Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Síða 20
L eikarinn og grínistinn ástsæli, Þórhallur Sigurðsson, ávallt kallaður Laddi, býður blaða- manni að hitta sig á þeim óvenjulega stað líkamsræktarstöð í Faxafeni þar sem hann æfir. Laddi bíður þar fersk- ur eftir góða æfingu en þarna mætir hann þrisvar í viku til að halda sér í góðu formi. Hann stundar einnig golf af kappi, er í landsliðinu og keppir í öldungaflokki með gífurlegan metnað að vopni. En blaðamaður er ekki mættur til að ræða líkamsrækt eða golf. Það er leiklistin og lífið sem vek- ur forvitni hans frekar, en Laddi leik- ur nú í nýrri seríu, Brúðkaupið mitt, sem komið er inn í Sjónvarp Símans Premium. Er þáttaröðin framhald af Jarðarförinni minni sem sló í gegn og hefur nú verið seld til Þýskalands og Frakklands. Skúli rafvirki tekur yfir Það er ekkert grín fyrir blaðamann að leggja spurningar fyrir mann sem skemmt hefur þjóðinni í áratugi og farið í ótal blaðaviðtöl áður. „Já, og alltaf að svara sömu spurn- ingunum,“ segir hann og brosir. Blaðamaður lofar að reyna að koma með nýjar og frumlegar spurningar en byrjar samt á því augljósa og ræðir grín og drama og hvort henti honum bet- ur. „Hlutverkið í Brúðkaupinu er frekar dramatískt. Mér finnst núna skemmtilegra að eiga við drama því ég hef svo lítið gert af því, þótt hitt sé alltaf skemmtilegt. Bæði grín og drama er krefjandi; ég myndi leggja það að jöfnu,“ segir Laddi og segir að nú orðið finni hann til kvíða þegar hann á að skemmta fólki. „Ég hef ekki skemmt núna lengi vegna Covid og er að fara að skemmta í kvöld og það er smá hnút- ur í maganum. Ég var nú með afmæl- isskemmtun um daginn og liðkaðist aðeins. Ég er ekki með nýtt efni en er byrjaður að semja alveg nýtt. Ég ætla að nota sumarið í það,“ segir hann en eins og alþjóð veit hefur Laddi brugð- ið sér í gervi ýmissa karaktera sem hann hefur gert ódauðlega. Hvaða karakter er bestur? „Það er vont að gera upp á milli barnanna sinna en mér þykir alltaf vænst um Eirík Fjalar, en margir aðrir eru mjög skemmtilegir, eins og Dengsi og Skúli rafvirki. Mér finnst alltaf gaman að vera með Skúla sem rífur kjaft. Hann tekur við af mér; ég veit oft ekkert hvað hann er að segja. Ég lenti eitt sinn í því að ég var að skemmta og eftir á þurfti ég að spyrja strákana hvað Skúli hefði verið að segja! Ég mundi það ekki. Hann fer bara á flug og tekur af mér völdin og er eini karakterinn sem gerir það.“ Bara eins og þú sért margir per- sónuleikar? „Já, Saxi læknir segir að ég sé geð- klofi,“ segir Laddi og hlær. Missir að vera föðurlaus Við snúum okkur að persónunni Benedikt í þáttunum áðurnefndu, Jarðarförinni minni og nú Brúðkaup- inu mínu. Laddi segir það ekki hafa verið létt verk að fara í hans spor. „Hann er sérstakur og var í krísu, búinn að loka sig af tilfinningalega. Hann var bara fúll á móti. Hann átti bara einn vin og var mjög bitur. Hann hafði misst dóttur sína og gleymdi þá syni sínum. Það var svolítið erfitt að vera fúll á móti, að ná því. Ég er sjálf- ur ekki þannig en það tókst samt. Það komu alveg dagar sem maður var svo- lítið dapur þegar maður kom heim,“ segir Laddi og segist hafa fundið eitt- hvað í sjálfum sér sem hann gat notað í hlutverkið, en Laddi upplifði missi og höfnun sem lítið barn. „Ég var lítill strákur þegar pabbi fór og ég kynntist honum eiginlega ekkert fyrr en á efri árum. Það er mikill missir að vera föðurlaus,“ segir Laddi og segir foreldra sína hafa skil- ið þegar hann var þriggja ára og þá hafi faðir hans flutt út á land. „Maður fékk að heyra það frá krökkunum að maður ætti engan pabba. Ég var oft dapur yfir því og gat sótt í þessa tilfinningu þegar ég lék Benedikt,“ segir hann og segir pabba sinn ekki hafa sinnt sér neitt alla æskuna. „Við vorum fjórir bræður og tveir fóru með pabba og við urðum tveir eftir hjá mömmu því hún gat ekki ver- ið ein með okkur fjóra. Þetta hefur setið í mér alla tíð og í þá daga var ekkert verið að spekúlera í að vinna í tilfinningum,“ segir Laddi en segist löngu vera búinn að fyrirgefa honum. Hann hafi kynnst honum aðeins á full- orðinsárum og náð að sætta sig við þessa höfnun æskunnar. „Ég var að leika Fagin í söng- leiknum Oliver! í Þjóðleikhúsinu og hann kom suður og sá mig leika. Ég man að mér þótti það of- boðslega ánægjulegt. Hann hafði samband á eftir og sagðist stoltur af stráknum. Ég þarfnaðist þess alltaf, eins og allir strákar, að fá hrós frá pabba sínum.“ Varstu alltaf trúðurinn í bekknum sem strákur? „Já, ég var feiminn, með minni- máttarkennd og var því með fíflalæti. Það var fronturinn. Ég var mikill mömmustrákur og hékk í pilsfald- inum á henni af ótta við að ég myndi missa hana líka.“ Jafnhaltur út þáttinn Laddi segist ekki hafa átt von á að Jarðarförin mín yrði jafn vinsæll þátt- ur og raun bar vitni. Hann segir þó einn af handritshöfundunum, Jón Gunnar Geirdal, hafa haft fulla trú á báðum seríunum. „Jón Gunnar var alveg viss um það. Hann var með það á hreinu með Jarð- arförina og er með það á hreinu líka varðandi Brúðkaupið. Sá þáttur er að- eins öðruvísi, léttari. Benedikt minn er aðeins léttari og búinn að hitta æskuástina. Hann dó ekki í fyrri þátt- um og er helvíti hress og kátur og ætlar að fara að gifta sig. En það fer ekki allt eins og á horfir, hann greinist aftur og þá hrynur allt. En hann ætlar að reyna að gifta sig áður en hann deyr,“ segir Laddi og glottir. Það má að sjálfsögðu ekki gefa of mikið upp, en þess má geta að þátt- urinn er framleiddur hjá Glassriver. Var eitthvað sem fór úrskeiðis í tökunum? „Já, það má eiginlega segja það. Á fyrsta degi sleit ég hásinina, eða svona nokkurn veginn. Þetta gerðist í Naut- hólsvík þegar taka átti upp sjósunds- atriði. Ég var svo allt í einu orðinn halt- ur og var mikið bólginn. En kannski var gott að þetta gerðist á fyrsta degi því ég var þá jafnhaltur út allan þáttinn.“ Laddi segist sjálfur horfa mest á hasarmyndir, sem hann hefur mjög gaman af. Þú vilt ekkert leika í hasarmynd? „Jú, ég væri alveg til í það. Eina James Bond.“ Laddi Bond? „Já, eða Laddi bóndi,“ segir hann og hlær. Brúðkaupið mitt með Ladda í aðalhlutverki er nú komið á skjáinn. Laddi upplifði höfnun sem barn og leitaði í brunn þeirra tilfinninga þegar hann túlkaði persónuna Benedikt sem er með heilaæxli. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís ’ Maður fékk að heyra það frá krökk- unum að maður ætti engan pabba. Ég var oft dapur yfir því og gat sótt í þessa tilfinningu þegar ég lék Benedikt. Erfitt að vera fúll á móti 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022 SJÓNVARP Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Þessir síungu strákar eru klárir í að selja b þinn VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA NEITT ÞÚ FINNUR OKKUR Á FUNAHÖFÐA EITT Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.