Norðurslóð - 26.04.2022, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.04.2022, Blaðsíða 2
2 – Norðurslóð Sólinn sendi skæra geisla á tinda austur fjallanna í kvöldkyrrðinni er endurspegluðu í blátæra vatninu er straumhörð áin rann framhjá. Á bakkanum sat rauðhöfði er var á leið frá móður sinni eitthvað út í heiminn. Hin sterka þrá vísaði honum veginn og gerði honum flugið ljéttara. Enginn staður fannst honum fegurri og ekkert kvöld yndislegra en varð hann að fljúga eitthvað lengra. Hann lyfti sjér upp af vatninu og flaug út í endalausann heiminn. Loks kom hann augu á ofurlitla fjöru sem blasti við honum í fjarska. Hann þreytti flugið og settist á fjöruna sem var með Starargróna bakka, en í vatninu sá hann fjöllin standa á höfði er ljéttur andvarinn kyssti. Ofan við kjarrivaxinn háls og lynggróna hóla blöstu við fjallatindarnir er gnæfði við heiðan himininn. Þarna var ró og friður. Ómur gleðinnar hljómaði umhverfis hann en þegar aftankyrrðin færðist yfir stakk hann höfðinu undir væng og sofnaði. Þytur af baðandi vængjum er þreyttust móti morgunblænum. er vaggaði þýðlega kjarrinu vestur af Tjörninni, leistu blundinn fyrir rauðhöfðanum. Það voru sundfuglar sem komu og settust í einum hópi á tjörnina og allir hófu þeir að syngja nema rauðhöfðinn einn. Hann hlustaði á, það var fagur söngur en þá var ein röddin fegurst. Hann langaði til að syngja eins og fór að reyna, en þá hættu allir hinir nema sá sem best söng, hann söng með rauðhöfðanum og vildi kenna honum. En hinir vildu ekki heyra sönginn og jusu til í vatninu og flugu síðan brott. Þau tvö voru eftir og sungu hvort öðru til skemmtunar. Þarna fannst þeim fagurt og yndislegt, þarna vildu þau sofa og þreyja, lifa og deyja, og því lengur sem þau voru hjá tjörninni því kærari varð hún þeim og ekkert varð til að rjúfa friðinn. Það var komið langt fram á vor, jörðin var þakinn blómskrauti. Vorið hafið látið í tjé það fegursta og besta sem það átti og þá var að hugsa um hreiðurgerðina. Í þröngum skorningi milli tveggja viðargróna þúfna var hreiðrið vandlega fljéttað, í því voru eggin er hún sat á, og sá um að hafa alltaf hlý. Þetta var þeirra dýrmætasta eign sem þau vildu leggja lífið í sölurnar fyrir. Rauðhöfðinn söng fyrir hana er sat á hreiðrinu sem kennt hafði honum að syngja, fyrir hana er vakti hann með vængjaþyt ásamt félögum sínum morguninn fyrsta sem hann dvaldi við þessa tjörn. Hún hafði setið marga daga á hreiðrinu er hún morgun einn flaug fram á tjörnina til að baða sig í henni. Rauðhöfðinn sat á bakkanum og horfði á hana. Allt í einu ríður af ógurleg þruma og hún sem hann unni barðist blóðug um á tjörninni helsærð og morðinginn hljóp af stað og ljét rakka sína elta öndina á sundi þar til hann náði henni. En rauðhöfðinn flaug í mörgum hringjum yfir tjörninni og sá hana litaða blóði. Það var komið í greipar morðingjans sem hann vildi sjálfur hafa dáið fyrir og hreiðrið sem þau áttu ein varð æti garmsins. Nú var sárt að lifa og ekkert var sætara en að deyja. Nú var engin ánægja, engin fegurð til fyrir honum og hann flaug harmþrunginn langt í burtu. - Alda. Súlur, tímarit Sögufélags