Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Qupperneq 20
Bubbi Morthens er þekktur fyr-
ir tónlist sína og textasmíð,
en líka fyrir veiði- og bíla-
dellu. Undanfarna áratugi hefur
hann verið jeppakall og þá eðlilega á
jeppum með sprengihreyfil, dísil eða
bensín, enda ekki annað í boði. Þeg-
ar bílaframleiðandinn Jaguar kynnti
sinn fyrsta rafbíl var Bubbi ekki
lengi að skipta og ekur nú á Jaguar
I-Pace.
Í upphafi spjalls okkar rifjar hann
upp að Agnar Agnarsson vinur hans
hafi flutt inn fyrsta alvörurafbílinn á
Íslandi. „1981 eða 1982 var hann að
segja að rafmagnsbílar væru fram-
tíðin og ég man að ég hugsaði: þetta
er bara rugl, hann er geggjaður,“
segir Bubbi, en það sé löngu ljóst að
Agnar hafði rétt fyrir sér.
Loftslagsváin ofarlega
í huga
Bubbi segir að loftslagsváin hafi ver-
ið sér ofarlega í huga varðandi það
að fara í rafmagnið, enda trúi hann
því að hlýnun jarðar sé staðreynd,
rétt eins og það að jörðin sé hnöttótt,
en ekki flöt. „Þegar við bjuggum í
Kjósinni voru aftur á móti ekki
komnir bílar sem drógu nógu langt,
en mér fannst það hlyti koma að því
að búinn yrði til bíll sem dregur
meira en 300 kílómetra. Þegar Niss-
an LEAF kom skoðaði ég þann bíl
vel og fór að lesa mér til og svo kom
Tesla sem var bylting í umræðunni
og sannfærði fólk um að rafmagns-
bílar væru raunhæfur kostur.“
Bubbi segir að þau hjónin hafi
fengið sér tengiltvinnbíl til að byrja
með sem hefði dugað úr Kjósinni
langleiðina niður í Mosfellsbæ og
þar gat hann hlaðið hann og keyrt
heim. „Ég var svo kominn á Volvo-
jeppa en var búinn að ákveða að þeg-
ar við flyttum í bæinn myndum við
fá okkur 100% rafmagnsbíl. Ég
skoðaði svo nokkra rafmagnsbíla og
prófaði meðal annars Teslu sem er
alveg ágæt sem slík; það er ýmislegt
í Teslunni sem mér fannst flott og
ýmislegt sem mér fannst ekki gott.
Sérstaklega fannst mér mörgu
ábótavant í innréttingu og hönnun.
Alltaf elskað Jagúar
Svo sá ég á netinu að Jagúar væri að
fara að framleiða rafmagnsbíl, en ég
hef alltaf elskað Jagúar, enda bíla-
dellukarl. Þegar I-Pace kom á mark-
að og rakaði að sér verðlaunum sá ég
að þetta væri bíll sem ég þyrfti að
skoða. Útlitið á honum var dálítið
djarft, eins og Tysonbölkaður bíll, en
að sama skapi mjög breiður. Þetta
er kappakstursbíll ef þú vilt hafa
það, langt yfir 400 hestöfl, en svo er
hann með stillingar sem gera að
verkum að þú getur aðlagað bílinn
þínum akstursvenjum.
Þetta er fyrst og fremst lúxus,
hann er svo vel hannaður að innan-
verðu. Skjárinn er til dæmis ekki of
stór, hann ræðst ekki inn í augna-
sviðið, eins og í sumum rafbílum.
Hann er það passlegur að hann
hentar öllum aðgerðum og svo er
maður líka með takka sem mér
finnst rosalega þægilegt því þegar
maður er að ýta á snertiskjáinn þá
þarf oft að taka augun af veginum.
Hann er líka með fínar lausnir í stýr-
inu.“
Skilar sér rækilega í
heimilisbókhaldinu
Eins og flestir vita eflaust þá dregur
úr drægni rafbíla í köldu veðri, en
Bubbi segir það hafa komið sér á
óvart hve minnkunin sé lítil í raun.
