Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022
TÓNLIST
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin,
Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes
Þ
etta eru mest þekktir stand-
ardar sem ég hef haldið upp á
lengi; gömul, ómþýð djass- og
dægurlög sem eru mér kær. Þessi
diskur ætti að höfða til margra,“
segir Gunnar Randversson gítar- og
píanóleikari um aðra sólóplötu sína,
Vetur, sem komin er út.
Gunnar á eitt lag sjálfur á plöt-
unni en meðal annarra lagahöfunda
má nefna Gunnar Þórðarson, Stefán
S. Stefánsson, Kenny Dorham, Jo-
seph Cosma, Marks og Simons, Luiz
Bonfá og Antônio Carlos Jobim.
„Allt eru þetta höfundar sem hafa
lengi verið í uppáhaldi hjá mér, ekki
síst Jobim sem er mjög stórt nafn í
djassheiminum,“ segir Gunnar.
Fyrri plata Gunnars heitir Haust
og því lá beint við að næst kæmi Vet-
ur. Hann upplýsir að von sé á bæði
Vori og Sumri síðar. „Ég stefni
ótrauður að því að loka hringnum.“
Guðmundur Björgvinsson leggur
gjörva hönd á plóginn en auk þess að
spila á gítar, bassa og orgel útsetti
hann ásamt Gunnari, stjórnaði upp-
tökum og sá um hönnun og málverk
framan á plötuumslaginu. „Við Guð-
mundur höfum þekkst lengi; hann er
í grunninn myndlistarmaður en er
mjög fjölhæfur og lærði á gítar í
Mexíkó. Það er mikill fengur í hon-
um.“
Dóttirin syngur í
tveimur lögum
Þá syngur Lilja Eivor, dóttir Gunn-
ars, í tveimur fyrstu lögunum, All of
Me og Bésame Mucho. „Hún hefur
lært söng og kom meðal annars fram
í Sound of Music í Borgarleikhúsinu
en núna starfar hún hjá Kvan,“ segir
hann.
All of Me eftir Marks og Simon
var á sinni tíð djass sem dansað var
við. Í dag leita flestir í aðrar stefnur
tónlistar til að svala þeirri þörf.
Einir tónleikar eru fyrirhugaðir
til að fylgja plötunni eftir, á Café
Klöru á Ólafsfirði í lok júní. „Ég er
þaðan,“ upplýsir Gunnar sem skýrir
staðsetninguna. „Ég hef áður efnt til
tónleika þar og það er alltaf jafn
gaman að koma norður. Það hafa
margir haft samband þaðan eftir að
Vetur kom út og mér er ljúft og
skylt að bregðast við kallinu.“
Þess má geta að lengi var starf-
rækt blúsfélag á Ólafsfirði og
blúshátíð haldin í mörg herrans ár,
þannig að ekki vantar tónlistar-
áhugann í bænum.
46 ár eru síðan Gunnar flutti frá
Ólafsfirði en hann hefur alla tíð hald-
ið góðu sambandi við sinn gamla
heimabæ. „Maður sækir alltaf í ræt-
urnar. Þótt maður komi kannski
ekki í langan tíma er samt alltaf eins
og maður hafi verið þar síðast í
gær.“
Endurnýjuð kynni
við gítarinn
Gunnar hóf gítar- og píanónám á
Ólafsfirði sem drengur en lagði gít-
arinn frá sér að áeggjan Ragnars H.
Ragnars á Ísafirði, eftir að hann
flutti þangað, en Ragnar ráðlagði
honum að einbeita sér að píanóinu.
Það var svo fyrir sex árum að Gunn-
ar tók gítarinn upp fyrir alvöru á ný
og fór að stúdera hann betur. „Það
er svo merkilegt að það var fyrst þá
sem ég fór að geta samið á gítar,
sem hefur veitt mér mikla ánægju.“
Hann starfar sjálfstætt sem tón-
listarkennari og er með aðstöðu í
Breiðholtsskóla. „Allt mitt líf hefur
snúist um að kenna, semja og flytja
tónlist.“
Spurður um stöðu djassins í sam-
tímanum segir Gunnar hann alltaf
standa fyrir sínu. Hann viðurkennir
þó að meiri gróska mætti vera í sen-
unni hér á landi í dag. „Hún mætti
vera fjölbreyttari og líflegri, því er
ekki að neita. Á tímabili var meira að
gerast í íslenskum djassi en þetta
kemur í bylgjum og djassinn á
ábyggilega eftir að fara á meira flug
aftur,“ segir Gunnar og bætir við að
mest sé um flókinn djass í dag sem
ekki höfði eins vel til hins breiða
fjölda og sá gamli ómþýði.
Geislaplatan má muna sinn fífil
fegurri en Gunnar hikaði eigi að síð-
ur ekki eitt andartak við að velja það
útgáfuform. „Ég hef alltaf kunnað
vel að meta geisladiskinn sem form
og er ekki í nokkrum vafa um að
hann eigi eftir að komast aftur í
tísku. Platan sem form mun halda
velli; þetta fer allt í hringi.“
Skrifar bók um föður sinn
Vetur er til sölu í plötuverslunum
borgarinnar, 12 tónum, Smekkleysu
og Lucky Records en þangað leggur
Gunnar sjálfur leið sína reglulega til
að kaupa geisladiska. Hann kann
húsbændum á þeim bæjum bestu
þakkir fyrir að halda þessari þjón-
ustu gangandi. Heimurinn yrði fá-
tæklegri án gömlu góðu plötubúð-
anna.
Gunnar hefur einnig glímt við rit-
list en eftir hann liggja fjórar ljóða-
bækur og smásagnasafnið Gulur
Volvó. Þá hefur smásaga eftir hann
birst í Tímariti Máls og menningar.
Spurður hvort hann sé eitthvað að
skrifa núna svarar Gunnar: „Já, já.
Það verður alltaf eitt og eitt ljóð til
og svo er ég að skrifa sögu föður
míns, Randvers Sæmundssonar,
sem lést þegar ég var 11 ára. Pabbi
rak verslun á Ólafsfirði og var um
margt sérstakur maður. Hann fékk
hjartaáfall og dó aðeins 59 ára. Í
bókinni horfi ég sérstaklega til þess-
ara ára sem ég átti með honum.“
Ætti að höfða til margra
Gunnar Randversson,
gítar- og píanóleikari,
hefur sent frá sér geisla-
plötuna Vetur sem hef-
ur að mestu leyti að
geyma gömul djass- og
dægurlög. Eitt frum-
samið lag er þó á plöt-
unni sem er númer tvö í
röðinni í fjórleik um
árstíðirnar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Ég hef alltaf kunnað
vel að meta geisladisk-
inn sem form og er ekki í
nokkrum vafa um að hann
eigi eftir að komast aftur í
tísku. Platan sem form
mun halda velli; þetta fer
allt í hringi.
Gunnar Randversson ásamt
dóttur sinni, Lilju Eivoru, sem
syngur tvö lög á nýju plötunni.