Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022 TÍSKA S kór og töskur eru minn helsti veikleiki, einnig mætti segja að kjólar séu í uppáhaldi enda var bókin um prinsessuna sem átti 365 kjóla ein af mínum uppáhalds- bókum sem barn. Ég segi nú ekki að ég eigi svo marga kjóla en jú þeir eru nokkrir,“ segir Katrín þegar hún er spurð fyrir hverju hún falli oftast. Áttu þér uppáhaldsmerki eða -hönnuð? „Ég hef alltaf verið hrifin af fal- legum kvenlegum kjólum og drögt- um. Escada er til dæmis ofurfallegt og elegant merki. Ég keypti til dæmis í haust fallegan kjól frá þeim og bíð eftir tækifæri til að nota hann.“ Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið þegar þú gerir þig til? „Taska og skór, ekki verra ef settið er samstætt. Ég á voða erfitt með að vera ósamstæð, er svo mikil meyja.“ Hvað er í uppáhaldi í fataskápnum þínum? „Nokkur pör af dásamlegum skóm og nokkrar töskur sem ég horfi stundum á en nota ekki oft.“ Bestu kaup sem þú hefur gert? „Ein bestu kaup sem ég hef gert eru Stenströms-jakkapeysurnar, ég verð ekki leið á þeim. Þær eru dæmi um klassískar og tímalausar flíkur. Töskurnar mínar eru líka klassískar og gætu flokkast undir góð kaup.“ Katrín stofnaði nýver- ið golffataverslunina Golfa.is. Hún fékk hug- myndina síðastliðið haust þegar hún var í golfferð með manninum sínum. „Mér hafði lengi fundist einsleitt úrvalið heima á golffatnaði og jafnvel sömu merkin til sölu í nokkrum verslunum. Ég rakst svo á eitt merkið sem ég er með, Tail Activewear, í versl- un á golfvelli. Ég sendi fyrirspurn og kynnti mig og fékk svar næsta dag. Í nokkra daga gengu svo tölvu- póstar á milli mín og umboðsmanns þar til að því kom að ég sagði við manninn minn að ég þyrfti að taka ákvörðun um að stökkva í laugina, sem ég gerði. Á sama tíma gafst mér tækifæri til að taka inn Golf- tini og Belyn Key og nú voru að bætast við virki- lega vandaðar merínó- ullarpeysur frá Birdie London. Það er gaman að segja frá því að flest þessara merkja eru hönnuð af konum sem fannst eitthvað vanta á golfmarkaðinn fyrir konur. Fljótlega munu flott golfbelti verða í boði hjá golfa.is. Þrátt fyrir að vera í nán- ast fullu starfi þá langaði mig að prófa að bæta við mig þessu konsepti. Það fer bara vel með starfi mínu enda er Golfa.is eins og fyrr segir vefverslun,“ segir Katrín. Þrátt fyrir að verslunin sé vefverslun býr hún vel og er með huggulega aðstöðu í bílskúrnum þar sem hún getur tekið á móti við- skiptavinum. Golffatnaður skiptir marga miklu máli og þá er ekki bara talað um þægindin heldur líka útlitið. „Golffatnaður þarf að vera þægilegur. Flest golfföt eru úr pólýesterefnum með span- dexi sem gerir fötin teygjanleg og gott að hreyfa sig í. Svo skiptir útlitið flesta golfara máli því að golffatnaður er líka tískuvara. Margir golfarar spara ekki við sig þegar kemur að fatnaði og græjum. Katrín á fallega og kvenlega muni. „Skór og töskur eru minn helsti veikleiki“ Katrín Garðarsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Hjá Hrafnhildi og eigandi golffataverslunarinnar Golfa.is, er með klassískan og kvenlegan fatastíl. Katrín ákvað að stofna golffataverslun fyrir konur síðastliðið haust þar sem henni fannst úrvalið af fallegum golffatnaði mega vera betra. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Katrín Garðasdóttir er með fallegan og kvenlegan stíl. Katrín hefur aldrei mætt í gallabuxum út á golfvöll. Katrín elskar golf og ákvað að stofna eigin golf- fataverslun fyrir konur. Svkísulegur golffatnaður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.