Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Blaðsíða 29
þeirra, Úkraínu, og afleiðingar henn-
ar fyrir þjóðina. Lítið hefur heyrst
frá meðlimum bandsins frá því að
stríðið braust út en í samtali við vef-
síðu breska ríkisútvarpsins, BBC, í
mars staðfesti Eugene Abdukhanov
bassaleikari að hann væri hættur í
„dagvinnunni“ til að geta helgað sig
hjálparstarfi í þeirri neyð sem skap-
ast hefur í landinu. „Í þessum skrif-
uðum orðum er hann að setja á lagg-
irnar góðgerðarsamtök til að hjálpa
hernum og óbreyttum borgurum og
mun bráðlega taka saman höndum
með vinum sínum og opna neyð-
arskýli, þar sem fólk sem hefur orðið
illa úti í átökunum getur fengið mat,
vatn og skjól,“ sagði í umfjöllun BBC.
Brögð eru að því að úkraínskir
listamenn hafi fengið yfir sig aur-
slettur úr austurvegi en Abdukh-
anov kannaðist ekki við það. „Ég hef
fengið skilaboð frá einhverjum rúss-
neskum aðdáendum okkar, þar sem
þeir biðja mig velvirðingar og segj-
ast vera þessu andvígir,“ sagði
bassaleikarinn sem þá var staddur í
austurhluta Kænugarðs. „Ég hef
ekki fengið nein reiðileg skilaboð frá
Rússum, þar sem reynt er að rétt-
læta þetta. Jafnvel þótt einhverjir
séu í hernum þá skammast þeir sín
of mikið til að nefna það.“
Skömmu eftir þetta sendi Ab-
dukhanov einnig frá sér skilaboð á
samfélagsmiðlum, þar sem hann
kallaði eftir stuðningi við Úkraínu
og að innrásin yrði fordæmd.
Allir stofnmeðlimir hættir
Jinjer var stofnuð í borginni Don-
etsk árið 2008 en enginn sem þar
kom að málum á enn þá aðild að
bandinu. Allir fjórir voru raunar
horfnir frá borði árið 2015. Það hlýt-
ur að vera met? Gítarleikarinn Rom-
an Ibramkhalilov og söngkonan
Tatiana Shmailyuk gengu í bandið
2010 og hafa verið þar allar götur
síðan. Raunar miðar vefsíða Jinjer
upphafið við komu hinnar „ótrúlegu
söngkonu og femme fatale“ Shmay-
luk. Téður Eugene Abdukhanov
kom um borð ári síðar og trymbill-
inn Vladislav Ulasevich bættist í
hópinn 2016 en þá höfðu fjórir
starfsbræður hans komið og farið.
Á vefsíðunni kemur fram að Jinjer
hafi juðað og puðað í æfingahúsnæð-
inu og á smærri tónleikasviðum
fyrstu árin en 2013 var vegur bands-
ins orðinn það mikill að það var valið
Málmband ársins í Úkraínu.
Bókuðu giggin sjálf
Eftir tvær EP-plötur kom fyrsta
breiðskífa Jinjer, Cloud Factory, út
2014. Á vefsíðunni kemur fram að
bandið hafi bókað öll gigg sjálft á
þessum tíma og „byggt upp orð-
sporið augliti til auglitis, aðdáanda
fyrir aðdáanda og það sem meira er
á sínum eigin forsendum“.
Næsta breiðskífa, King of Every-
thing, kom út 2016. Þarna var band-
ið farið að sækja út fyrir landstein-
ana og myndbönd við tvö lög, Pisces
og I Speak Astronomy, náðu tals-
verðum vinsældum á YouTube.
„King of Everything var til vitnis
um tónlistarlegan mátt og megin og
vöxt bandsins í heild og opnaði flóð-
gáttir inn á mun stærri markað sem
Jinjer færði sér með glöðu geði í
nyt,“ segir á vefsíðu bandsins.
Árið 2017 hitaði Jinjer upp fyrir
Arch Enemy á Evróputúr bandsins
og ári síðar fékk Cradle of Filth þau
til að gera slíkt hið sama vestanhafs.
Prófíllinn hækkaði hægt og bítandi
og þegar þriðja breiðskífan, Macro,
kom út 2019 var Jinjer orðið bæri-
lega þekkt nafn í málmheimum. Þar
var að finna smelli á borð við Judge-
ment (& Punishment), Retro-
spection og Home Back.
Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn
hafi neglt Jinjer niður heima í Úkra-
ínu sat bandið ekki auðum höndum;
sendi frá sér tónleikaskífuna Alive in
Melbourne 2020, sem tekin var upp
einni viku áður en faraldurinn skall á
með tilheyrandi samkomubönnum
þar um slóðir, og breiðskífuna
Wallflowers síðasta sumar. Hún féll
í frjóa jörð og bandaríska málm-
gagnið Loudwire setti hana meðal
annars í 21. sæti yfir bestu plötur
ársins. „Wallflowers er ekki bara
skref upp á við í framsækna grúv-
málminum sem allir aðdáendur Jinj-
er dá og þrá, heldur um leið hljóð-
rænn suðupottur tæknilegrar
tónlistarmennsku, tilfinningalegrar
heiftar og ákafrar hljóðrásar sem
hæfir andrúmsloftinu í heiminum í
dag,“ segir á vefsíðu Jinjer.
Það verður víst að duga í bili.
Jinjer hefur borið
hróður úkraínsks
málms víða um lönd.
AFP/Rebecca Sapp
29.5. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
ENDURFUNDIR Óvæntur gestur
skaut upp kollinum á tónleikum
Iron Maiden í Zagreb í Króatíu á
dögunum, Paul Di’Anno, fyrsti
söngvari breska bárujárnsbands-
ins, en hann hvarf frá borði árið
1982 og Bruce Dickinson tók við.
