Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Page 8
STÚDENTAR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 Á Laufásvegi stendur hvítt stein- hús sem hefur þá sérstöðu að hafa tilheyrt sömu fjölskyldu síðan það var byggt árið 1929. Það var Ásmundur Guð- mundsson dósent, síðar biskup, sem byggði það ásamt föðurbróður sínum, Magnúsi Helgasyni skólastjóra Kennaraskólans. Magnús var barnlaus, en Ásmundur átti stóra fjölskyldu. Síðar bjó þar einn sona hans, Tryggvi Ásmundsson læknir. Þar næst tók dóttir Tryggva við húsinu, en þar býr hún nú ásamt manni og börnum, þar á meðal nýstúdentinum og nafna föður hennar. Tryggvi yngri er því af fjórðu kynslóðinni sem býr í þessu fallega húsi. Tilefni heim- sóknar blaðamanns er að spjalla við þá nafna, en Tryggvi eldri er einmitt 65 ára stúdent í ár, en báðir eru þeir stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Stúdents- veislur Tryggvanna tveggja eru því haldnar á nákvæmlega sama stað, í sömu stofu, með 65 ára millibili. Stórir draumar klíkunnar Það er ekki úr vegi að byrja á að rifja upp minningar menntaskólaáranna og bera sam- an bækurnar. Tryggvi eldri hefur fyrstur orðið. „Þegar ég var í MR skiptust nemendur í tvö horn; þeim sem fannst óskaplega gaman í skól- anum og hinum sem fannst hræðilega leið- inlegt. Ég var svo heppinn að mér fannst óskaplega gaman. Það byggðist á því að ég var í klíku. Við vorum fimm saman og það var allt- af skemmtilegt hjá okkur,“ segir Tryggvi en hann var í stærðfræðideild. Á þeim tíma voru deildirnar tvær; máladeild og stærðfræðideild. Tryggvi, sem lagði svo fyrir sig lungnalækn- ingar, segist alls ekki hafa ætlað sér að verða læknir, en vinahópurinn hafði áhrif á valið. „Við fimm ákváðum að enginn okkar ætti að fara í sama fag. Við ætluðum okkur stóra hluti og yrðum því að mennta okkur á breiðu sviði. Framan af átti ég að verða verkfræðingur og annar vinur minn læknir. Síðan snerist það við því hann var kominn með kærustu og okkur þótti sýnt að hann myndi þurfa að fara að stofna heimili. Þess vegna snérum við þessu við í sjötta bekk; ég yrði læknir en hann verk- fræðingur,“ segir hann og þetta voru því sam- antekin ráð. „Hinir stóðu allir við sitt. Einn varð guð- fræðingur, annar lögfræðingur, sá þriðji arki- tekt, fjórði verkfræðingur og ég læknir.“ segir hann. Vinirnir héldu góðu sambandi alla ævi, en þrír þeirra eru nú látnir. „Vinskapurinn hófst áður en við fórum í MR. Guðmund Kristin Guðmundsson þekkti ég frá fæðingu og man ekki eftir mér öðru vísi en við værum vinir. Á Fjólugötu bjó Ólafur B. Thors, en við Guðmundur hittum hann í Ís- aksskóla. Leikfélagi hans var Þórður Þorbjarnarson og við kynntumst honum í barnaskóla. Í gagnfræðaskóla bættist við Björn Björnsson, en þeir Guðmundur Kr. höfðu kynnst í barnaskóla. Í landsprófi vorum við orðnir óaðskiljanlegir og vinskapurinn entist ævilangt.“ Datt ekki í hug að drekka áfengi Fannst þér námið í MR erfitt? „Nei, ekki svoleiðis, en þetta var heilmikil vinna. Enginn okkar vinanna var nokkurn tíma í fallhættu og við tókum allir góð stúdentspróf. Við Þórður lásum saman stærð- fræði, en hinir voru í máladeild. Félagslífið var mjög gott og Óli var inspector,“ segir Tryggvi og segir þá félaga auðvitað hafa átt marga fleiri vini í skólanum. „En við tókum engan inn í klíkuna,“ segir hann og hlær. Tryggvi segir þá alla hafa verið mikla reglu- menn. „Ég var nú ekki duglegur að stunda menntaskólaböllin, enda lítill dansmaður. Enginn okkar smakkaði vín fyrr en eftir stúd- entspróf og ég hef sagt mínum barnabörnum að halda þeirri reglu. Sumir sögðu nú eftir á að við hefðum bætt okkur það upp seinna en ég vil nú helst ekki taka undir það,“ segir Tryggvi kíminn. „Við höfðum óskaplega gaman af lífinu og þurftum ekkert áfengi. Okkur datt það ekk- ert í hug,“ segir Tryggvi og segir engan nema Þórð hafa náð sér í kærustu á þessum árum. Útskriftarhópurinn 1957 var mun minni en nú. „Við vorum nákvæmlega hundrað sem urð- um stúdentar saman,“ segir Tryggvi, en börn- in hans eru þrjú og fóru tvö þeirra í Mennta- skólann í Reykjavík. „Sigrún mamma hans var svolítið erfið,“ segir hann í gríni og á við dóttur sína, móður nýstúdentsins. Tryggvi Ásmundur fékk mörg góð ráð frá afa sínum og nafna, Tryggva Ásmundssyni, á menntaskólaárunum. Morgunblaðið/Ásdís Stúdent 65 árum á eftir afa Tryggvi Ásmundsson læknir og Tryggvi Ásmundur Briem eru báðir stúdentar frá MR þó 65 ár séu á milli útskrifta. Tryggvi eldri hefur aðstoðað nýstúdentinn í námi og gefið honum mörg heillaráð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við fimm ákváðum að enginn okkar ætti að fara í sama fag. Við ætluðum okkur stóra hluti og yrðum því að mennta okkur á breiðu sviði. Framan af átti ég að verða verkfræðingur og annar vinur minn læknir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.