„Ég er með hann úti allt árið og yfir
sumartímann er hann í svona 440-
450 kílómetra hleðslu í innanbæj-
arakstri. Í vetur var ég með hann í
þetta 405-420, hann fór ekki lengra
niður. Mér fannst þetta eiginlega
lygilegt.“
Eldsneytiskostnaður er snar þátt-
ur í kostnaðinum af því að eiga bíl og
Bubbi segir að það að hafa rafbíla-
væðst skili sér rækilega í heimilis-
bókhaldinu. Annað viðhald sé líka
mun minna, hann fer sjaldnar með
bílinn í þjónustuskoðun og hver
skoðun sé líka ódýrari, alla jafna
þurfi ekki nema að kíkja á tölvuna,
og fínstilla stundum. Svo þarf nátt-
úrlega að fara yfir bremsur og önnur
öryggisatriði.
Mikil upplifun að skipta úr
bensíni og dísil í rafmagn
„Það er mikil upplifun að skipta úr
bensín- og dísilbíl í rafmagn – mun-
urinn að keyra rafmagnsbíl og bens-
ínbíl er svipuð upplifun eins og þeg-
ar langafi okkar og langamma fengu
gúmmískó í fyrsta skipti, þetta er
álíka bylting og að fara úr skinn-
skónum.
Eitt það fyrsta sem maður tekur
eftir eru hljóðgæðin. Jagúarinn er
svo vel einangraður að maður upp-
lifir að vera nánast í algerri kyrrð. Á
móti kemur að maður þarf að vera
meira á vaktinni gagnvart fólki, vera
mjög fókuseraður niðri í miðbæ til
dæmis, vera meðvitaður um það að
fólk heyrir ekki í bílnum. Það er
hægt að setja hljóð á hann, en það er
svo hræðilegt að ég held að fólk
myndi deyja ef það heyrði það. Það
er líka hægt að velja hljóð inni, mað-
ur getur verið með formúluhljóð
þegar honum er gefið inn og alls
konar, en ég hef hann alveg hljóð-
lausan. Ég set hins vegar á svona
geimveruhljóð þegar ég er niðri í
bæ.
Ég hvet alla sem eru á bíl yfirleitt
til þess að fara annaðhvort beint í
rafmagnið eða fara í tengiltvinnbíl
og upplifa að þetta er raunverulegt
og það er engin ástæða lengur til að
segja nei. Fyrir utan það hvað það er
gaman að keyra rafmagnsbíl.
Það sem ég er hins vegar rosalega
hissa yfir er að þrátt fyrir að það sé
sannarlega verið að gera sitthvað
skuli ríkisstjórn Íslands og ráða-
menn ekki hafa sett meiri kraft í
hleðslukerfið. Það er glatað að það
sé ekki komið net af hleðslustöðvum
í kringum landið svo enginn þurfi að
hafa áhyggjur. Það ættu að vera
hraðhleðslustöðvar á öllum helstu
póstum og ekki tvær, ekki þrjár
heldur tíu. Mér finnst að það eigi að
að taka af skarið og segja að fram að
orkuskiptum munum við fella niður
virðisaukaskatt og innflutningsgjöld
af rafmagnsbifreiðum.“
Álíka bylting og að fara úr skinnskónum
Þegar vinur Bubba
Morthens flutti inn raf-
magnsbíl fyrir fjörutíu
árum hafði hann enga
trú á að rafbílar væru
framtíðin, en ekur nú
um á „Tysonbölk-
uðum“ Jaguar I-Pace.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bubbi Morthens féll fyrir
Jaguar I-Pace sem hann
segir fyrst og fremst lúxus.
’
1981 eða 1982 var
Agnar Agnarsson
vinur minn að segja að
rafmagnsbílar væru
framtíðin og ég man að ég
hugsaði: þetta er bara
rugl, hann er geggjaður“
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022
BÍLAR
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12