Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
Í
íslenska tónlistararfinum leynast ýmsar
gleymdar gersemar sem vert er að
yngri kynslóðir kynnist. Klara Egilson
hefur ráðist í það verkefni að endur-
útgefa tónlist móðurafa síns en hann
var Ingólfur Sveinsson (1914-2004), tónskáld
og lögreglumaður. Móðir Klöru var Rósa Ing-
ólfsdóttir (1947-2020), tónlistarkona, þula,
teiknari og leikkona.
Ingólfur gegndi starfi lögreglumanns í
fimmtíu ár. „Hann helgaði líf sitt því starfi og
fór alla tíð frekar leynt með sínar listrænu gáf-
ur. Hann var auðvitað laganna vörður og það
þótti kannski ekki við hæfi á þeim tíma að lög-
regluþjónn væri að semja ljóð og senda lög inn
í danslagakeppnir. Ingólfur raulaði því mel-
ódíur heima við og var alla tíð mjög tónelskur
maður.
Ég er alin upp hjá honum að hluta og var
mjög hænd að móðurforeldrum mínum en
missti móðurömmu mína þegar ég var 20 mán-
aða gömul. Við afi minn vorum óaðskiljanleg
fyrstu 32 ár ævi minnar og ég var hjá honum
þegar hann andaðist. Það ríkti mikill kær-
leikur á milli okkar og við vorum miklir vinir.“
Klara segist sjálf vera mikill tónlistarunn-
andi eins og móðurfólk hennar og hún semur
djasstónlist. „En ég hef mikla unun af klass-
ískum píanóleik og finnst píanóið vera móðir
allrar klassískrar tónlistar.“
Leyndist í gömlu skattholi
Fyrir um tveimur árum fór Klara að grafast
fyrir um tónverk afa síns.
„Þetta er afskaplega falleg saga og hefst á
því að fáeinum dögum eftir andlát mömmu þá
stend ég í stofunni hjá mér og verður hugsað
sterkt til hans. Þar sem ég stend þarna verður
mér litið á gamalt skatthol sem var í hans eigu
og ég átta mig á því að ég hef aldrei litið ofan í
eina skúffuna.
Ég geng að skattholinu og dreg út skúffuna
og upp úr henni kemur handskrifað nótnablað
sem á stendur Kvöldvísa frá Madeira. Og ég
hugsaði með mér: „Þetta kemur frá afa, þetta
er skriftin hans.“ Þannig byrjaði þetta.“
Klara lagði blaðið frá sér í nokkra daga. „En
til þess að gera langa sögu stutta þá leitaði
þessi melódía svolítið á mig. Vegna aðstæðna
vildi ég þó fara að þessu í kyrrð og ró. Þá velti
ég því svolítið fyrir mér hvern ég gæti fengið
til þess að spila melódíuna fyrir mig,“ segir
Klara en sjálf segist hún ekki lesa nótur.
„Það varð úr að ég leitaði yfir hafið. Ég lagð-
ist í rannsóknarleiðangur á netinu og réð til
mín ungan tónlistarmann sem er brasilískur
og heitir Lorenzo Marques Spadoni. Hann tók
að sér að spila inn nóturnar á blaðinu og sendi
mér melódíuna til baka. Þannig gat ég unnið
að frumgögnunum í friðsæld og kyrrþey því ég
virði auðvitað trúnað við fjölskylduna mína.“
Þegar Klara hafði fengið melódíuna í hend-
urnar þá fór hún að velta því fyrir sér hvar
aðrar nótur Ingólfs væru að finna.
„Kvöldvísa frá Madeira er uppsprettan.
Þessi hugsun: „Hvað verður um listaverkin
mín þegar ég dey?“ fór að leita á mig. Í upp-
vexti mínum var listsköpun okkar eðlilegur
hluti daglegs lífs en við fráfall mömmu rankaði
ég við mér og hóf listun hugverka fjölskyld-
unnar.
Opnaðist heill ævintýraheimur
Klara hóf leitina á söfnum landsins. „Ég sneri
mér meðal annars til Tónverkamiðstöðvar Ís-
lands sem benti mér á að hafa samband við
Tónlistarsafnið og Landsbókasafn. Á þeim
söfnum opnaðist mér heill ævintýraheimur.“
Upphaflegt markmið Klöru með þessari
rannsóknarvinnu var að lista hugverk Rósu og
Ingólfs. „Hugverkaréttur fjölskyldunnar
gengur að jöfnu í arf til beggja dætra Rósu,
sem erfði hugverkarétt Ingólfs og erum við
Heiðveig, systir mín, meðrétthafar allra hug-
verka þeirra feðgina.