Eyfirðinga, er komið út og flytur að vanda fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð, alls 13 greinar eftir 17 höfunda. Sigurður Aðalsteinsson segir Kristínu Aðalsteinsdóttur frá flugmannsferli sínum og lætur fljóta með óborganlega gamansögu af Arngrími Jóhannssyni. Meðal annars efnis í Súlum ársins 2022 má nefna frásagnir af ótrúlegum lífskjörum tveggja kvenna, hernámsárunum í Hrísey, hinu stórmerka Síldarmin- jasafni á Siglufirði, séra Jóni í Möðrufelli og niðurlægin- gu dóttur hans (sem snerist upp í andhverfu sína), nafna hans Sigurðssyni, trésmíðameistara á Dalvík, rannsókn á lífsháttum í Svarfaðardal á miðöldum – og Stóra-Mixmálið er krufið til mergjar. Sögufélagið fagnar öllum nýjum félagsmönnum en Súlur eru innifaldar í félagsgjaldinu. Formaður félag- sins er Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, gjaldkeri Jón Hlynur Sigurðsson og ritari Arnór Bliki Hallmundsson. Bakhjarlar Þessir styrkja útgáfu Norðurslóðar Norðurslóð Útgefandi: Spássía ehf, Bjarkarbraut 25 620 Dalvík. S. 8461448. Netfang: nordurslod22@gmail.com Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Bjarki Hjálmarsson Umbrot: Björk Eldjárn Kristjánsdóttir & Jón Bjarki Hjálmarsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Litróf Hagprent ehf., Reykjavík Hólmfríður Guðrún Skúladóttir hefur tekið við kökukeflinu á kaffihúsinu í Bergi og mun bjóða uppá bakkelsi næstu þrjár vikur undir nafninu Kaffi Hófí. Heimsmeistaramótið í Brús var loks haldinn þann 20. apríl sl. eftir tveggja ára pásu. Keppnin fór fram að Rimum og var hart barist um gullkambinn að venju. Heimsmeistarar í brús árið 2022 eru liðið „Team Guðleifur“ en liðið skipar frændurna Hjörleif Sveinbjörnsson og Guðna Einarsson. Í öðru sæti varð liðið „Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka“ með 53 stig og fráfarandi heimsmeistarar, liðið „Guðmar“ varð í þriðja sæti með 49 stig. Byggðasafnið Hvoll opnar dyrnar 1. júní og mun verða opið alla daga frá 10-17. Safnið býður upp á sumarmiða sem virkar þannig að gestir greiða aðeins einu sinni inn á safnið og getur notað þann aðgöngumiða allt sumarið! Frítt inn fyrir 18 ára og yngri. Tilvalið fyrir heimamenn sem vilja sækja safnið yfir sumarið með gestum sínum. Annars er margt um að vera á söfnum Dalvíkur í sumar og lesendur eru hvattir til að fylgjast með á samfélagsmiðlum safnanna næstu daga. Dalvík Reynir sem spila í 3.deild unnu frækinn sigur í Mjólkurbikarnum á Þór frá Akureyri 2-0 á Dalvíkurvelli. Dalvíkurliðið var betri aðilinn í leiknum og uppskar eftir því. Þess má geta að Þór frá Akureyri spilar í 1.Deildinni. Fréttahorn BRIMARSBRÚ ART-INN GALLERY BRIMARSBRÚ ART-INN GALLERY BRIMARSBRÚ ART-INN GALLERY Fréttatilkynning frá Súlum Gluggað í Árblik Smásagan «Rauðhöfðinn» birtist í Árbliki, handskrifuðu félagsblaði Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar, 4. tölublaði (af 6) ársins 1929. Blað þetta var samið af félagsmönnum og lesið upp á félagsfundum. Sagan er undirrituð «Alda», en höfundur er að öllum líkindum Anna Kristín Hjörleifsdóttir frá Gullbringu. Fjölskylda hennar bjó þar tvívegis, síðast 1922-28, en