Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 17
hafa það. Galdurinn við að lifa samt og án slíks örygg- is, sem of dýru verði yrði keypt, lá ekki á lausu. Á fyrstu árum heimastjórnar og svo fullveldis varð fyrri heimsstyrjöld. Hún reis raunar lakar undir nafni en sú síðari. Íslendingum var stýrt í rétta átt. Þeir horfðu til hafs og vissu ekki hvers var von. Bretar börðust einir við Þýskaland Hitlers, sem var í friðarbandalagi við ríki Stalíns. Það dugði mörgum sósíalistum til að þykja Hitler geðþekkari en þeir höfðu gert ráð fyrir. Bandamenn þekktu hugleiðingu Leníns um að Ísland væri skambyssa sem beina mætti að vild austur og vestur um Atlantshaf. En Bretland eitt í vörninni átti verkefni sem var brýnast. Það þurfti á öllum vopnfærum mönnum að halda heim að ströndum Ermarsunds. Roosevelt forseti Bandaríkjanna taldi sig nauð- beygðan til að hafa hlutleysisfána við hún. En forset- inn var í ýmsum efnum bæði blindur á Hitler og Stalín. Dekur hans við Stalín gekk úr öllu hófi og var og er ekki réttlætanlegt, þótt það hafi gjarnan verið reynt. Vanþakklæti Stalíns í garð Roosevelts og hins vestræna heims var hins vegar í stíl. Tilraunir sem fjöldi manns og þar með taldir þeir sem síst skyldu hafa áratugum saman reynt að „sanna“ að Sovétríki Stalíns hafi verið hinn mikli bjargvættur gegn Hitler eru fráleitar og smekklausar fullyrðingar. Sérstaklega átti hið mikla manntjón þeirra í styrj- öldinni að sanna það! Stalín hafði lamað eigin her með geðveikislegum slátrunum á tugþúsundum liðsfor- ingja, sem var hluti af óhugnanlegum manndráps- öldum sem kommúnistar stóðu fyrir á „sínu fólki“. Stalín trúði því aldrei að friðarsamningabróðirinn Hitler myndi ráðast inn í Rússland, án þess að gera það í floti með öflugum bandamanni. Hann kom í veg fyrir að Sovétríkin byggju sig undir styrjöldina af ótta við að slík skref myndu leiða til þess að Hitler, þvert gegn vilja sínum, myndi telja sig nauðbeygðan að ráð- ast inn í Sovétríkin! Stalín neitaði að trúa fréttum um innrásina þegar Barbarossa var hafin. Hann hélt áfram að senda her Hitlers olíubirgðir fram á síðasta dag fyrir innrás til að „friða“ hann. Stalínsfræðingar telja að einræðisherrann hafi verið sannfærður um að valdaklíkan í kringum hann myndi láta handtaka hann og skjóta þar sem hann var kominn í felur, þegar mistökin hrópuðu framan í hvern mann. Það kom hon- um á óvart að þegar þeir fundu hann leituðu þeir ráða hjá honum, svo margreyndir af ótta við alvaldinn. Rússar eiga ekkert inni hjá Úkraínumönnum Nú þegar að augun beinast að Úkraínu er fróðlegt að lesa bækur á borð við þá sem Simon S. Montefiore skrifaði um Stalín fyrir 18 árum. Hungursneyð af mannavöldum, sem íslenskir aðdáendur „flokksins“ vörðu lengur en hægt var, og reyndar var óverjandi um alla tíð. Morðæðið sem Stalín fól Krústsjov að halda utan um á fjórða áratug síðustu aldar, þar sem tugir þúsunda voru myrtir í Úkraínu. Þá var Úkraína hluti af ríki þessara manna og sumir þeirra fæddir í eða nærri núverandi landamærum þar, eins og Nikita Krústsjov sem starfaði í Donbass sem mjög er nú í fréttum. Eftirmaður hans í leiðtoga- hlutverkinu í Sovéríkjunum, Leoníd Bresnév, var einnig