Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Page 32
„Það er verið að frumflytja verk mitt SOS- sinfóníu sem snýst um hjálparbeiðni og leiðina til bjargar; leiðina frá myrkrinu í ljósið,“ segir tón- skáldið Jón Hlöðver Áselsson en á tónleikunum spilar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fara tónleikarnir fram í Menningarhúsinu Hofi í dag, sunnudag 29. maí, klukkan 16. Ljósið kemur langt og mjótt „Verkið byrjar á neyðarkalli og má sjá textann á skjá fyrir ofan. Þar má sjá meðal annars texta úr Jóhannesarguðspjalli: Ljósið lýsir í myrkinu og myrkrið nær ekki að kæfa það. Ég enda svo með að vinna með texta úr íslensku þjóðlagi og textann Ljósið kemur langt og mjótt,“ segir hann, en Jón Hlöðver fékk flugmanninn Arngrím Jóhannsson til að morsa fyrir sig. „Arngrímur er stórkostlegur snillingur að morsa. Ég hafði heyrt hann morsa eitt sinn en hann var loftskeytamaður áður en hann fór að fljúga. Mér fannst svo skemmtilegur þessi taktur en ég hef lengi haft áhuga á djassi þannig að þetta kveikti í mér. Mér fannst þá að það gæti verið gaman að spreyta sig á því að tengja þetta saman við sinfóníu,“ segir Jón Hlöðver. Sinfónía Jóns Hlöðvers tekur um 40 mínútur í flutningi en eftir hlé leikur sinfóníuhljómsveitin 5. sinfóníu Ludwigs van Beethovens, Örlagasinfón- íuna. Bjarni Frímann Bjarnason verður stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á tónleik- unum. Á undan verður Kjartan Ólafsson með erindi um verkin. Miðar fást á tix.is. asdis@mbl.is Ljósmynd/Auðunn Níelsson Spilað á morstæki Í Hofi á Akureyri verður í dag frumflutt ný sinfónía þar sem morstæki kemur við sögu. Arngrímur Jóhannsson flugmaður, Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld og Bjarni Frímann Bjarnason stjórnandi eru gott teymi. SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2022 AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 539.000,- L 244 cm Leður ct. 15 Verð 559.000,- LEUCA model 3186 L 167 cm Leður ct. 15 Verð 389.000,- L 207 cm Leður ct. 15 Verð 439.000,- STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 15 Verð 429.000,- L 206 cm Leður ct. 15 Verð 479.000,- TRATTO model 2811 L 145 cm Leður ct. 25 Verð 449.000,- L 207 cm Leður ct. 25 Verð 579.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 25 Verð 439.000,- L 198 cm Leður ct. 25 Verð 489.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Það var líf og fjör í kvikmynda- húsum Reykjavíkur um þetta leyti fyrir níutíu árum, sumsé 1932. Á þeim árum var forsíða Morgunblaðsins helguð auglýs- ingum og bíóin voru þar í önd- vegi, efst á síðunni. Nýja bíó sýndi Skírlífa Jósep, þýska tal-, hljóm- og söngva- skopmynd í 8 þáttum. Aðal- hlutverk léku Harry Liedtke, Ossi Oswalda og Feliz Bressart. „Bráðskemtileg mynd, er sýnd hefir verið undanfarna mánuði í Berlín og Kaupmannahöfn og hlotið mikla aðsókn og góða dóma,“ stóð í auglýsingunni. Barnasýning var kl. 5 og al- þýðusýning kl. 7 en sýningin kl. 9 var ekki eyrnamerkt neinum sérstökum hópi en draga má þá ályktun að þá hafi broddborg- arar verið sérstaklega velkomn- ir án þess að börn og alþýða væru að þvælast fyrir þeim. Í kaupbæti var boðið upp á talmyndafréttir og aukamynd- ina Hraustmennið frá Arizona sem var „spennandi tal- og hljóm Cowboysjónleikur í 8 þáttum“. Í Gamla bíói var verið að sýna Miljón, sem var „afar skemtileg frönsk óperettumynd í 8 þátt- um“. Aðalhlutverkin léku Anna Bella og Rene Lefebvre. GAMLA FRÉTTIN Tal-, hljóm- og söngva- skopmynd Oft var örtröð fyrir utan Gamla bíó. Ætli þetta hafi verið alþýðusýning? Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Harry Styles poppstjarna Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri DJ Margeir fjöllistamaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.