Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 19
stað meiri breytingar á bílamark-
aðinum á þessum áratug heldur en
við höfum séð á síðustu 100 árum.
Þetta á ekki bara við um nýja fram-
leiðendur heldur líka er viðkemur
tækni og orkugjöfum. Við hér á Ís-
landi stöndum náttúrulega mjög
framarlega þegar það kemur að orku-
skiptunum en einungis Noregur er
kominn lengra á veg en við. Síðan
verður spennandi að sjá þróunina á
annarri tækni á borð við nettengda
bíla og aukinni sjálfkeyrandi tækni.“
„Þetta er í raun ekkert flók-
ið“
— Kvíði yfir því hve langt maður mun
ná á hleðslunni, er það sem oftast bar
á góma þegar fyrstu Nissan LEAF-
bílarnir komu á markað hér (með 24
kWh rafhlöðu, ef ég man rétt). Er
fólk almennt hætt að hafa áhyggjur
af slíku?
„Við grínumst stundum með það að
drægnikvíði hafi verið landlægur
kvilli fyrir nokkrum árum en hann er
nú næstum úr sögunni. Það munaði
mikið um það að 40 kWh rafhlöð-
urnar komu og núna eru margir bílar
komnir með 60-70 kWh rafhlöður og
á sama tíma hefur hleðsluhraði aukist
mikið, bæði í bílunum sjálfum sem og
öflugri hraðhleðslustöðvar eru komn-
ar upp. Þegar fólk tekur skrefið yfir í
hreinan rafbíl þá krefst það auðvitað
þess að það getur þurft að skipu-
leggja lengri ferðalög betur en fólk er
nú almennt fljótt að komast uppá lag-
ið með það og sér að þetta er í raun
ekkert flókið.“
— Kramið í rafbílum er mun ein-
faldara en í bílum með sprengihreyfil,
en þeir eru miklu þyngri. Fylgja því
einhver sérstök vandamál?
„Þyngri bílar slíta að sjálfsögðu
dekkjum hraðar en þeir léttari, það
segir sig sjálft. Aðalatriðið er bara að
velja sér góð dekk og síðan er aukin
drægni á sumardekkjum en vetr-
ardekkjum þannig að það getur borg-
að sig að hafa sitthvorn ganginn uppá
sumarferðalögin innanlands.“
Snýst bara um að stinga í
samband
— Verð á bílum er eðlilega misjafn
eftir íburði og markaðssetningu (sum
merki eru dýrari af því þau eru dýr-
ari), en hvað með rafhlöðurnar og
tæknina í kringum þær; er mikill
munur á kraminu tæknilega (hitari /
kæling, hleðsluhraði o.s.frv.)?
„Það eru flestar rafhlöður í dag
með hitastýringu sem er annaðhvort
stýrt með loft- eða vökvatækni. Síðan
getur verið mismunandi efna-
samsetning í rafhlöðunum sem getur
haft áhrif á drægni og hleðsluhraða í
hita eða kulda. Varðandi hleðsluhraða
þá er það mjög mismunandi. Í heima-
hleðslu er til að mynda algengt að
hleðsluhraði sé á bilinu 6,6 kW til 22
kW, en það er háð þeim straumbreyti
sem er innbyggður í bílunum og einn-
ig því hvort hleðslustöð sé tengd eins
eða þriggja fasa rafmagni. Ástæðan
fyrir því að það þarf straumbreyti í
bílana er að rafhlöðurnar eru alltaf
með jafnstraum (DC) en rafmagns-
kerfið okkar er með riðstraum (AC).
Þegar það kemur að hraðhleðslu þá
er þessi straumbreytir (AC/DC) í
stöðinni sjálfri og hleðslunetið okkar
samanstendur af 50 kW, 150 kW og
350 kW stöðvum. Þegar hlaðið er í
hraðhleðslustöð þá fer rafmagnið
beint inn á rafhlöðu bílsins og inn-
byggði straumbreytir bílsins er því
ekki flöskuhálsinn í því ferli og
hleðsluhraðinn er því mun meiri.
Hraðhleðslugeta bíla er hins vegar
mismunandi og getur verið frá 50 kW
uppí 250 kW þannig að flöskuhálsinn í
hraðhleðslunni getur því annaðhvort
verið bíllinn eða hleðslustöðin sjálf.
Einnig hafa ytri aðstæður á borð við
útihitastig áhrif á hleðsluhraðann.
Þetta getur hljómað mjög flókið en í
raun snýst þetta bara um að stinga í
samband og njóta þess að vera á raf-
bíl.“
Mælir hiklaust með
heimahleðslustöð
— Þú ert á á rafbíl: Hvernig hefur
hleðslan reynst á honum í mesta vetr-
arkulda?
