Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 TÍMAVÉLIN Þ egar þú, lesandi góður, verð- ur kominn inn í frásögnina hér að neðan muntu ábyggilega spyrja þig hvort um rétt ártal sé að ræða, þannig að best er að taka bara skýrt fram strax hér í upphafi að atburðirnir sem hér er lýst áttu sér stað á því herrans ári 1952 en ekki 1252, þegar öld Sturlunga stóð sem hæst, eins og jafnvel mætti ætla. En alla vega. Aðfaranótt sunnu- dags seint í maí 1952 heimsótti hópur manna bæinn Skáldsstaði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Ruddust þeir, að því er fram kom á baksíðu Morgunblaðsins, inn í bæinn með ofbeldi og frömdu meiðingar á fólki. Fram kom að málið hefði verið kært til bæjar- fógetans á Akureyri og væri í rannsókn. Málsatvik voru þau að téða nótt komu fimm menn í bíl frá Akur- eyri fram að Skáldsstöðum. Meðal þeirra var Akureyringur sem við skulum kalla hér Brand. Barði hann að dyrum á Skáldsstöðum og hugðist tala við stúlku, er þar var til heimilis. Aðkomumenn voru, að bifreiðarstjóra undanteknum, nokkuð við skál. Bóndinn á Skáldsstöðum kom til dyra. Vildi hann ekkert hafa með aðkomumenn að sælda, vísaði þeim á brott og lokaði dyrum. Hugðist bera eld að húsum Fauk þá í Brand og bitnaði reiði hans á gluggarúðu á bænum. Kveikti hann síðan í bréfi og hugðist bera eld að húsum. Skarst þá bifreiðarstjórinn í leikinn og tókst að koma í veg fyrir slíkt gjörræði. Brandur barði nú aftur að dyr- um og birtist bóndi þar enn. Hóf- ust nú átök þeirra á milli og urðu þar sviptingar allsnarpar. Barst leikurinn inn í bæinn. Er þar var komið reyndi einn liðsmanna Brands að skakka leikinn, en fékk ekki að gert. Sviptingar þeirra Brands og bónda héldu áfram og er að rúmi einu í bænum kom hafði Brandur bónda undir. Í sama mund gekk stúlka sú, er Brandur vildi ná tali af, gegnum herbergið og inn í næsta. Sleppti Brandur þá bónda og hvarf á eftir stúlkunni. Vildi ná tali af henni og fá hana með sér. Neitaði stúlkan því með öllu. Bóndi flúði nú bæinn og hugðist leita mannhjálpar. Gamall maður, er á Skáldsstöðum var, tók þá að- komumenn tali, og vildi sefa þá og bauð þeim kaffi. Höfnuðu aðkomu- menn því, en buðu gamla mannin- um snafs í staðinn. Engum sögum fer af því hvort hann þáði það. Er hér var komið sögu sáu aðkomu- menn hóp manna nálgast og töldu vænlegast að hverfa á brott. Og lauk rimmunni þar með. Að endingu var tekið fram í fréttinni að frásögn þessi væri samhljóða frásögn fimmmenning- anna frá Akureyri. Lömbin lífguð við í eldhúsum Mikið gekk á þessa viku vorið 1952 en einnig var frá því greint á baksíðu Morgunblaðsins þennan sama dag að aðfaranótt þriðju- dagsins áður hefði ofsa norð- vestan og norðan krepjuhríð með mikilli snjókomu gengið yfir Vatnsdal. Veðurhæðin komst allt upp í 10 vindstig. Gil og lautir fylltust af snjó og fennti fé á ýmsum stöðum eða varð fast í sköflum. Miklir erfið- leikar voru að koma lambám í hús, þar sem lömbin urðu máttlaus af kulda og var lambadauði mikill. Það var lítið um svefn þessa nótt, þar sem hver verkfær maður var við björgunarstörf til morg- uns. Voru mörg lömbin vermd og lífguð í eldhúsunum af kvenfólk- inu, sem einnig tók virkan þátt í því starfi, sem þarna þurfti að vinna. Nokkur kaldhæðni í þeim gjörn- ingi enda hafa þau svo væntanlega síðar verið elduð í þessum sömu eldhúsum um haustið. Elstu menn, sem voru raunar með zetu á þess- um tíma, mundu ekki slíkt voðaá- hlaup í maílok en enn þá var hvasst og kalt. „Jörð var áður vel gróin og sprettuútlit gott, hvaða afleiðingar sem þetta fárviðri kann að hafa í för með sér,“ stóð í Morgunblaðinu. Slæmt útlit með fénað Ekki var staðan skárri á Hofsósi. „Undanfarna tvo daga hefir verið ofsaveður af norðri með snjókomu og stórsjó,“ skrifaði fréttaritari Morgunblaðsins. „Til dala hefir of- ankoma verið mikil og fé fennt þar, en minna snjóað í útsveitum. Slæmt útlit er með fénað, ef ekki hlýnar fljótlega. Um tíu síma- staurar brotnuðu á milli Hofsóss og Sauðárkróks og vegurinn á þessari leið varð ófær. Var hann ruddur með ýtu í dag.“ Suður-Þingeyjarsýsla slapp ekki heldur en skemmdir urðu í aftaka- veðri með frosti og snjókomu á húsum og mannvirkjum. Í inn- sveitum voru mannhæðardjúpir skaflar. Háspennulínan til Akur- eyrar rofnaði, járnþök fuku af gripahúsum í Mið-Hvammi og Hvammi í Aðaldal og fleiri skemmdir urðu. Margir bændur voru búnir að sleppa lambfé og náðist það með naumindum í hús. „Er allt sauðfé á gjöf í dag. Mun það valda bænd- um miklum óþægindum, ef löng innistaða verður, enda fara hey að ganga til þurrðar sumsstaðar,“ stóð í Morgunblaðinu. Já, maí er sannarlega ekki allur þar sem hann er séður. Frömdu meiðingar á bóndabæ Hópur manna ruddist með ofbeldi inn á bæ- inn Skáldsstaði í Saur- bæjarhreppi og framdi meiðingar á fólki vorið 1952. Þeir vildu ná tali af stúlku sem þar var til húsa. Um sama leyti var aftakaveður víða nyrðra og blása þurfti lífi í blessuð lömbin í eldhúsum í Vatnsdal. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sauðfé lenti í stökustu vand- ræðum í krepjuhríðinni nyrðra undir lok maí árið 1952. Morgunblaðið/RAX Menn létu hnefana tala á Skáldsstöðum fyrir sjötíu ár- um og barst leikurinn víða. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson ’ Bóndi flúði nú bæinn og hugðist leita mannhjálpar. Gamall maður, er á Skáldsstöðum var, tók þá aðkomumenn tali, og vildi sefa þá og bauð þeim kaffi. hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.