Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
GARÐYRKJA
D
aginn tekur að lengja all-
verulega, sumardagurinn
fyrsti er liðinn og segja má að
sannkallað vor sé í lofti. Því er
ekki seinna vænna að fara að
huga að vorverkunum í garðinum. Steinn
Kárason garðyrkjufræðingur og M.Sc. í um-
hverfisfræðum hefur árum saman sinnt
fræðslu fyrir almenning og eys hér úr sínum
viskubrunni. Það eru helst trjá- og runnaklipp-
ingar í heimagörðum ásamt sáningu og for-
ræktun krydd- og matjurta innandyra sem
vert er að sinna á þessum árstíma.
Trjá- og runnaklippingar
Steinn segir að um þessar
mundir sé aðaltrjá- og runna-
klippingatímabilið. Almenn-
ingur klippi einna helst á
vormánuðunum apríl og maí
þótt fagmenn klippi að vísu
frá hausti og fram á vor.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
snyrta tré og runna yfir sum-
arið en síst ætti að klippa um og
eftir lauffall.
„Það er langþægilegast að átta sig á
vaxtarlagi trjánna áður en þau laufgast. Þá
sést hvernig er best að bera sig að við klipp-
ingarnar. Það er í og með af hagkvæmnis-
ástæðum sem maður klippir núna en líka
vegna þess að gróðurinn er enn í vetrardvala.“
Það gilda ekki sömu reglur um allar teg-
undir trjáa og runna og því nefnir Steinn
nokkra helstu flokkana; lauftré, barrtré,
blómstrandi runna, limgerði og ávaxtatré.
Krónuklipping lauftrjáa
Þegar kemur að krónuklippingu lauftrjáa eru
nokkur atriði sem hafa ætti í huga.
„Það fyrsta sem maður gerir er að fjarlægja
allar dauðar greinar, brotnar greinar og
greinar sem nuddast saman og særa hver
aðra, við köllum það krosslægjur. Eins klippir
maður þétta greinarhluta sem myndast til
dæmis á birki og kallast nornavendir.“ Vilji
menn hafa tréð einstofna má fjarlægja neðstu
greinarnar.
„Við krónuklippinguna hefur maður í huga
að hleypa birtu og lofti inn í krónu trésins og
markmiðið er að fá fram fallega lagaða trjá-
krónu. Það dregur úr veðurálagi á trén þannig
að minni líkur eru á að þau taki á sig vind og
snjó og falli um koll. Það er sjónarmið sem vert
er að hafa í huga.“
Sú grundvallarregla gildir um klippingarnar
að ávallt skal klippa greinarnar af á greina-
skilum. Ekki má skilja eftir stubba heldur skal
saga í gegnum greinarhálsinn, á mörkum
greinar og stofns. „Ef maður klippir handa-
hófskennt í gegnum greinarnar
þá er hætta á því að stubb-
urinn sem eftir verði
deyi og rotni
og tréð getur
skemmst út frá
því.“
Sígræn tré
Um sígræn tré gilda aðeins önnur
sjónarmið. Steinn segir að það sé í lagi að
klippa barrtré meira og minna allt árið en þó
sé aðal klippingatíminn einkum seinni part
vetrar þegar þau eru í dvala eins og á við um
lauftrén.
„Það eru auðvitað ýmsir möguleikar í klipp-
ingum barrtrjáa en fólki lærist með tímanum
hversu mikla aðgangshörku er hægt að sýna
trjám og runnum við klippingar. Sjónarmið
hafa kannski aðeins breyst síðustu tvo eða þrjá
áratugi því gróskan er orðin svo mikil að fólki
er ekki eins sárt um að klippa eins og var þeg-
ar trén voru fá, lítil og lág. Fólk leyfir sér
meira núna.“
Eins og gildir um lauftré er gott að hafa í
huga regluna um að klippa við greinaskil. „Ef
maður ætlar að taka stórar greinar af hávöxn-
um barrtrjám, hvort sem það er fura eða
greni, þá sagar maður upp að stofninum eða
við greinaskil. En ef maður vill klippa greni í
keilur sem færist mjög í vöxt, vegna þess að
þessi tré geta orðið býsna fyrirferðarmikil í
görðum, þá er ekkert mál að fara handahófs-
kennt í gegnum allar yngri greinar. En forð-
ast skal að skilja eftir stubba á sverari
greinum.“
Steinn ráðleggur þeim sem vilja hafa furur
lágar og þéttar, til dæmis við inngang húsa, að
klípa með fingrunum eða klippa Vaxt-
arsprotann af til hálfs þegar hann
fer að vaxa gjarna í lok maí.
„Plantan verður mun þéttari
ef vaxtarsprotarnir eru
helmingaðir þegar þeir
eru orðnir um 3 cm að
lengd.“
Blómstrandi
runnar
Þegar kemur að klipp-
ingum blómstrandi
runna segir Steinn að
menn þurfi að átta sig á
hvaða blómgunareig-
inleikum hver tegund er bú-
in.
„Það sem maður þarf að vita er
hvort runninn blómgast á greinum
sem uxu í fyrra eða á þeim greinum sem
munu vaxa í ár. Fjöldi runna myndar blómin á
greinum fyrra árs og ef maður klippir ofan af
þeim þá koma hvorki blóm né ber það árið,“
segir hann og nefnir sem dæmi sírenur og
berjarunna eins og rifsberja- og sólberja-
runna.
„Þumalputtareglan þegar maður klippir
runna sem hafa þennan eiginleika er að klippa
innan úr, eina og eina grein. Í rifsinu þá klippir
maður gamlar, dökkar og fúnar greinar til þess
að rýma fyrir nýjum greinum sem eru ljósari á
lit. Þá fær maður hrynjandi í blómgunina. En
það geta líka verið önnur sjónarmið sem gilda
og þá er gott fyrir óvana að lesa sér til.“
Rósir
Rósir hafa menn flokkað í nokkra flokka
eftir vaxtarlagi og blómgunareiginleikum.
„Tökum tvö dæmi, ágræddar rósir
svokallaðar og runnarósir. Ágræddar rósir
eru í hugum margra eins konar sparirósir
og blómgast ýmist á einum stilk eða með
mörg blóm í klasa. Slíkar rósir eru klipptar
seint að vori þegar mesta frosthættan er
liðin hjá. Þær rósir sem í daglegu tali eru
kallaðar runnarósir hafa á sér mun villtara
yfirbragð og eru gjarna klipptar snemma
vors.
Limgerði
Undantekningar eru á þeirri reglu að klippa
trjáplöntur aðallega þegar þær eru í dvala.
Steinn Kárason garðyrkju-
fræðingur hefur um árabil
frætt almenning um garðyrkju.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vorverkin í garðinum
Steinn Kárason garðyrkjufræðingur tekur saman það helsta sem hafa ber í huga í heima-
görðum á vormánuðum, trjá- og runnaklippingar sem og sáningu krydd- og matjurta.
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is