var nýflutt til Dalvíkur er sagan var skrifuð. Eitthvað var Anna Kristín í vinnumennsku á bæjum í sveitinni. Síðar varð hún húsfreyja í Hafnarfirði. Efnið í Árbliki er margvíslegt eins og nærri má geta, frásagnir, hugleiðingar, hvatningar til félaganna, ljóð, skrýtlur o.s.frv. Ein tegund efnis er þar í furðulega miklu magni, nefnilega smásögur. Hreinn skáldskapur. Á því rúmlega þriggja áratuga tímabili sem Árblik kom út telst mér vera þar 65 smásögur! Auðvitað má ekki búast við sömu efnisvöndun í slíku blaði eins og í skrifum fyrir prentun, en oft er talsverður metnaður í skrifunum. Og höfundarnir afar margir. Rauðhöfðinn er smásaga í anda dýrasagna sem voru merkileg bókmenntagrein í landinu, og nokkuð áberandi báðum megin við aldamótin 1900. Þær voru gjarnan skrifaðar í anda dýraverndar, til að vekja samúð með málleysingjunum í kringum okkur, bæði húsdýrum og villtum dýrum. Nokkrar sögur í Árbliki eru undir áhrifum frá þeim bókmenntum, þ.á.m. þessi. Um leið er sagan litið sýnishorn af þeirri bókmenntastarfsemi sem fór fram í Ungmennafélaginu Þorstein Svörfuði á fyrri árum hans. - ÞH S Ú L U R X LV III 2022 61 61 ÚTGEFANDI: SÖGUFÉLAG EYFIRÐINGA N O R Ð L E N S K T T Í M A R I T Frá opnum degi Tvídælu þann 6. júlí 2021. Howell Roberts og Hólmfríður Sveinsdóttir fornleifafræðingar skýra eðli og tilgang könnunarskurða. Hópurinn er staddur við gríðarstóra skálatóft í Tungufellslandi, á fornu eyðibýli sem er kallað Krákustaðir. Könnunarskurðurinn sýndi að býlið er frá því fyrir 1104. Árni Daníel Júlíusson tók myndina. Efni Súlna 2022: Bls. Kristín Aðalsteinsdóttir ræðir við Sigurð Aðalsteinsson „Ég hef verið lánsamur flugmaður“ .............. 3 Jón Óðinn Waage Beið eftir því að verða frjáls. Frásögn Jónu Waage .................................. 25 Þorsteinn G. Þorsteinsson Hernámsárin í Hrísey ................................. 33 Þorsteinn E. Arnórsson Rauði búgarðurinn í Naustaborgum ........... 40 Anita Elefsen og Örlygur Kristfinnsson Saga Síldarminjasafnsins ........................... 49 Þórdís Guðrún Arthursdóttir Saga ömmu minnar, Helgu Guðrúnar Guðmundsdóttur ........................ 73 Viðar Hreinsson Heittrúarharka og skammarskil. Af séra Jóni, tíðaranda og menningarástandi ....................................... 83 Valgerður Valdemarsdóttir, Þórhildur Valdemarsdóttir, Hólmgeir Valdemarsson og Baldvin Valdemarsson Mix. Sagan leiðrétt ................................... 105 Þór Sigurðsson Rafmagnsrofið (16. nóvember 1952) ......... 109 Sveinn Jónsson „Mikið úr vinkli?“ Sögur af Jóni Sigurðssyni trésmíðameistara á Dalvík .... 113 Bernharð Haraldsson Bílferð sem varð að bók. Fáein orð um tilurð ritsins „Skriðuhreppur hinn forni. Bændur og búalið á 19. öld“ ..................... 116 Þórður Vilhjálmsson Vélsmiðjan Oddi 1966-1993, þriðji hluti ... 122 Árni Daníel Júlíusson Tveir dalir í Eyjafirði - Svarfaðardalur og Hörgárdalur. Rannsóknir á miðaldasögu og miðaldaleifum 2021 til 2023 ................. 147 Skýrsla stjórnar ....................................... 160 Rithönd „Öldu“ Þórarinn Hjartarsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.