Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 28
TÓNLIST Kaliforníski rapparinn Kendrick
Lamar tilkynnti á mánudag að ný plata frá
honum væri væntanleg 13. maí. Á platan að
bera nafnið „Mr. Morale & The Big Steppers“.
Lamar setti á Twitter-reikninginn sinn at-
hugasemd frá aðdáanda, sem skrifaði í febr-
úar að Lamar væri „opinberlega sestur í helg-
an stein“. Færsluna tengdi hann við
heimasíðu sína og þar mátti lesa um nýju plöt-
una.
Lamar gaf út plötuna „DAMN“ árið 2017 og
hlaut fyrir hana ýmsar viðurkenningar. 2018
fékk hann síðan Pulitzer-verðlaunin í tón-
list fyrstur rappara.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
LESBÓK
PÖDDULÍF Skögulklóarþúsundfætlan Swift nefnist skor-
dýr, sem vísindamenn við háskólann Virginia Tech fundu í
Tennessee í Bandaríkjunum nýverið og er kennt við söng-
konuna Taylor Swift. Á latínu nefnist þúsundfætlan Nann-
aria swiftae og á ensku Swift Twisted-Claw Millipede.
Vísindamennirnir skrifuðu grein um dýrið. Einn höfund-
anna, Derek Hennen, gaf pöddunni nafnið. „Ég er mikill aðdá-
andi hennar tónlistar,“ skrifaði Hennen á
Twitter. „Þess vegna vildi ég veita
henni þessa viðurkenningu, með því
að nefna þessa nýju tegund frá Ten-
nessee eftir henni. Mikill heiður!“
Þúsundfætlan er um 22 sentimetrar
á lengd og ekki ólík ormi í lögun.
Nafna úr dýraríkinu
Taylor Swift
hefur hlotið
ýmsan heið-
ur um ævina. AFP/Angela Weiss
Kendrick Lamar á kreik á ný
Kendrick Lamar syngur í hálfleik á ofurskálinni í
Inglewood í Kaliforníu í febrúar.
AFP/Steph Chambers
Arcade Fire á sviðinu í Höllinni.
Eldur í æðum
TÓNLIST Síðasta plata hljómsveit-
arinnar Arcade Fire, Everything
Now, hlaut frekar dræmar und-
irtektir þegar hún kom út 2017, en
öllu meiri spenna ríkir í kringum
útgáfu nýrrar plötu, WE, sem vænt-
anleg er 6. maí.
Hljómsveitin var stofnuð í Mont-
real í Kanada árið 2001 með hjónin
Win Butler og Régine Chassagne í
broddi fylkingar.
Eitt lag af nýju plötunni er þegar
komið á streymisveitur og þykir
rýnum hún vera afturhvarf til upp-
runans, sem alls ekki beri að sýta.
Arcade Fire lék í Laugardalshöll
árið 2018 og fann Butler, meðan
hann dvaldi hér, körfuboltahópa til
að spila með sér til dundurs.
Borovsk, Rússlandi. AFP. | Vladimír
Ovtsjinnikov hefur áratugum sam-
an málað myndir á veggi í heimabæ
sínum suður af Moskvu, en eftir að
Rússar réðust inn í Úkraínu er list
hans ekki lengur vel séð.
„Þeir máluðu yfir það,“ sagði
Ovtsjinnikov þar sem hann hafði
staldrað við í yfirgefinni verslun við
akur nærri Borovsk þar sem hann
býr. Borovsk er um tíu þúsund
manna bær um tveggja klukku-
stundar akstur frá Moskvu.
Ovtsjinnikov er 84 ára verkfræð-
ingur á eftirlaunum. Hann hafði
málað bláan og gulan úkraínskan
fána á hlið verslunarinnar, en það
hafði verið málað yfir hann með
hvítri málningu. Hann dró fram
svartan blýant og byrjaði fumlaust
að teikna dúfu ofan á hvíta
málninguna þar til maður kom að
og hótaði að hringja á lögregluna.
Ovtsjinnikov sagðist þó ekki óttast
að halda áfram.
„Á mínum aldri er ég ekki
hræddur við neitt,“ sagði hann í
viðtali heima hjá sér. „Ef einhver
kvartar vegna mín mun enginn líða
fyrir það.“
Frá því Rússar sendu herlið inn í
Úkraínu 24. febrúar hafa yfirvöld
reynt að kæfa öll ummerki and-
stöðu við það sem rússnesk stjórn-
völd kalla hina „sérstöku hernaðar-
aðgerð“.
Mörg þúsund mótmælendur hafa
verið hnepptir í varðhald, óháðum
Kona gengur fram hjá listaverki eftir
Ovtsjinnikov þar sem tvær konur
lyfta höndum með borða í hári í lit-
um fána Úkraínu og Rússlands.
Máluðu yfir
friðarmyndir
Friðarboðskapur er nú illa þokkaður í Rússlandi.
Vladimír Ovtsjinnikov hefur málað boðskap gegn
innrásinni á veggi í heimbæ sínum skammt frá
Moskvu og er jafnharðan málað yfir myndirnar.
Vladimír Ovtsjinni-
kov við veggmynd
eftir sig í Borovsk.
AFP
Um leið og skriðdrekarnir fóru inn í Úkraínu vissu kvikmyndagerð-
armennirnir Anna Sjisjova-Bógoljúbova og Dmítrí Bógoljúbov að
þeim yrði ekki vært lengur í Moskvu.
„Við vorum næst á listanum,“ sagði parið við AFP í viðtali, sem
var tekið í íbúð í Rehovot, kyrrlátum bæ í Ísrael, skammt suður af
Tel Aviv.
Bógoljúbov sagði að þeir sem væru komnir á
lista yfir „erlenda útsendara“ ættu yfir höfði sér
að búa við „sjálfsritskoðun, eða fyrr eða síðar
fangelsi“.
Hann gerði heimildarmyndina „Bær dýrðar“
árið 2019 með styrk frá Þýskalandi. Þar er
fjallað um það hvernig Vladimír Pútín, for-
seti Rússlands, notar vísanir til
stríðsins við Þýskaland nasismans
til að treysta ítök sín í þorpum
Rússlands. Í Moskvu eru allar
myndir, sem fengið hafa erlenda
styrki, taldar tortryggilegar.
„Við vorum næst á listanum“
Úr myndinni
Bær dýrðar.
- heimili, hönnun, tíska
og samkvæmislífið
Lífstílsvefurinn okkar
- fylgt landsmönnum í 10 ár
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Vertu með
á nótunum