Úkraínumaður. Tal Pútíns, sem mjög er vitnað til um þessar mund- ir, að Úkraína sé hvorki land eða ríki heldur óaðskilj- anlegur hluti Rússlands, hljómar undarlega. Með sterkari rökum mætti halda því fram og vísa í tiltölulega nýja sögu, að Þýskaland væri svo nýtil- komið sem slíkt, að erfitt sé að samþykkja það sem sjálfstætt land og ríki, að minnsta kosti af hálfu þeirra sem afskrifa Úkraínu svo auðveldlega. Hannes Hafstein sendir Jóni Magnússyni áritað Íslendingar blésu til Þjóðfundar 1851. Þrátt fyrir að ekki væri hægt að tefla fram miklum efnum eða afli var höfuðáherslan á að halda neistanum lifandi, gefa baráttuna aldrei frá sér. Og baráttumönnunum var mikið í mun að halda púðri sínu þurru og gleyma ekki gömlum fyrirheitum. Bréfritari á og þykir vænt um „sjerprentun úr Andvara XXVII ári“. Nú eru rétt 120 ár frá útgáfu þess. Hannes Hafstein varð ekki fyrsti ráðherrann fyrr en tveimur árum síðar. En hann sendir sérprentið áritað til Jóns Magnús- sonar með „vinsamlegri kveðju frá Höf“. Jón Magnús- son varð fyrsti titlaði forsætisráðherra landsins rúm- um 10 árum eftir að sendandinn varð fyrsti ráðherra Íslands. Hannes hefur skrif sín svo: „Jafnvel þótt þjóð- fundur Íslendinga 1851, sem menn höfðu beðið eftir með svo mikilli óþreyju og svo góðum vonum, færði ekki heim neinn sigur í svipinn, gengi þunglega og endaði bæði snubbótt og ískyggilega, þá er hann þó svo merkilegur viðburður í sjálfu sér og markar svo mikils háttar tímabil í sögu Íslands, að hvorki hann nje þeir menn, sem þar lögðu fram sína beztu krapta Íslandi til heilla, mega fyrnast þjóð vorri. Það er því ljúft og skylt að ryfja upp fyrir sér helztu aðalatriðin, er að þjóðfundinum lúta, nú þegar að hálf öld er liðin frá því, er hann var háður, það því fremur, sem það tímabil, er hann markar, baráttan fyrir „innlendri stjórn“ á Íslandi, er enn ekki á enda, en gæti nú loks orðið farsællega til lykta leidd, ef þjóðin er ekki fallin frá þeim hugsjónum, sem þá vöktu í hjörtum forvíg- ismanna hennar, enda er tilefnið til þjóðfundarins og þeirra vona, sem menn höfðu til hans, samskonar eins og nú er til vonanna um sigur að lokum. Það var sigur frelsishreyfinga og framsóknar yfir einræði og úreltu afturhaldi hjá bræðraþjóð vorri, Dönum, er vjer áttum rétt á að vænta góðs af, einnig að voru leyti. Þá eins og nú voru tímamót fyrir Ísland. Hefðu fulltrúar þess þá ekki staðið fastir, eins og þeir stóðu, með stilling, gætni og þolinmæði, ef þeir hefðu slakað til af bráðlæti eða ístöðuleysi, beygt sannfæring sína eftir skoðun útlendra manna á rjetttindum þjóðar- innar eða látið stundarhagsmuni eða tortrygni glepja sér sýn, þá væri Ísland vissulega ekki komið það á veg, sem það er komið, þrátt fyrir allt. Ísland væri þá ekki til sem sjerstakt þjóðland með sjerstökum lands- rjettindum, heldur væri það stjórnskipulegur skækill af Danmörku, líkt og Færeyjar; alþingi væri þá ekki löggjafarþing, heldur í hæsta lagið ráðgjafarsam- koma undir ríkisþingi Dana, og þjóðin enn þá ómyndug yfir fje sínu, óráðandi öllum bjargráðum sjálfri sér í hag.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 24.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.