Di’Anno hefur búið þar undanfarið
en hann bíður eftir hnéskipta-
aðgerð og er í hjólastól. Steve
Harris bassaleikari heilsaði upp á
sinn gamla félaga fyrir tónleikana
en þeir hafa víst ekki ræðst við um
árabil. Vel þótti fara á með þeim.
Fengu óvæntan gest á tónleika
Steve Harris og Paul gamli Di’Anno.
Instagram
BÓKSALA 18.-24. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Sumar í strandhúsinu
Sarah Morgan
2
Allt í blóma
Hafsteinn Hafliðason
3
Reimleikar
Ármann Jakobsson
4
Maðurinn sem dó tvisvar
Richard Osman
5
Hálendishandbókin
Páll Ásgeir Ásgeirsson
6
Natríumklóríð
Jussi Adler-Olsen
7
Kennarinn sem fuðraði upp
Bergrún Íris Sævarsdóttir
8
Hvítserkur
María Siggadóttir
9
Fær í flestan sjó
Kristín Jórunn Hjartardóttir/
Egill Eðvarðsson
10
Allt og sumt
Þórarin Eldjárn
1
Sumar í strandhúsinu
Sarah Morgan
2
Reimleikar
Ármann Jakobsson
3
Maðurinn sem dó tvisvar
Richard Osman
4
Natríumklóríð
Jussi Adler-Olsen
5
Hvítserkur
María Siggadóttir
6
Gestalistinn
Lucy Foley
7
Upplausn
Sara Blædel/Mads Peder
Nordbo
8
Helkuldi
Viveca Sten
9
Skaðræði
Jón Pálsson
10
Tíminn sem týndist
Julia Dahl
Allar bækur
Íslenskar kiljur
Bækur láta mig hlæja og gráta. Það
eru töfrar í fallegum setningum,
titlum og sögum.
Ég hef alltaf lesið mikið eftir kon-
ur og les mikið á ensku. Bel Canto,
eftir Ann Patchett,
er dæmi um uppá-
haldsbók. Þetta er
saga um óperu-
söngkonu í Suður-
Ameríku sem flæk-
ist í gíslatöku. Sagan
flýtur ljúflega eins og
lækur en er full af tilfinningum und-
ir yfirborðinu. Eins og margir féll
ég fyrir nýstirninu Sally Rooney,
sem skrifar ekki í ólíkum stíl. Sér-
staklega er ég hrifin af bókinni
Normal people, sem skaut henni
upp á stjörnuhimininn, en hún er
skrifuð af mikilli
næmni fyrir
mennskunni.
Einhverra hluta
vegna er ég hrifin af
bókum um breysk-
leika fólks. The Bad
Girl, eftir Mario Var-
gas Llosa, er stórskemmtileg og
fjallar sannarlega um breyska
konu. David Sedaris er uppáhalds-
höfundur og það er enn skemmti-
legra að hlusta á hann lesa en að
lesa bækurnar sjálf. Bækur sem
lýsa barnæsku hans, t.d. Naked,
eru svo fyndnar að ég hlæ oft hátt
ein yfir lestrinum. Það er hressandi
að lesa um móður sem er kald-
hæðnari en góðu hófi gegnir og
ófyrirgefanlega kærulaus.
Nýlega er ég farin að leita meira
að höfundum fjarri Evrópu og
Bandaríkjunum og mér finnast
Bernardine Evaristo og Chimam-
anda Ngozi Adichie til dæmis æðis-
legir höfundar. Það er skemmtilegt
að lesa bækur eftir og um konur af
gjörólíkum bakgrunni en ég sjálf.
Svo les ég spennusögur inn á
milli, get engan veginn farið beint
úr einni fallegri eða krefjandi bók í
aðra – ég þarf að hvíla hugann á
milli.
Á síðustu árum er ég farin að
lesa meira eftir íslenska höfunda
og ljóðabækur. Það hlýtur að vera
merki um að ég sé orðin kirfilega
miðaldra. Að mínum dómi er Af-
leggjarinn eftir Auði Övu fallegasta
bók sem hefur verið skrifuð á ís-
lenskri tungu, hún snerti mína
innstu hjartastrengi,
áhugaverð og fögur.
Ég hef aldrei orðið
jafnsnortin af sögu
eins og Himnaríki
og helvíti, eftir Jón
Kalman. Engin sögu-
bók, kennslustund
eða frásögn hefur gert mér jafn-
ljóst hve tilveran á Íslandi var mis-
kunnarlaus fyrir fyrri kynslóðir. Ég
má til að nefna að mér finnst ný-
legur titill eftir Jón Kalman, Fjar-
vera þín er myrkur, með þeim alfa-
llegustu sem ég hef séð. Ég er
nýgræðingur í ljóðalestri en mér
þykir sérstaklega vænt um ljóða-
bókina Heimskaut eftir Gerði
Kristnýju.
Ég er engan veginn mesti bóka-
ormurinn meðal þeirra sem ég
þekki, en mér líður vel innan um
bækur. Ég elskaði Borgarbókasafn-
ið í ævintýrahúsinu við Þingholts-
stræti þegar ég var krakki, líka
útibúið sem var í íbúð á Hofs-
vallagötu og bókabílinn. Ég heim-
sæki oft bókasöfn og bókabúðir
þegar ég er í útlöndum og borg-
arbókasafnið í Boston, minni
gömlu heimaborg, er í uppáhaldi.
STEINUNN GESTSDÓTTIR ER AÐ LESA
Láta mig hlæja og gráta
Steinunn
Gestsdóttir er
aðstoðar-
rektor kennslu
og þróunar í
Háskóla Ís-
lands.