Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
F
yrir réttum fjórum árum, í
apríl 2018, fór fram at-
kvæðagreiðsla í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna um hvað gera
skyldi vegna ásakana um að
stjórnvöld í Sýrlandi hefðu beitt
efnavopnum. Í öllum höf-
uðfréttaveitum hins vestræna
heims var talað um eina tillögu
sem atkvæði hefðu verið greidd
um, nefnilega tillögu Bandaríkja-
stjórnar og að Rússar hefðu beitt
neitunarvaldi gegn henni. Þetta
var á forsíðum blaða og fyrsta
frétt í útvarpi og sjónvarpi. Þess
var sjaldnast getið að tillögurnar
fyrir Öryggisráðinu hafi verið
þrjár. Auk tillögu Bandaríkja-
stjórnar voru tvær tillögur frá
Rússum. Fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar beitti neitunarvaldi gegn
annarri en hin var felld í atkvæða-
greiðslu.
Hver skyldi hafa verið munurinn
á þessum tillögum? Um þetta
fjallaði ég í pistli hér í helgarblaði
Morgunblaðsins á
sínum tíma þar
sem ég benti á að
ágreiningurinn
hefði snúist um
hverjir skyldu
sæta rannsókn,
stjórnarherinn
einn eins og
Bandaríkjamenn vildu eða allir að-
ilar að stríðsátökunum eins og
Rússar vildu. Tillagan sem ein
þótti fréttnæm var tillaga Banda-
ríkjamanna og að hún skyldi hafa
verið felld.
Þótt Öryggisráðið kæmist ekki
að niðurstöðu, ákvað Efnavopn-
astofnunin í Haag, OPCW, engu að
síður að ráðast í könnun á for-
sendum Bandaríkjamanna. En
degi áður en rannsóknarnefndin
kom á vettvang gerðu NATÓ-ríkin
árás á Sýrland frá herskipum úti
fyrir ströndum landsins til að refsa
stjórnvöldum þar fyrir að hafa
beitt efnavopnum. Almenningur
hafði verið undirbúinn með áhrifa-
ríkum myndskeiðum í sjónvarpi og
átakanlegum myndum á forsíðum
heimspressunnar af litlum grát-
andi dreng. Íslendingar studdu
árás NATÓ að sögn hins herskáa
framkvæmdastjóra bandalagsins,
Jens Stoltenberg, sem sá sérstaka
ástæðu til að taka það fram að öll
NATÓ-ríkin væru einhuga og sam-
einuð í þessum aðgerðum.
Næst gerist það að rúmum hálf-
um mánuði eftir meinta efnavop-
naárás mætir til Haag hópur fólks
sem var á myndböndunum sem
notuð voru til að færa sönnur á að
efnavopnum hefði verið beitt, þar á
meðal drengurinn sem grátið hafði
framan í heiminn, foreldrar hans,
læknar og starfssfólk sjúkrahúss-
ins þar sem myndskeiðin voru tek-
in. Nú var þetta fólk komið til
Haag að skýra frá því hvað raun-
verulega hafði gerst; hvernig
ókunnir menn hefðu skyndilega
ráðist inn á spítalann, skapað mik-
inn glundroða, sprautað vatni í
andlit fólks og kallað eftir hjálp
því þetta væru fórnarlömb efna-
vopna. Á meðan suðuðu myndavél-
arnar.
Ekki sáu fulltrúar NATÓ-ríkja í
Haag ástæðu til að hlýða á þennan
vitnisburð nema hvað nú var
keppst við að sannfæra heiminn
um að fólkið hlyti að hafa verið
þvingað af sýrlenskum yfirvöldum
og þá með atbeina Rússa að bera
ljúgvitni um hvað gerst hefði.
Fólkið sjálft var algerlega hunds-
að, enginn áhugi á að hlusta á
hvað það hefði að segja.
Síðan birtist skýrsla frá
Efnavopnastofnuninni þar sem
sagt var að ekki væri hægt að úti-
loka að efnavopnum hefði verið
beitt í umræddu tilviki, meiri líkur
en minni á að svo hefði verið.
Líður nú og bíður. Í nóvember
og desember 2019 birti Wikileaks í
nokkrum áföngum skjöl sem sýndu
fram á að innan sérfræðingahóps
OPCW hefði verið staðhæft að
þrýstingi hefði verið beitt til að fá
falsaðar niðurstöður, engar sann-
anir væru um beitingu efnavopna.
Allt þetta liggur skjalfest fyrir
og minnir á Írak og rangar stað-
hæfingar um gereyðingarvopn sem
notaðar voru til að réttlæta innrás
í það land árið 2003. Nokkrir sér-
fræðingar Sam-
einuðu þjóðanna
höfðu þá dug og
kjark til að segja
frá þeim þrýstingi
sem þeir hefðu
verið beittir til að
leggja blessun yf-
ir ósannindi um
stöðu mála í Írak.
Telji einhverjir það sem hér er
sagt vera ósatt þá veri þeir svo
góðir að taka þá umræðu lið fyrir
lið og af nákvæmni. Lygar til að
réttlæta hernaðarofbeldi eru al-
vörumál.
Nú er staðan sú að Bandaríkja-
forseti segir að öllu máli skipti að
Úkraínumenn geti haldið stríðinu
við Rússa áfram, við stríðsglæpa-
mann sé að eiga sem hugsanlega
komi til með að beita efnavopnum.
Þess vegna þurfi að senda öflugri
vopn til Úkraínu og til landanna
allt í kringum Rússland; hrósað er
sigri yfir sokknum herskipum,
eyðilögðum skriðdrekum og nið-
urlægingu Pútíns. Ekki orð um að
ljúka þessum harmleik vegna fórn-
arlamba áframhaldandi stríðs.
Bara berjast og gefa ekkert eftir.
Og hinn vestræni heimur klapp-
ar. Við munum hafa betur, við
skulum hafa betur. Við getum
sprengt Pútín í tætlur sagði for-
veri Stoltenbergs, Daninn Anders
Fogh Rasmussen, í sjónvarps-
viðtali nýlega. Og NATÓ dregur
hvergi af sér í hernaðarstuðningi
sínum.
En hvað með okkur sem langar
til að heimurinn lifi af? Eru menn í
alvöru hættir að vera hræddir við
kjarnorkuvopnin? Þau eru þarna
og þeim hefur verið beitt. Banda-
ríkjamenn segja enn þann dag í
dag að réttlætanlegt hafi verið að
varpa sprengjunum á Nagasaki og
Hiroshima. Aðstæður hafi krafist
þess. Gæti verið að í Moskvu sé nú
hugsað eins?
Það er full ástæða til að óttast
það og í því samhengi einnig
dómgreindarleysi NATÓ.
Þörf á yfirvegun í
stað stríðsæsinga
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Ekki orð um að
ljúka þessum
harmleik vegna fórn-
arlamba áframhald-
andi stríðs. Bara berj-
ast og gefa ekkert eftir.