Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.4. 2022
LESBÓK
ÖSKUR Roar nefnast nýir þættir sem frumsýndir voru á
Apple TV+ fyrir helgina. Þeir byggjast á smásagnasafni
eftir Ceciliu Ahern, höfund PS I Love You, en tilgangurinn
er að varpa raunsæju og á köflum spaugilegu ljósi á það
hvernig það er að vera kona á vorum tímum. Um er að ræða
átta hálftímalanga þætti og meðal leikenda eru Nicole
Kidman, Cynthia Erivo, Issa Rae, Merritt Wever, Alison
Brie, Betty Gilpin og Meera Syal. Haft er eftir Ahern að
sögurnar séu galsafengnar á yfirborðinu en um leið
áhrifamiklar enda eigi þær sér meira og minna stoð í
veruleikanum. „Þær eru um alvöru mál eins og sektar-
kennd, misskilning, angist, hræðslu, þreytu – prívat
augnablik þegar konum líður eins og þær vilji
öskra,“ segir hún.
Konur sem vilja öskra
Nicole Kid-
man er
meðal leik-
enda í Roar.
AFP/Angela WEISS
RÓÐUR Guðfaðirinn, hin rómaða kvikmynd
Francis Fords Coppola, fagnar fimmtugs-
afmæli sínu á árinu. Þess vegna er við hæfi að
nýr leikinn myndaflokkur, The Offer, sem
fjallar um gerð myndarinnar, verði frum-
sýndur á Paramount+ undir lok mánaðarins.
Sagan er sögð frá sjónarhóli framleiðandans
Alberts S. Ruddys (sem Miles Teller leikur),
meðan hann gengur á milli Heródesar og Píl-
atusar með handritið. Við takmarkaða hrifn-
ingu: „Gengjamyndir eru úreltar!“ Juno
Temple leikur Bettye McCartt, aðstoðarkonu
Ruddys, Matthew Goode bíómógúlinn Robert
Evans, og Dan Fogler er sjálfur Coppola.
Myndaflokkur um gerð Guðföðurins
Juno Temple er meðal leikenda í The Offer.
AFP/Patrick T. FALLON
Novoselic er goð í gruggheimum.
Grugggoð
koma saman
GRUGG Ofurbandið 3rd Secret
hefur sent frá sér sína fyrstu breið-
skífu sem ber nafn sveitarinnar. 3rd
Secret skipa þrjú grugggoð; gítar-
leikarinn Kim Thayil, sem var í
Soundgarden, bassaleikarinn Krist
Novoselic, sem var í Nirvana, og
trymbillinn Matt Cameron, sem var
bæði í Soundgarden og Pearl Jam.
Einnig eru í bandinu gítarleikarinn
Bubba Dupree og söngkonurnar
Jennifer Johnson og Jillian Raye.
Sú síðarnefnda var með Novoselic í
Giants In The Trees, fyrir þá sem
muna eftir þeirri ágætu sveit. Nov-
oselic hermdi fyrst af verkefninu í
febrúar en tjáði fylgjendum sínum á
samfélagsmiðlum að það væri
leyndó – „þannig að segið engum!“
F
rá því að Titti Johnson og
Helgi Felixson hófu að vinna
að heimildarmynd sinni um
sjálfsvíg, Út úr myrkrinu, árið 2016
hafa 211 manns fallið fyrir eigin
hendi á Íslandi – hið minnsta. Það
eru sláandi tölur.
Raunar má rekja þráðinn lengra
aftur en þegar Titti kom heim dag
einn árið 2013 var hundrað manna
björgunarsveit við leit á ströndinni
fyrir framan heimili þeirra Helga.
„Ég hélt fyrst að aldan hefði hrifið
einhvern með sér á haf út en í ljós
kom að kona hafði gengið í sjóinn af
fúsum og frjálsum vilja. Það sló
mig,“ segir hún.
Ekki löngu síðar fyrirfór önnur
kona, sem hún þekkti persónulega,
sér. „Börnin okkar voru saman á
leikskóla og við höfðum oft spjallað
saman,“ rifjar hún upp. Til að færa
þetta enn þá nær þeim þá svipti ung-
ur maður sem bjó í sama húsi og þau
sig lífi árið 2017. „Þó svo að við hefð-
um stundum hitt hann þá vissum við
ekkert um það hvernig honum leið.
Þegar maður fer að ræða um sjálfs-
víg þá poppar þetta upp alls staðar,“
segir Helgi og Titti bætir við: „Það
virðast allir þekkja einhvern sem
hefur fyrirfarið sér; ættingja, vin,
kunningja eða vinnufélaga, og okkur
langaði að gera mynd um þetta átak-
anlega efni.“
Hún segir sérstaklega sorglegt
Rjúfum
þögnina!
Heimildarmyndin Út úr myrkrinu eftir Titti John-
son og Helga Felixson verður frumsýnd í Bíó
Paradís á þriðjudaginn. Þar fjalla þau um eldfimt
efni, sjálfsvíg, og vilja opna umræðuna upp á gátt.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Úr myndinni en þar segja aðstandendur fólks sem fallið hefur fyrir eigin hendi
sögu sína. Helgi og Titti segja öllu þessu fólki að vonum liggja mikið á hjarta.
Stilla
Tónlistin í Út úr myrkrinu er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi
Guðnadóttur. Hún kom þó ekki að verkefninu fyrr en á loka-
metrunum.
„Við vorum upphaflega með aðra tónlist í myndinni sem við
vorum ekki nægilega ánægð með,“ upplýsir Titti. „Síðan fórum
við á stuðningstónleikana fyrir Úkraínu í Hallgrímskirkju fyrir
nokkrum vikum sem snertu okkur mjög sterkt. Það leiddi okkur
til Hildar.“
Titti segir þau hafa viljað hafa tónlistina ís-
lenska og fljótlega eftir að hún fór að leita
fann hún verk Hildar, Leyfðu ljósinu. „Vá,
þetta er tónlistin. Hún er um myndina okkar,“
hugsuðu þau með sér.
Helgi vatt sér því í að hafa samband við
Hildi sem svaraði strax næsta dag. „Ég er
með.“
„Tónlistin Hildar er mjög áhrifamikil,“
segir Helgi. „Hún bætir nýju lagi við mynd-
ina og gefur henni nýjan anda og sál.“
Tónlistin eftir Hildi Guðnadóttur
Hildur Guðna-
dóttir tónskáld.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