Við systur verðum að vera upplýstar, því
réttindum fylgja skyldur. Þar sem ég er búsett
hér en hún í Danmörku var eðlilegra að ég
tæki við umboði hérlendis fyrir hönd beggja en
við systur höfum ávallt samráð um stefnumót-
un. Svo hófst ferðalagið mikla en við Heiðveig
höfum rætt reglulega okkar á milli og erum
báðar upplýstar.“
Klara fann tónskáldamöppu afa síns á Tón-
listarsafninu sem Rósa færði Bjarka Svein-
björnssyni, forstöðumanni til varðveislu við
andlát föður síns síðla árs 2004. „Sem var hár-
rétt að gera. Viðkvæm frumgögn ætti alltaf að
færa til safnavarðveislu við andlát og erfða-
skipti. Mamma skipti upp eintökum í hug-
verkasafni af kostgæfni og snilld, færði mér
hljóðritin og safninu nóturnar. Ég fékk því
kassettusafnið hans afa árið 2004 og hef varð-
veitt hljóðrit Ingólfs afa, dagbók listamanns í
ríflega 18 ár. Ég held ég eigi yfir 150 kass-
ettur,“ segir hún.
„Þegar ég opnaði tónskáldamöppu Ingólfs á
Landsbókasafni blöstu við mér ljóð íslenskra
þjóðskálda við klassískar melódíur á nótna-
blöðum. Afi var ljóðelskur og samdi sæg tón-
verka við áður útgefin ljóð íslenskra skálda, og
gaf loks út eigin ljóðabók, Dægurmál, árið
1985.“
Í ljós kom síðar að Ingólfur hafði sjálfur
fært Íslandsdeild Landsbókasafns eigið nótna-
safn árið 1983. „Þetta var heilmikið púsluspil,
listrænt og fallegt völundarhús. Ég er enn að
vinna úr hljóðritasafninu heima og tónverkin
flæða því enn í fangið á mér.“
Klara vann í heilt sumar að því að kanna
safnakost landsins. Á Safnadeild RÚV komu
svo í ljós fleiri upptökur af verkum Ingólfs.
„Ég bar saman tónverk á nótum við þau hljóð-
rit frá RÚV. Samhliða þessu héldum við
Lorenzo netsamstarfi áfram. Þetta hefur verið
rétt eins og að klífa ægifagurt fjall og taka
andköf yfir fögru útsýninu.
„Ég stóðst ekki freistinguna“
Þegar líða tók á sumarið var Klara farin að
velta því fyrir sér hvert hún ætti að snúa sér
með hugverkasafn Ingólfs. „Og ekki bara hans
hugverk heldur mín hugverk líka því ég sem
líka tónlist og skrifa ljóð. Við erum nokkuð lík
að mörgu leyti í okkar listsköpun. Ég hugsaði
með mér að ég yrði að beina þessu í einhvern
ákveðinn farveg. Annaðhvort legði ég öll gögn
til varðveislu á safn fyrir komandi kynslóðir
eða fyndi tónverkunum frjóan útgáfufarveg.
Og mér fannst ég hafa ákveðnu hlutverki að
gegna. Ómur tónlistarinnar var svo lokkandi
að ég stóðst ekki freistinguna,“ segir Klara.
„Svo sé ég auglýsingu frá Háskólanum á
Bifröst um alveg gríðarlega spennandi náms-
Klara Egilson hefur sinnt útgáfu-
starfinu í kyrrðinni á Eyrarbakka
en átt í samstarfi við tónlistarfólk
víðs vegar um heiminn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listrænt völundarhús
Lögreglumaðurinn Ingólfur Sveinsson var öflugt tónskáld. Dótturdóttir hans Klara Egilson hefur unnið hörðum
höndum við að koma tónverkum hans í nýjan listrænan farveg svo komandi kynslóðir fái notið þeirra.
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is
’
Þetta er afskaplega falleg
saga og hefst á því að fáein-
um dögum eftir andlát mömmu
þá stend ég í stofunni hjá mér og
verður hugsað sterkt til hans.