Norðurslóð - 26.04.2022, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.04.2022, Blaðsíða 1
Á Árskógströnd eru hrúturinn Austri og niðjar hans ekki einar um það að hafa í sínu genavopnabúri hið eftirsókna arfbrigði T-137. Nýverið fundust fleiri gripir með afbrigðið á bæjunum Syðri- Haga, Engihlíð og Stærri- Árskógi. Jónas Þór Leifsson bóndi á Syðri- Haga segir í samtali við Norðurslóð að 9 kindur hafi fundist með arfgerðina í hjörðinni til þessa sem telur u.þ.b. 260 vetrarfóðraðar ær. Í sjálfu sér gætu leynst fleiri í hjörðinni þar sem aðeins voru teknar stikkprufur til að byrja með. Jónas tekur sýni úr lömbum sem gætu borið arfgerðina áður en þau eru sett út svo þónokkuð er af sýnum sem eftir á að greina. Fé er öllu færra í Engihlíð þar sem Júlíus Sigurðsson bóndi á Brattavöllum heldur um 25 kindur. Engu að síður fundust 9 gripir í ekki stærri hjörð. Júlíus og Jónas eiga það sameiginlegt að taka niðurstöðunum með mikilli yfirvegun. Hvorugur þeirra segjast hafa misst svefn vegna þessa í það minnsta hingað til. Stutt sé síðan niðurstöðurnar bárust og þeir í sjálfu sér lítið farnir að spá í framhaldið. Eyþór Einarsson ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins segir í samtali við Norðurslóð að átaksverkefnið sé ennþá í fullum gangi og enn sé beðið eftir niðurstöðum úr sýnum. Það hafi verið vitað eftir erfðarannsóknir fyrir um 20 árum að T-137 arfgerðina væri að finna í íslenska stofninum. Þá hafi hins vegar ekki legið fyrir vísbendingar þess efnis að arfgerðin gæti verið verndandi gegn riðu. Aðgerðaráætlun sé í undirbúningi en næstu skref séu að fá staðfestingu á því að arfgerðin sé í raun og veru verndandi samhliða því að auka útbreiðslu hennar í íslenska stofninum. Beðið sé eftir leyfi frá Matvælastofnun um að fá hrúta frá skilgreindum sýktum svæðum á sæðingarstöð séu þeir með tiltekna arfgerð. 46. árgangur Fimmtud. 26. apríl 2022 5. tölublað OPNUNARTÍMI Í KJÖRBÚÐINNI Á DALVÍK FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK OG FÁÐU NÝJUSTU TILBOÐIN Virkir dagar 9–18 Laugardagar 10–17 Sunnudagar 12–17 WWW.KJORBUDIN.IS Tíðindi af T-137 Átaksverkefni í arfgerðagreiningu Sveitarstjórnarkosningar fóru fram þann 14. maí síðastliðinn. 1437 voru á kjörskrá en kjörsókn var heldur dræmari en fyrir fjórum árum, þá kusu 79,88% samanborið við 74,6% í ár. Úrslit kosninganna í Dalvíkurbyggð voru nokkuð á skjön miðað við það sem mátti sjá víða annars staðar á landinu þar sem Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi í mörgum sveitarfélögum. Í Dalvíkurbyggð nam fylgistap flokksins tæpum 20% frá fyrri kosningum og missti hann þar með einn bæjarfulltrúa. Katrín Sigurjónsdóttir oddviti Framsóknarflokksins og starfandi sveitastjóri Dalvíkurbyggðar segir greinilegt á niðurstöðum kosninganna að íbúar vilji breytingar. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn í það hlutverk að vera öflugur minnihluti á komandi kjörtímabili. K-listinn fær 3 menn kjörna Sigurvegarar kosninganna eru án efa K-listinn en hann hlaut 43,7% atkvæði og 3 menn kjörna. í sveitastjórn. D- listi Sjálfstæðisflokks hlaut 32,8 % fylgi. og 2 menn kjörna. Formlegar viðræður K og D Þegar þessi orð eru rituð standa yfir formlegar s t j ó r n a r m y n d u n a r v i ð r æ ð u r milli K- listans og D- lista Sjálfsstæðisflokks. Samkvæmt heimildum Norðurslóðar ganga viðræður vel, samhljómur er mikill milli flokkanna og vinna við málefnasamning hafin. Meira varð ekki dregið upp úr heimildarmönnum að svo stöddu. Úrslit sveitarstjórnakosninga K - listinn sigurvegari, Framsókn tapar stórt Sveitastjórn fyrir kjörtímabilið 2022 - 2026 er eftirfarandi Helgi Einarsson (K) Freyr Antonsson (D) Katrín Sigurjónsdóttir (B) Katrín Sif Ingvarsdóttir (K) Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) Gunnar Kristinn Guðmundsson (K) Lilja Guðnadóttir (B) Norðurslóð óskar nýrri sveitarstjórn farsældar á komandi kjörtímabili Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í blíðskapaveðri í kjölfar mikillar kuldatíðar í byrjun maí. Mikið var um að vera á Dalvík. Á kosningarskrifstofum flokkanna þriggja svignuðu borðin undan hnallþórum og alskyns kruðeríi. Kosningadagurinn bar upp á Eurovísíonkvöldinu sjálfu og flokkarnir buðu í Eurovisíon partý samhliða kosningavökunum sem stóðu fram á rauða nótt. Stjórnarmyndunarviðræður hafnar milli K- listans og D- lista Sjálfstæðisflokks. f.v. Gunnar Kristinn (K), Helgi (K) Katrín (D) Freyr (D) Katrín Sif (K) Sigríður Jódís

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.