„Ég hef verið með rafbíl á heim-
ilinu síðastliðin sex ár og það hefur
aldrei verið vesen. Auðvitað er eyðsl-
an meiri á veturna þar sem meiri
orka fer í að halda bílnum heitum sem
og að akstursaðstæður eru mun
meira krefjandi og það getur munað
svona 20-30% yfir köldustu mán-
uðina. Kosturinn við það að hafa upp-
hitaðan bíl og þurfa aldrei að skafa á
morgnana vegur aftur á móti mun
þyngra en smá tap á drægni.“
— Þegar bílar eru farnir að draga
4-500 kílómetra á hleðslu, þarf vænt-
anlega ekki að hlaða þá nema tvisvar
til þrisvar á mánuði miðað við með-
alakstur. Er hleðslustöðvanetið orðið
það gott að maður ætti að hætta að
hugsa um heimastöð?
„Ég myndi hiklaust mæla með
heimahleðslustöð þar sem það er ekki
bara svo miklu þægilegra heldur er
alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.
Almenningshleðslustöðvar eru hins
vegar nauðsynlegar og án þeirra
munu orkuskiptin ekki ganga upp þar
sem við Íslendingar erum töluvert á
ferðinni og svo mun bílaleiguflotinn
rafvæðast á næstu árum og ekki hleð-
ur ferðamaðurinn heima hjá sér.“
Innviðir í aðalhlutverki
Verð á rafbílum og þjónusta við þá
skipta máli, en einna mestu þó að inn-
viðir séu í lagi: að hægt sé að hlaða
bílana, og þá á sem skemmstum tíma,
hvert sem langförull ratar.
Guðjón Hugberg Björnsson,
tæknistjóri hlaða hjá ON, Orku nátt-
úrunnar, segir vel gangi að koma upp
hleðslustöðvum um land allt þar sem
ON sé með samning um uppsetningu,
„nema á Reykjanesi þar sem allt hef-
ur verið stopp í á annað ár vegna þess
að erfitt hefur verið að ákveða hvern-
ig þessum málum er best háttað á
svæðinu. Sveitarfélögin eru komin
mislangt í þessum efnum en þau eiga
það flest sameiginlegt að vera mjög
áhugasöm um að gera það sem þau
geta til að flýta fyrir orkuskiptum.
Hverfahleðslur ON hafa fengið ótrú-
lega góðar viðtökur en þær eru víða í
Garðabæ, Reykjavík og núna í Mos-
fellsbæ.“
Mikill meðbyr með
orkuskiptum
Sigurður Ástgeirsson fram-
kvæmdastjóri Ísorku segir að það
gangi líka vel að koma upp stöðvum
Ísorku um land allt og að fyrirtækið
finni fyrir uppsafnaðri spennu eftir
COVID, bæði í að setja upp stöðvar
sem og að framleiða þær. „Sumir
framleiðendur glíma við hrávöru-
skort á meðan aðrir hafa hreinlega
ekki undan. En allt er þetta á réttri
leið enda mikill meðbyr með orku-
skiptum hér á landi sem og erlendis.“
Hann segir að sé litið til sveitarfélaga
þá hafi Reykjavíkurborg staðið sig
vel í að styrkja fjöleignarhús og koma
upp hleðslustöðvum fyrir þá sem ekki
hafa tryggan aðgang að hleðslu
heima. „Hafn-
arfjörður hefur
líka sett upp
hraðhleðslustöð
og hæghleðslu-
stöðvar með
miklum sóma,
Vestmanna-
eyjar hafa
sömuleiðis stutt við innviði með upp-
setningu á hleðslustöðvum og önnur
sveitarfélög hafa einnig lagt hönd á
plóg. Síðan er alltaf spurning hvert
hlutverk sveitarfélaga sé á þessum
markaði. Við trúum mikið á einka-
framtakið og að þjónusta á hleðslu-
stöðvum sé á samkeppnismarkaði.“
Þeir telja báðir að ekki sé langt í
land með að samfélagið sé fyllilega
rafbílavætt. Sigurður segist sjá það
fyrir sér að á næstu þrem árum eða
svo verði smærri fólksbílar og bíll
númer tvö á heimili almennt rafbílar
og einnig hafi áhugi fyrirtækja á raf-
bílum aukist til muna í takti við hag-
kvæmni í framleiðslu og bættum inn-
viðum. „Í dag er mikill fókus settur á
þá bíla sem einfalt er að skipta yfir á
rafmagn. Hinir munu fylgja hratt á
eftir. Þeir sem eru með sérþarfir
verða því að halda í sér andanum og
bíða smá í stað þess að tala niður raf-
bíla af því að þeir henta þeim ekki.
Með tilkomu markmiða sumra Evr-
ópuríkja með að banna nýskráningu
fólksbíla á bensín og dísil 2025 er ljóst
að þetta gerist mjög hratt. Hraðar en
margir þora að trúa.“
Allir annaðhvort búnir eða á
leiðinni að fá sér rafbíl
„Umræðan er sem betur fer hætt að
snúast um það hvort rafbílar séu fram-
tíðin eða ekki,“ segir Guðjón. „Við fáum
ekki betur séð en að það séu allir ann-
aðhvort búnir eða á leiðinni að fá sér
rafbíl. Hversu langan tíma það tekur
að samfélagið verði fyllilega rafbíla-
vætt fer mikið eftir áframhaldandi
stuðningi ríkisins að mínu mati. Það að
kaupa sér bíl hvort sem það er rafbíll
eða ekki er kostnaðarsöm fjárfesting.
