Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Blaðsíða 2
Ertu tónlistarmaður?
Já, ég hef gert tónlist síðan í menntaskóla. Nú er ég
við nám í tónlist við háskóla í Berlín sem heitir Cata-
lyst en verð fyrir norðan að vinna í sumar sem bað-
vörður í sundlauginni.
Er ekki gaman í Berlín?
Það er brjálað partí og mikil tónlist.
Hvernig tónlist semur þú?
Þetta er mitt á milli R&B og popps. Ég spila á gítar
og syng og redda mér á önnur hljóðfæri ef ég þarf. Ég
gaf út plötu 2019 sem heitir Samband og svo hef ég gefið
út stök lög.
Hvert stefnirðu í framtíðinni?
Ég væri til í að starfa við sönginn og pródúseringu.
Hvaða tónleika ertu að fara að halda?
Tónleikarnir verða til styrktar Ljónshjarta og eiga að fara í
verkefnið Grípum Ljónshjartabörn. Ágóðinn fer í að greiða
sálfræðikostnað fyrir börn sem hafa misst foreldra. Þarna
verða hljómsveitirnar Karma Brigade og Demo, tónlist-
arkonan Mimra og svo ég. Ég vona að sem flestir komi og
eigi skemmtilega kvöldstund og láti um leið gott af sér
leiða.
Þú misstir sjálfur foreldra þína?
Já, þetta eru minningartónleikar þeim til heiðurs en í ár eru
tuttugu ár síðan þau létust ásamt bróður mínum í húsbruna
á Þingeyri. Ég var þriggja ára og man lítið eftir þessu.
Morgunblaðið/Hákon
ANTON LÍNI HREIÐARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fyrir Ljóns-
hjartabörn
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Ögmundur Jónasson samfélagsrýnir ritaði áhugaverða grein hér í
blaðið um liðna helgi, þar sem hann velti fyrir sér hvort snjallt yrði
að menn hættu að leggja nafn sitt við greinar sem þeir skrifuðu og
birtu opinberlega, þannig að lesendur ættu betra með að einbeita sér að mál-
efnunum. Sumsé fara í boltann en ekki manninn, svo við grípum til viðtek-
innar líkingar úr sparkheimum. Það er gömul saga og ný að lesendur sjái of-
sjónum yfir sumum skríbentum og skyrpi tannholdi og galli yfir blaðið sitt
eða tölvuskjáinn, jafnvel áður en þeir hafa lesið fyrstu setninguna í grein við-
komandi. Við þær aðstæður er ekki víst að upplýst umræða komist neitt
áleiðis. Hugmyndir Ögmundar kallast líka á við kenningar póstmódernista
um að höfundurinn sem fyrirbrigði sé löngu steindauður eins og Guð almátt-
ugur, Allah hinn mikli og þeir bræð-
ur allir. Ekkert verk verði m.ö.o. til
fyrr en í hugarheimi lesandans.
Fyrir utan hvað þetta er skemmti-
leg pæling hjá ráðherranum fyrrver-
andi þá er ég ekki frá því að í þessu
liggi bullandi sóknarfæri fyrir mitt
gamla blað. Öll vitum við nefnilega
að keppni er eitt göfugasta form
mannlegra samskipta og spurninga-
leikir, ekki síst í fjölmiðlum, löngu
teknir við sem þjóðaríþrótt okkar Ís-
lendinga af sjálfri landsglímunni.
„Hvað er maðurinn að fara?“
hugsar þú nú ábyggilega lesandi
góður, hristir höfuðið og sýpur á rjúkandi heitu morgunkaffinu. Jú, ég er að
tala um keppni í anda söngvaþáttarins The Voice, sem margir kannast við úr
sjónvarpi. Hann myndi þá væntanlega kallast The Pen, eða bara Penninn.
Það má alveg enn þá notast við íslensku, er það ekki? Hópur skeleggra sam-
félagsrýna, umdeildra og minna umdeildra, yrði fenginn til að skrifa greinar
og senda nafnlaust inn til blaðsins og fagleg dómnefnd skipuð til að leggja
mat á gæði þeirra og erindi, áður en lesendur myndu svo greiða atkvæði um
það hvaða greinar kæmust áfram og hvaða greinar yrðu sendar heim. Um
leið og grein væri send heim yrði afhjúpað hver hélt á pennanum. Sá hinn
sami gæti þá annaðhvort hætt skrifum um aldur og ævi eða gyrt sig í brók og
freistað þess að bæta ráð sitt og ná aftur eyrum alþýðu manna.
Dómnefnd yrði skipuð á breiðum grunni og án þess að ég ætli að skipta
mér af því þá detta mér í hug Ívar Páll Jónsson skrifstofumaður – hann er
glöggskyggn á mannlegt eðli – og Kolbrún Bergþórsdóttir – er hún ekki
komin í stjórnarandstöðu á Fréttablaðinu og tilbúin að koma aftur í Móana?
Formaður dómnefndar yrði svo okkar best klæddi maður, Árni Matthíasson.
Ég veit ekki um ykkur en ég sé þessa veislu hreinlega ekki klikka!
Er hver?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Hugmyndir Ög-
mundar kallast líka á
við kenningar póstmód-
ernista um að höfund-
urinn sem fyrirbrigði sé
löngu steindauður.
Ragnheiður Milla
Bergsveinsdóttir
Ekki alltaf, ekki þegar ég mæti á
morgunæfingar í sundi.
SPURNING
DAGSINS
Sefur þú út
um helgar?
Kristoffer Brange
Nei, alls ekki. Ég vakna klukkan
átta.
Berta Eyfjörð
Til níu kannski.
Rúrik Einar Guðnason
Já, ég vakna níu um helgar en
klukkan átta á virkum dögum.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Sunnudaginn 29. maí klukkan 20 verða minningartónleikar í Bæjar-
bíói til styrktar samtökunum Ljónshjarta. Anton Líni Hreiðarsson
kemur þar fram ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Miðar fást á tix.is.