Norðurslóð - 20.01.2022, Qupperneq 1

Norðurslóð - 20.01.2022, Qupperneq 1
46. árgangur Fimmtud. 20. janúar 2022 1. tölublað Í desemberlok barst Jóni Haraldi Sölvasyni formanni Umf. Þorsteins Svörfuðar bréf í pósti stimplað í bak og fyrir með merki forseta Íslands. Norðurslóð sá sér ekki annað fært en að birta bréfið í heild sinni og þakka um leið forseta vorum fyrir árverkni í starfi. Bessastöðum, 27.desember 2021 Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður Jón Haraldur Sölvason formaður Hreiðarsstöðum 621 Dalvík Kæri Jón Haraldur Á aldarafmæli Ungmenn- afélagsins Þorsteins Svarfaðar færi ég stjórn þess og öllum félögum heillaóskir. Í nýlegu tölublaði Norðurslóðar las ég um merka sögu félagsins, öflugt starf í heimabyggð og stuðning við æskulýð í tímans rás. Á vefsíðu þess sé ég sömuleiðis að enn er Þorsteinn Svörfuður í fullu fjöri. Megi félaginu farnast vel á næsta árhundraði, liðsmönnum þess og samfélaginu öllu til heilla. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Heillaóskir frá forsetanum Aldarafmæli Umf. Þorsteins Svörfuðar Stefáns Friðgeirssonar var minnst með fallegri athöfn í Hringsholti þann 29. desember síðastliðinn. Félagsmenn hestamannafélagsins Hrings riðu fyrir líkfylgdinni frá Árgerði fram í Hringsholt þar sem félagar úr Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar stóðu heiðursvörð. Stefán var virkur meðlimur í báðum þessum félögum og greinilegt að fráfall hans snart marga. Líkfylgdin staðnæmdist í reiðgerði Hringsholts þar sem gangnamenn og fleiri tóku lagið að vinum og vandamönnum viðstöddum. (Ljósmynd, JK) Um áramótin urðu tímamót í útgáfusögu Norðurslóðar. Hjörleifur Hjartarson lét þá af ritstjórastörfum sem hann hefur gegnt í rúma þrjá áratugi. Arftakar hans eru ekki úr lausu lofti gripnir. Björk Eldjárn Kristjánsdóttir (bróðurdóttir Hjörleifs) og eiginmaður hennar Jón Bjarki Hjálmarsson munu taka við útgáfustarfseminni. Lesendur Norðurslóðar geta þó huggað sig við það að Hjörleifur er hvergi nærri horfinn af síðum blaðsins. Hann mun bæði aðstoða nýja útgefendur á meðan þeir slíta barnsskónum við útgáfustörfin auk þess að vera tíður greinahöfundur í ókomnum blöðum. Nýr ritsjóri ávarpar lesendur Það er okkur hjónum sannur heiður að fá að taka við jafn rótgrónu og öflugu blaði eins og Norðurslóð. Ég viðurkenni fúslega að þegar Hjörleifur bryddaði upp á þessu síðasta haust reyndi ég í lengstu lög að komast hjá því að svara einhverju sem hann gæti hankað mig á síðar. Mér þótti ég ekki hafa bein í nefinu til þess að standa undir viðlíka útgáfustarfssemi. Það er að vísu ekki hafið yfir allan vafa að staður og stund samtalsins hafi haft áhrif á svar mitt. Þessar örlagaríku samræður áttu sér stað fram í Stekkjarhúsi, kvöldið eftir fyrstu göngur. Á slíkum stundum getur losnað um málbeinið svo um munar með tilheyrandi yfirlýsingargleði og varhugaverðri tiltrú á eigið sjálf. Í minningunni nefndi Hjöri þessa hugmynd í hálfgerðu framhjáhlaupi og ég svaraði í einhverjum hálfkæringu „það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Þar með var ekki aftur snúið. Nú ríður á að láta vaxa bein úr brjóski og sigrast á óttanum um eigin vanmátt. Tryggir áskrifendur Hjörleifur fullvissaði mig um það að áskrifendur Norðurslóðar væru með einhverju trygglyndasta fólki sem hann vissi til. Raunar væru trygglyndi þeirra algert einsdæmi því engu væri líkara en að eina leiðin til þess að segja upp áskriftinni, væri leiðin okkar allra. Mín einlæga ósk er sú að trygglyndi áskrifenda sé nær því að svipa til kattarins sem bindur traust sitt við húsakynni sín fremur en hundsins sem fylgir húsbónda sínum hvert sem hann fer. Litlar áherslubreytingar Maður kemur aldrei fyllilega í manns stað. Af því leiðir að breytingar eru óumflýjanlegur fylgifiskur ritstjóraskipta, hversu veigalitlar sem þær kunna að vera. Norðurslóð mun ekki taka neinum stakkaskiptum, lítið ef eitthvað vikið frá stefnu fráfarandi ritstjóra. Blaðið mun áfram vera vettvangur fyrir málefni er varða byggðarlagið á einn eða annan hátt. Hvort sem um er að ræða málefni líðandi, liðinna eða ókominna stunda. Með fyrirfram þökkum, Jón Bjarki Hjálmarsson Nýtt blóð í Norðurslóð Nýir útgefendur taka við Norðurslóð Jón Bjarki, Björk og Hrólfur Ármann. Ungur nemur, gamall temur. Virkir dagar 9- 18 Laugardagar 10- 17 Sunnudagar 12- 17 Rúmlega 22ja ára verslunarsögu Húsasmiðjunnar á Dalvík lauk um áramótin. Guðmundur Kristjánsson verslunarstjóri sagði í samtali við Norðurslóð að þreifingar meðal fjársterkra aðila innan sveitarfélagsins þess efnis að halda úti byggingarvöruverslun hafi runnið út í sandinn. Núna sé unnið að því að tæma húsnæðið en leigusamningur Húsasmiðjunnar rennur út 1. mars næstkomandi. Tíminn einn verður að leiða í ljós hverskonar starfsemi komi í stað Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan horfin á braut Merki forseta Íslands Öll ljós kveikt en enginn heima

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.