Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.04.2022, Page 29
hversu margt ungt fólk fellur fyrir
eigin hendi. „Álagið er mikið hjá
unga fólkinu, samfélagsmiðlar og
annað, og því miður höndla sumir
það ekki. Því þarf að breyta. Það er
alltaf hægt að fá hjálp,“ segir Titti.
Helgi segir að sjálfsvíg sé svaka-
lega stórt samfélagslegt vandamál
sem erfitt hafi reynst að uppræta.
„Þagnarhjúpur og skömm hefur um-
lukt sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir í
gegnum aldirnar. Það skýrist eflaust
af þeirri staðreynd að sjálfsvíg voru
lengi talin glæpur, samanber orðið
sjálfsmorð. Hægt var að gera eigur
sjálfsvegenda upptækar og greftrun
þeirra í kirkjugörðum var bönnuð og
Ísland var þar engin undantekning.
Lög giltu um sjálfsvegendur á Ís-
landi fram til ársins 1870. En þrátt
fyrir lagaumbætur í sumum löndum
og opnun umræðunnar um sjálfsvíg,
sem 18. aldar hugsuðir stuðluðu að,
varð ávinningurinn ekki langvinnur.
Þegar kom fram á 19. öld urðu
sjálfsvíg aftur tabú,“ segir hann.
Myndin byggist á frásögnum fólks
sem misst hefur einhvern nákominn
vegna sjálfsvígs. „Segja má að þetta
fólk komi meira og minna úr nær-
umhverfi okkar og allt á það sameig-
inlegt að vilja virkilega tjá sig. Það
þarf og vill ræða þessi mál og eyða
þessu tabúi,“ segir Helgi.
Vegna þessarar nástöðu var
vinnuheiti myndarinnar Nágrannar.
„Okkur var hins vegar kurteislega
bent á, að það væri gömul sápuópera
og betra væri að finna annað nafn.
Þá komumst við út úr myrkrinu,“
segir Helgi sposkur en þeim var
ekki kunnugt um þessa áströlsku
heimilisvini margra Íslendinga.
Titti og Helgi eru sammála um að
umræðan um sjálfsvíg sé smám
saman að breytast og opnast hér á
landi og nefna í því sambandi
PIETA-samtökin, Sorgarsamtökin,
Rauða krossinn og fleiri sem hafa
með markvissum hætti lagt sitt lóð á
vogarskálarnar.
„Við höfum lengi talað opinskátt
um krabbamein og aðra sjúkdóma
en þegar kemur að geðheilbrigðis-
málum og ég tala nú ekki um sjálfs-
vígum þá vefst okkur tunga um
tönn. Það er skiljanlegt að röddin
komi ekki frá þeim sem þjást heldur
frá þeim sem næst þeim standa,“
segir Helgi.
Einangrunin ekki góð
Ekki hefur vandinn minnkað í
heimsfaraldrinum og enda þótt tölur
liggi ekki fyrir þá ber allt að sama
brunni. „Einangrun er ekki góð þeg-
ar fólki líður illa,“ segir Titti og þau
benda á að talið sé að fimm til sex
hundruð sjálfsvígstilraunir séu gerð-
ar á Íslandi árlega og að á bilinu 40
til 50 manns látist. „Það er hlutfalls-
lega með því mesta sem þekkist í
heiminum,“ segja þau.
„Við eigum ekki að sætta okkur
við þetta,“ segir Helgi. „Þess vegna
þarf að styðja betur við bakið á þeim
samtökum sem hafa burði til að láta
til sín taka á þessum vettvangi. Starf
þeirra byggist á frjálsum fram-
lögum, sem er til háborinnar
skammar. Svona samtök verða að
geta skipulagt sitt starf lengra en
bara nokkra mánuði fram í tímann.“
Þau segja sjálfsvíg til að mynda
mun stærra vandamál en banaslys í
umferðinni. „Ég vil ekki gera lítið úr
þeim en þetta er eigi að síður stað-
reynd. Við þurfum á samstilltu átaki
að halda til að koma í veg fyrir
sjálfsvíg.“
Titti segir viðhorfið líka þurfa að
breytast. „Það gengur ekki að geð-
deild sé lokað klukkan 17 á daginn.
Hvað þýðir það fyrir einstakling sem
er á tæpasta vaði og ætlar að fyrir-
fara sér klukkan 18?“
Helgi og Titti hafa væntingar til
þess að myndin bæti mögulega ein-
hverju við forvarnir. „Þegar maður
er að vinna svona mynd þá er maður
í einhverju flæði en núna þegar sam-
talið við áhorfandann er að byrja sér
maður sitthvað fleira. Okkur hefur
til dæmis verið bent á, að þar sem
fókusinn sé á upplifun þeirra sem
eftir sitja þá gæti það haft áhrif á
einhvern sem er að íhuga sjálfsvíg.“
Titti nefnir líka vini hins látna en
sama stoðnetið grípi þá yfirleitt ekki
og nánustu fjölskyldu. „Í sumum til-
vikum eru vinir jafnvel nánari en
fjölskyldan. Hvert eiga þeir þá að
leita með sína sorg?“
Til stendur að fara með myndina
víða um land og efna til samtals við
áhorfendur að sýningu lokinni með
þátttöku fagaðila. „Við vonumst eftir
góðu og heiðarlegu samtali,“ segja
Titti og Helgi. „Rjúfum þögnina!“
Helgi Felixson og Titti
Johnson eru höfundar
heimildarmyndarinnart
Út úr myrkrinu.
