Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022
LESBÓK
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapoka
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
1.995
Strákústar
mikið úrval
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 585
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Fötur í
miklu úrvali
frá1.495
Laufhrífur
VERÐLEIKAR Allar líkur eru á því að sjávarborð jarð-
ar lækki nú verulega, alltént hér á vesturhveli jarðar, en
bandaríska fjölskyldudramað This Is Us rann sitt skeið
á enda í vikunni. Ekki hefur verið grátið jafnhressilega í
sjónvarpi frá því Húsið á sléttunni var upp á sitt besta í
sjöunni, eins og ungviðið segir. Breska blaðið The In-
dependent gerir sér mat úr þessu og skammar leika sem
lærða fyrir að hafa ekki metið frammistöðu Mandy
Moore í hlutverki ættmóðurinnar Rebeccu Pearson að
verðleikum. Hún eigi þarna leik lífs síns, ekki síst þegar
hún leikur upp fyrir sig, en Rebecca sálast í hárri elli
undir lok seríunnar. Moore var 32 ára þegar flautað var
til leiks og nokkrum árum yngri en börnin hennar, þrí-
burarnir sálarhvekktu. Það er að segja leikararnir.
Yngri en börnin hennar
Leik- og söngkonan
Mandy Moore.
AFP/Lisa O’Connor
AFMÆLI Duran Duran fagna því um þessar mundir að 40 ár eru liðin
frá útgáfu breiðskífunnar Rio sem skaut þeim á sporbaug um jörðu. Í
skemmtilegu samtali við The Guardian upplýsa John Taylor bassaleik-
ari og Nick Rhoades hljómborðleikari sitthvað um tilurð plöt-
unnar og ekki síst titillagsins. Taylor segir það hafa verið
samið sem opnunarlag á tónleikum undir sterkum áhrif-
um frá Chic enda þótt hann sjálfur væri þess ekki um-
kominn að taka hljóðfærið til kostanna eins og
Bernard Edwards. Rhoades segist á hinn
bóginn hafa verið með Karlheinz Stockhau-
sen og John Cage á heilanum á þessum tíma.
Hver sá það fyrir? Textanum botna þeir félagar
ekkert í og trúa að sama máli gegni um skáldið,
súrrealistann Simon Le Bon.
Fagna fertugsafmæli plötunnar Rio
Duran Dur-
an í Egilshöll
árið 2005.
Morgunblaðið/ÞÖK
Kaley Cuoco er mikil pabbastelpa.
Pabbi eins og
grár köttur
FÖÐURÁST Faðir bandarísku
leikkonunnar Kaley Cuoco var við-
staddur upptökur á hverjum ein-
asta þætti í gamanflokknum The
Big Bang Theory en þeir voru 279
talsins og gerðir á árunum 2007 til
2019. Þetta upplýsti hún í spjall-
þætti James Cordens, The Late
Late Show, á dögunum. Pabbi
gamli mun hafa átt sinn sérmerkta
stól á settinu sem hann notaði þó
aldrei enda stóð hann allan tímann.
„Að því kom að ég gat ekki leikið
án hans. Ég hugsaði með mér: Þú
getur ekki misst úr núna, þú ert
hluti af þættinum,“ sagði Cuoco
sem leikur nú í nýjum þáttum, The
Flight Attendant, en ekki fylgdi
sögunni hvort pabbi væri þar eins
og grár köttur líka.
Eftir hressilegt rof á tónleika-
haldi vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar hugsaði
Jinjer sér gott til glóðarinnar á
þessu vori enda var úkraínska
málmkjarnabandið á hraðri uppleið í
málmheimum áður en veröldin var
pásuð. Fyrirhugaður var Banda-
ríkjatúr með engum öðrum en Slip-
knot í mars og nú í maí átti Jinjer að
leggja upp í sína fyrstu tónleikaferð
um Suður-Ameríku, þar sem málm-
ur er sem kunnugt er í hávegum
hafður. Það fór á annan veg. Rússar
réðust inn í Úkraínu og Jinjer sá sitt
óvænna og dró sig út úr Knotfest
Roadshow. Suður-Ameríkutúrnum
var einnig aflýst.
„Kæru bræður og systur í Suður-
Ameríku,“ sagði Jinjer í yfirlýsingu.
„Það er með mikilli sorg og trega í
hjarta sem við neyðumst til að aflýsa
fyrirhugaðri tónleikaferð okkar nú í
maí, auk þess sem við höfum ákveðið
að bóka enga nýja tónleika að sinni.
Við erum skipuleggjendum þakklát
fyrir að hafa svona mikla trú á band-
inu og hverju og einu ykkar fyrir að
halda í miðana ykkar undanfarin tvö
ár en við munum ekki biðja ykkur
um að halda þeim lengur … dag einn
mun fundum okkar þó bera saman,
því er lofað. Jinjer.“
Af þessu má ráða að Jinjer er kom-
ið í ótímabundið frí og ástæðan er
augljós: Innrás Rússa í heimaland
Í pásu út
af stríðinu
Loksins þegar málmkjarnabandið Jinjer var búið
að finna taktinn og komið á siglingu varð það að
rifa seglin, fyrst út af heimsfaraldrinum og síðan
vegna stríðsins í heimalandinu, Úkraínu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Eugene Abdukhanov
hefur lagt bassann frá
sér og helgar sig nú
hjálparstarfi í Úkraínu.
Hvenær Jinjer kemur
aftur saman verður
tíminn að leiða í ljós.
AFP/Rebecca Sapp
Söngkonan Tatiana Shmailyuk, eða Tati, eins og vinir hennar kalla
hana, er aðsópsmikill frontmaður og öllum sem til þekkja ber sam-
an um að hún eigi stóran þátt í velgengni Jinjer á umliðnum árum
og misserum. Hún syngur bæði „hreint“ og „óhreint“ og spannar
ríflegt svið; hljómar eins og Randy Blythe úr Lamb of God eina
stundina og Svala okkar Björgvins þá næstu.
Shmailyuk fæddist árið 1987 og hneigðist ung að málmi en eldri
bróðir hennar var gítarleikari í slíku bandi sem fáum sögum fer þó
af. Hún ólst upp í örbirgð og er ákaflega stolt af uppruna sínum,
eins og kom fram í viðtali við málm-
gagnið Metal Injection. „Það eru
tvær leiðir til að ná árangri,“ sagði
hún. „Annaðhvort á maður sæg af
peningum eða maður leggur fokk-
ing hart að sér! Við heyrum til
seinni hópnum. Þegar maður á
ekkert hefur maður engu að tapa
og allt veltur á þrautseigjunni.“
Hneigðist ung að málmi
Tatiana Shmai-
lyuk, söng-
kona Jinjer.