Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Síða 19
24.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 þetta gildir t.d. þegar kemur að viðhaldsklipp- ingu á limgerðum. „Allar meiri háttar trjáklippingar eru fram- kvæmdar þegar plönturnar eru í dvala en lim- gerði getur auk þess þurft að klippa einu sinni, eða jafnvel tvisvar-þrisvar, yfir sumarið til þess að halda því í horfinu. Það getur verið snjallt að sumarklippa limgerðin þegar maðk- ur og lús láta á sér kræla því þá klippir maður hluta af óværunni af með laufinu. Þá minnka slæmar afleiðingar af ásælni skordýranna.“ Ávaxtatré Loks nefnir Steinn ræktun ávaxtatrjáa sem hefur að hans sögn átt vaxandi fylgi að fagna hér á landi undanfarin ár. „Það var hálfgerð tískubylgja sem reið yfir og margir sem spreyttu sig á ræktun á ávaxtatrjáa. Það eru fyrst og fremst epli, perur og plómur sem fólk er með úti í skjólsælum görðum eða í köldum gróðurskálum.“ Steinn tekur dæmi af klippingu á eplatrjám. „Leyndardómurinn á bak við klippingu á epla- trjám er að klippa á þann veg að stytta þær greinar sem eru kynlausar þannig að eftir standi um það bil 3-5 brum af greininni sem óx í fyrra. Þetta er gert til þess að ýta undir að þessi kynlausi vöxtur verði að grein sem getur myndað blóm og aldin. „Fyrir þá sem eru ókunnugir virðist þetta vera svolítill galdur og maður þarf að kynna sér muninn á kynlausum greinum, ald- inbærum greinum og þykkildum sem kölluð eru aldinkökur.“ Sáning Það eru ekki einungis trjáklippingarnar sem einkenna þetta tímabil í garðyrkju. Um og eftir miðjan apríl er einnig háannatími í sáningu grænmetis þótt einni og einni teg- und þurfi að sá fyrr. Nokkrum tegundum blóma og grænmetis má sá beint á vaxtar- stað. „Flestar tegundir kálplantna þarf að for- rækta innandyra, t.d. blómkál og hvítkál. Mað- ur getur verið með uppeldi heima í björtum gluggum. Sumir eru auðvitað með lýsingu en eftir miðjan apríl er venjulega ekki þörf á því,“ segir Steinn. „Algengum sumarblómum má einnig sá innandyra. Síðan þarf að herða plönturnar og venja þær við útiloftið. Það er oft ekki fyrr en í lok maí sem fólk fer að setja þær út. Marg- ir reyna að vera búnir að gróðursetja sumarblómin fyrir 17. júní en ýmsir byrja líka fyrr á svölunum þar sem er sól og skjól.“ Sumum grænmetisteg- undum er þó hægt að sá beint út í garð. Sem dæmi má nefna radísur, rófur og gulrætur. „Gulrótunum er best að sá í vermireit, undir plasti eða einhverri gróðurhlíf. Þeim er yfirleitt sáð út í apríl, eftir aðstæðum.“ Þá má sá salati út í garð með tveggja eða þriggja vikna fresti fyrri hluta sumars. Ræktun skálpbauna segir Steinn hafa færast í vöxt hjá fólki. Það veki til dæmis lukku hjá börnum að rækta sykurbaunir, þær vaxi hratt og séu bragðgóðar. „Það er gaman að því þegar vel tekst til.“ Þessar baunaplöntur þarf að binda upp því þær eru klifurjurtir. „Kryddjurtirnar eru svo alveg heill heimur út af fyrir sig. Það eru nokkrar teg- undir af myntu sem þrífast vel úti og eru mjög duglegar. Svo eru viðkvæmari teg- undir eins og basilika sem maður ræktar al- farið inni.“ Áburður og fleira Fyrir utan trjáklippingar og sáningu eru fleiri vorverk sem vert er að hafa í huga á næstu dögum og vikum. „Þegar jarðvegurinn fer að hlýna er rétt að stinga upp kálgarðinn og bera áburð og eftir atvikum kalk á gras og tré. Sjálfsagt að nota lífrænan áburð eftir því sem tök eru á, þör- ungamjöl til dæmis, tað eða moltu. Svo eru til áburðartegundir eins og blákorn sem nota má á flestan gróður. Leiðbeiningar um notkun eru á flestum pokum sem fást í verslunum,“ segir Steinn. „Ef fólk ætlar að færa tré eða fjölærar plöntur þá er um að gera að færa þær um leið og frost fer úr jörðu. Að vísu er líka hægt að gera það að hausti eftir lauffall.“ Ætli fólk sér að gróðursetja tré segir Steinn gott að hafa í huga hæð og umfang trjáa þegar fram líða stundir. „Vandlega þarf að hugleiða tegundaval bæði í sumarbústaðalönd og í heimagarða. Fólk er farið að átta sig á því hvað sum tré geta orðið ofboðslega stór og mikil. núorðið er til- hneiging til að velja nettari tré í heimagarða en áður var. Íslenska birkið er auðvitað sígilt og má nota bæði stakt og í limgerði. Íslenski reyniviðurinn er líka sígildur.“ Tískustraumar Spurður út í hvort hann hafi tekið eft- ir einhverjum tísku- straumum í görðum landsmanna segir Steinn: „Það varð spreng- ing í smíði á sólpöllunum meðan Covid gekk yfir. Það er mikil stemning fyrir því að njóta lífsins í skjóli í garðinum þar sem fjöl- skyldan kemur saman, færa í rauninni heim- ilið út í garðinn. Áherslan er á gæðastað fyr- ir fjölskylduna en minni á viðhaldsfreka skrautgarða. Grænmetis- og krydd- jurtaræktun hefur líka farið vaxandi.“ Þá segir hann vistvæna ræktun vera orðna meira áberandi en áður. „Það var viðtekin venja fyrir 30 árum að eitra í görðum en nú heyrir það til undantekninga. Umhverfismálin eru vaxandi undiralda í garðrækt.“ Að mörgu er að huga þeg- ar ráðast á í trjáklippingar að vori enda gilda ólíkar reglur um ólíkar tegundir. Steinn hefur skrifað tvær bækur um garðyrkju, önnur ber titilinn Garð- verkin en hin kallast Trjáklippingar. Þar er að finna mikinn fróðleik og góðar skýringarmyndir um hvernig skal bera sig að við klippingarnar. Það getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í garðyrkju að hafa þessi rit við hönd- ina. Þá er um að gera að leita aðstoðar fagmanna séu menn í vafa um eitt- hvað sem við kemur garðverkunum. Í flestum garðyrkjuverslunum starfa fagmenn sem veita góðar upplýsingar. Þá má að sjálfsögðu leita til Félags skrúðgarðyrkjumeistara og Félags landslagsarkitekta. Þar getur fólk treyst því að fá fagmenn í vinnu. Frekari fróðleikur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.