjón- ustunni. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmti- legt starf,“ segir Arnar og segist oft þurfa að vakna um fjögur á nóttunni til að fara í vinn- una og finnst það ekkert mál. „Ég var sjómaður í tíu ár og þá vann ég sex tíma og svaf í sex tíma allan sólarhringinn,“ segir Arnar. Spurð um týpískan dag svarar Hanna: „Við vöknum um sexleytið, ég og þríbur- arnir, og Ingibergur skríður fram úr um sjö og þá er ég yfirleitt búin að skipta á bleium og gefa pela. Au-pair-stúlkan vaknar um sjö og ég kem Ingibergi á leikskólann og hún gefur hin- um að borða á meðan. Núna taka þau bara einn lúr á dag þannig að við erum eitthvað að dúlla okkur, förum út eða erum inni að leika til hádegis. Þau borða svo hádegismat og fara svo út að sofa í vagni um tólf,“ segir hún og segir eftirmiðdaginn fara í leik, að sækja á leikskóla og undirbúa svo kvöldmat. „Svo er það bað og peli og öll kvöldrútínan,“ segir hún og segir þau setja þríburana í rúmið jafnvel fyrir sjö á kvöldin. „Við gerum það viljandi svo eldri strákurinn fái smá tíma einn með okkur en hann sofnar ekki fyrr en átta, hálf- níu,“ segir Arnar. Þannig að það er allt dottið í dúnalogn um átta og þið getið farið að spjalla sam- an? „Já, eða varla. Við höfum ekki orku í það,“ segir Hanna og þau hlæja bæði. Hvað farið þið með margar bleiur á dag? „Allt frá sautján og upp úr. Um daginn var ég búin að skipta á átján kúkableium fyrir hádegi,“ segir hún og þau hlæja bæði. „Bleiumagnið var það mikið að við þurftum að panta aukaruslatunnur, bæði svarta og græna,“ segir Arnar. Ég fékk loksins að sofa Írena, Bjartur og Þorri vaxa og dafna vel. Það fer að líða að því að öll verði farin að hlaupa um húsið, sem skapar nýjar áskoranir fyrir for- eldrana. Þau kvíða ekki framtíðinni. „Ég myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðru- vísi. Þetta tekur mikið á mann en gefur tvö- falt til baka. Þegar við erum fimmtug erum við búin með uppeldið og getum farið að vera á Flórída tvo mánuði á ári að leika okkur,“ segir Arnar og Hanna er ánægð með það plan. „Við tókum bara fjögur börn á 21 mánuði. Þau verða ekki fleiri. Það er miklu meira en komið gott,“ segir Hanna og brosir. Nýlega fengu foreldrarnir kærkomið frí og skelltu sér í helgarfrí til London. Foreldrar Hönnu tóku að sér börnin á meðan. Spurð hvort helgin hafi ekki verið dásamleg svarar Hanna: „Ég fékk loksins að sofa,“ segir hún og hlær dátt. Þau segjast stundum láta sig dagdreyma um framtíðina þegar krakkarnir verða eldri og meira sjálfbjarga en yfirleitt hafi þau nóg að gera að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Eru þið einhvern tímann alveg að bugast? „Já, það koma svoleiðis augnablik. Sérstak- lega núna síðustu tvo mánuði þegar veturinn var svona þungur en nú er að birta til og það léttir yfir manni og öllum.“ Hanna Björk og Arnar eru hér með börnin fjögur sem þau eign- uðust á 21 mánuði. Hanna er með Þorra og Bjart; Arnar með Írenu og Ingiberg. Það voru viðbrigði fyrir Ingiberg litla að eignast þrjú systkini á einu bretti. Parið er hér með stóra bróður og sónarmyndir sem sýna að von sé á þremur börnum. Arnar kátur með börnin fjögur í göngutúr. Morgunblaðið/Ásdís ’ Bjartur er frekastur; hann er rosalega ákveðinn. Írena er mjög róleg og getur dundað sér endalaust. Hún nennir engum slagsmálum eins og bræður hennar. Hún borðar allt og elskar að borða! Þorri er mest fyrir kúr og kossa, en er mest krefjandi. Hann er erfiðastur á næturnar og erfiðastur að borða. Hann er samt duglegastur af þeim og sá eini sem er farinn að labba.“ 17.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.