Morgunblaðið/Ásdís
17.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
SÝSL Gamla gítargoðið Jimmy
Page segir margt en þó ekki neitt í
nýju viðtali við tímaritið Classic
Rock. „Ég er að vinna að ýmsu,“
upplýsir hann. „Það er ekkert eitt,
heldur margt, en ég tel ekki rétt að
gefa vísbendingar ef ekkert skyldi
verða úr því. Svo gæti það líka allt
misskilist.“ Hann gefur þó sterk-
lega í skyn að fleiri listamenn komi
að málum enda hafi hann aldrei
verið hrifinn af að vinna einn. „Ég
fór ekki í músík til að gera það –
heldur til að músísera saman.“
Allt og ekkert á prjónunum
Jimmy Page í Laugardalshöllinni 1970.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
BÓKSALA 6.-12. APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Helkuldi
Viveca Sten
2 Natríumklóríð
Jussi Adler-Olsen
3 Systirin í storminum
Lucinda Riley
4 Upplausn
Sara Blædel/Mads Peder Nordbo
5 Dauðinn og mörgæsin
Andrej Kúrkov
6
Drag plóg þinn yfir bein
hinna dauðu
Olga Tokarczuk
7 Kvöld eitt á eyju
Josie Silver
8 Þernan
Nita Prose
9 Miðnæturbókasafnið
Matt Haig
10 Úti
Ragnar Jónasson
1
Risasyrpa – aðalsættir
Walt Disney
2
Búkolla
Gunnar Andreas Kristinsson
/ Böðvar Leós
3 Brandur flytur út
Sven Nordqvist
4
60 ótrúlegar staðreyndir
– geimurinn
Ýmsir höfundar
5 Depill í leikskólanum
Eric Hill
6
Ísadóra Nótt fer á
ballettsýningu
Harriet Muncaster
7 Litli prinsinn
Antoine de Saint-Exupéry
8
Litlir könnuðir
– veröld dýranna
Ýmsir höfundar
9 Hvar er Andrés?
Walt Disney
10 Risaeðlugengið – ferðalagið
Lars Mæhle/Lars Rudebjer
Allar bækur
Barnabækur
Að reyna að velja nokkrar bækur
sem hafa snert mig er alveg smá
flókið, því það eru alls konar bæk-
ur sem ég hef heillast af og ég
virðist taka mismunandi þema í
tímabilum, eða kannski eftir skapi
hverju sinni, hvort það eru
spennu-, ævisögur eða ævintýri.
Hljóðbækur eru sennilega það
besta (eða versta) sem hefur kom-
ið fyrir svona smá ofvirka konu
eins og mig, þar sem ég get haldið
áfram að gera alls konar á sama
tíma og ég hlusta, og því er ég bú-
in að hámhlusta á
bækur síðustu ár á
milli þess sem ég
tek pásur og hlusta
á hlaðvörp.
En ég á góðan
enskan vin sem
mataði mig á alls
konar bókmenntum
frá því ég var 17 ára og þegar ég
horfi til baka átta ég mig á, hvað
hann hafði mikil áhrif á hvað ég
las. Margar af þeim bókum sem
hann gaf mér leiddu svo af sér að
ég las allar bækur eftir þann höf-
und í kjölfarið, en bækurnar sem
hann kynnti mér fyrir voru t.d.
About a Boy eftir Nick Hornby,
The Seagull eftir Anton Checkov,
The Catcher in the Rye eftir J.D.
Salinger og The Beach eftir Alex
Garland. Einnig má
nefna Pride and
Prejudice sem ég
las hjá systur minni
sem bjó í Englandi á
þeim tíma. Ég varð
alveg ástfangin af
karakterunum og
rétt eftir að ég klár-
aði bókina sá ég auglýsingu á BBC
að það væri verið að fara að sýna
P&P-þáttaröðina og hjartað tók
kipp. Það var eins og að hitta
gamla vini að horfa á þættina. Síð-
an var það þegar ég flutti til Lond-
on 2001 að vinkona mín gaf mér
How to Win Friends and Influence
People, Dale Carnegie sem ég var
stanslaust með í eyrunum (í mp3-
spilaranum) og hlustaði á aftur og
aftur og mótaði mig mjög mikið
og endurspeglaði hvernig ég vildi
haga mér í lífi og vinnu.
Mexíkósk vinkona mín gaf mér
svo The Shadow of the Wind eftir
Carlos Ruiz Zafon, sem var geggj-
uð, en ég las hana þegar ég bjó í
Amsterdam. Ég er með frekar lé-
legt langtímaminni, en ég tengi
bækur alltaf mjög
sterkt við hvar ég
var, hvernig mér
leið og hvað ég var
að gera.
Síðustu ár hafa
þessar bækur hins-
vegar staðið upp úr:
Eleanor Oliphant is Completely
Fine er ótrúlega fyndin, falleg og
einlæg saga, eins og Maður sem
heitir Ove, Bækur B.A. Paris hafa
ótrúleg „plot tvist“, og þá helst
Behind Closed Doors.
Total Recall fannst mér ferlega
skemmtileg, Arnold Schwarze-
negger hefur átt ótrúlega skraut-
lega ævi, fylgt innsæi sínu og tekið
alls konar áhættu í lífinu sem mér
fannst mjög áhugavert og veitti
mér innblástur. Educated eftir
Tara Westover var einnig ótrúleg
ævisaga.
Hlakka til að lesa (hlusta) meira
á ævisögur á næstu árum, aldurinn
kannski aðeins farinn að segja til
sín.
VALA STEINSDÓTTIR ER AÐ LESA
Hámhlustar á bækur
Vala Steins-
dóttir er
framkvæmda-
stjóri Sóley
Organics.
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri