Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 2
Hvað ertu að gera á Siglufirði? Ég er lærð leikkona sem endaði í hótel- og veitingarekstri og flutti á Siglufjörð þar sem við hjónin rekum Kaffi Rauðku, Hannes Boy og veitingastaðinn Sunnu á Hótel Siglufirði. Leikverkið Síldarstúlkur, hvernig kom það til? Þegar ég kom fyrst á Siglufjörð og fór að skoða Rauðku sá ég strax að loftið þar væri fullkomið fyrir leikhús. Ég hafði unnið sem sýningarstjóri í Landnámssetrinu á sýningunni Brák og Mr. Skallagrímsson og fannst að það gæti verið skemmtilegt að setja hér upp einleik. Það lá beinast við að segja hér sögu síldarstúlkna. Ég og Andrea Elín Vilhjálms- dóttir skrifuðu handritið saman. Hvar fundu þið efni til að vinna úr? Við unnum verkið upp úr viðtölum við fólk sem upplifði síldar- ævintýrið. Aníta, safnstjóri á Síldarsafninu, tók viðtöl við fjöldann allan af fólki sem við fengum að hlusta á. Svo lásum við mikið af blaðagreinum. Við fengum líka mikið af sögum frá mömmu hennar Andreu sem vann í síld í gamla daga. Var ekki erfitt að velja úr sögunum? Jú, svakalega erfitt. Við erum búnar að breyta einleiknum mjög oft. Við ætluðum að sýna miklu fyrr en þurftum að fresta vegna Covid sem var kannski lán í óláni því verkið er mun betra núna. Í verkinu kynnumst við þremur konum; einni frá Siglufirði, einni aðkomustúlku og einni sem var uppi um 1900. Var síldarævintýrið eintóm rómantík eða þrælavinna? Kannski bæði, það fer eftir hver segir frá. HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Rómantík og þrælavinna Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022 E ina leiðin til að komast af skerinu er að sjálfsögðu með flugi, nema maður kjósi að keyra á Seyðisfjörð og taka Norrænu. Undirrituð skellti sér með lágfargjaldaflugfélaginu Wizzair til Rómar um páskana. Reyndar voru miðarnir svo sem engir smáaurar, tæpar sextíu þúsund krónur stykkið, keyptir fyrir stríð. En flugið var beint sem var kostur. Eftir dásamlega páskaferð var haldið heim á leið. Ég ætla ekkert að þreyta ykkur með sögum af því að engar samlokur voru til í vélinni, hvoruga leiðina, að við fengum ekki sætin með aukafótaplássi sem við bókuðum á heimleiðinni, eða að maðurinn fyrir aftan var með munnræpu dauðans og hélt að hann þyrfti að tala hærra en ella vegna grímunnar. Ég ætla heldur ekki að segja ykkur frá konunni í næstu röð sem hóstaði stanslaust í fimm tíma og tók alltaf grímuna frá andlitinu á meðan. Já, eins gaman og það er að fara til annarra landa er óhætt að segja að flugferðir eru hundleiðinlegar. Lúx- usvandamál, ég veit. Nei, heldur vil ég tala um nokkrar sérkennilegar tilkynningar sem bár- ust í gegnum kallkerfið. Þegar lent var í Keflavík beið vélin í tíu mínútur nokkrum metrum frá rananum af því að „vélin þurfti að kæla sig niður“. Þetta hef ég aldrei heyrt áður og ýmsar spurn- ingar vöknuðu. Var vélin að ofhitna? Var einhver að fara að brenna sig sem færi þá frá borði? Myndi kvikna í rananum? Ég skildi ekkert. Loks þegar dyr var opnuð drifu sig út fremstu farþegarnir, eins og vera ber. Smá töf var á einhverjum og myndaðist þá tómt bil í gangveginum. Þá stöðvaði flugfreyjan þá sem voru á útleið því þyngdarpunkturinn var „rangur“. Nú skildi ég ekkert aftur. Var sem sagt vélin að fara að sporðreisast og pompa á rassinn af því að fleiri voru aftur í en fram í? Og skiptir þá einhverju máli að stöðva örfáar áttatíu kílóa manneskjur? Ef ég skil Google rétt er ein full vél um 300-400 tonn. Geta þá tíu manneskjur gert gæfumuninn að halda vélinni frá því að sporðreisast? Þetta var ég allt að hugsa á leiðinni út. Það rifjaðist þá upp að eitt sinn var ég í vél sem var svona 70% full. Fyrir flugtak bað flugliðinn örfáar manneskjur að færa sig yfir á hina hlið vélar til að halda betra jafnvægi. Í alvöru? Ég sé fyrir mér vél þar sem öðrum megin eru mjóir og hinum megin digrir. Vélin flýgur þá væntanlega á hlið alla leiðina eða hvað? Nú þarf einhver flugvélaverkfræðingur að hafa samband og útskýra þessa hluti fyrir okkur far- þegum. Og að lokum, það er árið 2022. Er ekki hægt að hanna kallkerfi flug- stjóra þar sem maður heyrir orð af því sem þeir segja? Leyndardómar í háloftunum Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ef ég skil Google rétt er ein full vél um 300- 400 tonn. Geta þá tíu manneskjur gert gæfu- muninn að halda vélinni frá því að sporðreisast? Sigga Vala Þórarinsdóttir Það leggst vel í mig! Loksins komið sumar og birta. Yndislegt! SPURNING DAGSINS Hvernig leggst sumarið í þig? Sævar Stefánsson Bara vel! Nú ætla ég að fara að ferðast innanlands og svo til Spánar með haustinu. Carolina Bostolache Það verður vonandi mjög skemmti- legt. Ég er búin að plana tvær utan- landsferðir. Karl Brynjar Hjálmarsson Miðað við að það var ekki frost á sumardagurinn fyrsta þá leggst sumarið betur í mig. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Einleikurinn Síldarstúlkur verður sýndur á Kaffi Rauðku á Siglu- firði dagana 24. apríl til 7. maí. Halldóra Guðjónsdóttir leikur einleik ásamt Margréti Arnardóttur harmonikkuleikara en leik- stjóri er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Miðar fást á tix.is. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.