Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 20
V
inirnir Halldór Laxness Hall-
dórsson, öðru nafni Dóri
DNA, og meistarakokk-
urinn hjá Dilli, Gunnar Karl Gísla-
son, tóku höndum saman og héldu
veislur í öllum landshlutum. Í leið-
inni hittu þeir fólkið sem veiðir fisk-
inn, plantar fræjunum og tínir góð-
gæti úr náttúrunni.
Óður til fólksins
„Ég vann að bókinni North fyrir
nokkrum árum og þættirnar eru
svolítið í ætt við hana. Sú bók er í
raun matreiðslubók með réttum frá
Dillinu en númer eitt, tvö og þrjú er
hún óður til fólksins sem býr til
hráefnin sem ég nota. Þegar ég fór
af stað að leita að nýjum íslenskum
hráefnum, kynntist ég svo mörgu
flottu fólki sem nefndi að margt af
því sem það var að gera var að
deyja út. Þess vegna langaði mig að
gera bókina og þættirnar voru
hugsaðir svipað; að hitta fólk sem
væri að gera frábæran mat eða
drykki. Í leiðinni skelltum við svo í
veislur,“ segir Gunnar og segir að
tilvalið hafi verið að hafa vin sinn
Dóra með. Honum hafði hann
kynnst í gegnum víninnflutnings-
fyrirtæki hans en Gunnar kaupir af
Dóra náttúruvín og með þeim tókst
góður vinskapur.
„Okkur fannst vel við hæfi að við
færum saman í þetta félagarnir, í
samstarfi við framleiðendurna. Það
var Kristinn Vilbergsson sem var
kannski driffjöðurin í þessu öllu
saman,“ segir Gunnar, en þess má
geta að aðrir framleiðendur eru
Lilja Jóns og Hannes Þór Arason.
Þættirnar segir Gunnar að séu
fyrir alla, ekki bara fyrir fólk sem
hefur gaman af mat.
„Þetta eru í rauninni ekki mat-
reiðsluþættir. Þetta er frekar
skemmtiþáttur með matarívafi og
áhugaverðu fólki. Og smá veisla.“
Gamlir og nýir vinir
Lagt var í hann í fyrrasumar og lá
leiðin víða um land en þættirnir eru
fimm talsins og því var farið á fimm
staði.
„Við áttum alveg meiri háttar
sumar og ótrúlegt en satt fengum
við frábært veður á öllum stöðum.
Það var alltaf sól og blíða,“ segir
Gunnar.
„Það var ýmislegt skipulagt fyrir
fram, eins og hvaða fólk við mynd-
um hitta, en annað matartengt spil-
uðum við eftir eyranu. Við fórum
bara út í móa að tína jurtir og gerð-
um margt sem ákveðið var á staðn-
um,“ segir hann.
„Þættirnir voru teknir upp í
nokkrum ferðum en allt í allt vorum
við tvær vikur á ferðalagi. Við hitt-
um svo marga og langflesta hafði
ég hitt áður, fólk sem ég hef
kannski verið að versla við í gegn-
um árin. En svo hittum við líka nýtt
fólk sem við elduðum með. Þetta
var góð blanda af fólki, gömlum og
nýjum vinum,“ segir Gunnar og
segist aðspurður alls ekki geta gert
upp á milli staðanna sem heimsóttir
voru.
„Það var alveg sama hvert við
fórum; okkur var alls staðar svo vel
tekið og alltaf gaman.“
Dóri er mun fyndnari
Var eitthvað sem kom á óvart?
„Ekki beint, en mér fannst hins
vegar ótrúlega gaman að hitta konu
á Flateyri fyrir vestan sem eldaði
fyrir okkur paellu. Það var svo
skemmtilegt að standa og elda og
spjalla saman í kringum þessa
pönnu að það endaði með að ég
pantaði mér paellu-pönnu. Ég hafði
ekki áður eldað paellu,“ segir Gunn-
ar.
„Það var svo mikið efni tekið upp
að helsta vandamálið var að klippa
það niður í hálftíma langa þætti,“
segir Gunnar og segist aðeins hafa
þurft að venjast myndavélinni.
„Þá var nú gott að vera með snill-
ing eins og Dóra, það kjaftaði á
honum hver tuska.“
Er hann meiri sprelligosi en þú?
„Tja, það verður bara að koma í
ljós! En hann er mun fyndnari en
ég samt.“
Á Seyðisfirði
fengu Dóri og
Gunnar sér bita
á sushi-staðnum
Norð Austur.
Ljósmynd/Lilja Jóns
Dóri fékk sér vænan
vindil á meðan Gunnar
lét sér nægja bjór.
Ljósmynd/Lilja Jóns
Við smábátahöfnina í Borgarfirði eystri má finna Lundahótel sem þeir félagar heimsóttu í ferðinni.
Ljósmynd/Lilja Jóns
Ljósmynd/Julie Rowland
Veislur um
land allt
Veislan er nýr sjónvarpsþáttur sem fer í loftið
í dag sunnudag á Rúv. Gunnar Karl Gísla-
son, yfirkokkur á Dilli, og Dóri DNA ferð-
uðust vítt og breitt um landið í leit að
skemmtilegu fólki og góðum mat.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Gunnar leitar mik-
ið til náttúrunnar
eftir hráefnum.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
SJÓNVARP
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VATNSVÉLAR, KRANAR OG BRUNNAR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
SVALAÐU ÞORSTANUM
J Class Top
Lítil og nett vatnsvél
• Kalt vatn
• Sódavatn
• Vatn við stofuhita
Hi class Top 30
Falleg hönnun
• Kalt vatn
• Sódavatn
• Vatn við stofuhita
Pro Stream krani
• Hett vatn í t.d. te
• Kalt vatn
• Sódavatn
Vatnsbrunnar
Vandaðir stand-
eða veggbrunnar fyrir
mismunandi rými
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900