Ef ríkið fer að setja miklar álögur á
rafbíla þá mun það alltaf hægja á raf-
bílavæðingu og þá sjálfkrafa á upp-
byggingu innviða en mér finnst frekar
ólíklegt að þróunin muni eitthvað
stoppa núna.“
Eins og fram kemur fyrir ofan þá
hafa rafhlöður í rafbíla stækkað umtals-
vert á síðustu árum og svo komið að
bílar eru margir farnir að draga 300-
500 kílómetra á hleðslunni. Brynjar
Elefsen Óskarsson mælir eindregið
með heimahleðslustöð og þeir Sigurður
og Guðjón taka í sama streng. „Það er
mín skoðun að heimahleðslan sé það
þægileg að ég mun aldrei vilja neitt
annað,“ segir Guðjón og bætir við að Ís-
landi sé mun ódýrara að koma upp
hleðslustöðvum heima hjá flestum og
nýta þá hraðhleðslur þegar fara á
lengri ferðir eða þegar meiri notkun
var á bílnum en gert var ráð fyrir þann
daginn. „Þar sem innviðir fyrir heima-
hleðslu eru mjög kostnaðarsamir eða
þar sem notendur eiga ekki stæði er
hagkvæmast að byggja upp innviði eins
og hverfahleðslur sem ON og fleiri hafa
byggt upp með sveitarfélögum og fyr-
irtækjum.“
Þeir sem geta hlaðið heima
munu ávallt kjósa það
„Það er alveg ljóst að þeir sem geta
hlaðið heima munu ávallt kjósa það
fremur en að hlaða á almennum
hleðslustöðvum,“ segir Sigurður. „Á
móti þá tel ég að með þróun meiri
hleðsluhraða á hraðhleðslu þá mun-
um við sjá bíla með minni drægni.
Margir sem aka rafbíl og hlaða heima
átta sig fljótlega á því að þeir þurfa
einungis 500 km drægni 1–2% af
árinu. Eftir nokk-
ur ár þegar inn-
viðir hafa stækk-
að og meiri
hleðsluhraði kem-
ur þá er líklegt að
fólk kjósi að spara
í bílakaupum. Þá
munu eflaust
margir kjósa 200-300 km drægni og
meiri hleðsluhraða á hraðhleðslu fyr-
ir þessi 10% á árinu sem þeir reyna á
þolmörk drægninnar.
Þetta á sérstaklega við þá sem eru
að endurnýja rafbílinn sinn eftir 2 – 3
ár. Þeir koma þá reynslunni ríkari og
vita betur hvað hentar þeim. Margir
munu kjósa mikla drægni og greiða
því meira fyrir stóra rafhlöðu, aðrir
munu velja minni rafhlöðu út frá
reynslu og hvað hentar þeim.“
Best að velja skalanlegt kerfi
Aðspurður um að hverju þurfi að
hyggja ef fólk ætli að koma sér upp
hleðslustöð heima segist Sigurður
mæla með því að fólk hafi allt á einni
hendi, hleðslustöðina og uppsetn-
inguna. „Með því eru litlar líkur á því
að viðskiptavinur lendi á milli aðila ef
það koma upp vandamál. Við höfum
séð mörg dæmi þar sem rafbílaeig-
andi getur ekki hlaðið og sá sem seldi
stöðina bendir á þann sem setti stöð-
ina upp, sem bendir svo aftur á stöð-
ina eða bílinn.
Á sama tíma er mikilvægt að vera
með rafvirkja sem hefur löggildingu og
þekkingu á uppsetningu á hleðslu-
stöðvum. Það er ekki alltaf best að tala
við vin sinn og láta hann redda því.
Fólk er að kaupa bíla fyrir milljónir,
ekki spara í uppsetningunni. Á sama
tíma fá einstaklingar allan VSK af upp-
setningu og hleðslustöð og því engin
ástæða að styðja við svarta hagkerfið.“
Guðjón segist ráðleggja öllum sem
hyggist koma sér upp hleðslustöð
heima að hugsa kerfin til framtíðar og
þá sérstaklega í fjölbýlishúsum. „Það
er nauðsynlegt að kerfin ráði við
álagsstýringu til að deila því afli sem
er til staðar og það sé gert á sem
skynsamastan hátt. Það er best að
leita tilboða hjá sem flestum og velja
kerfi sem er skalanlegt til framtíðar.“
Colorbox
’
Ekki spurning, það
munu eiga sér stað
meiri breytingar á bíla-
markaðinum á þessum
áratug heldur en við höfum
séð á síðustu 100 árum.
29.5. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19