Fréttablaðið - 16.08.2022, Page 9

Fréttablaðið - 16.08.2022, Page 9
Staðreynd- in er sú að WOW skilaði gríðarleg- um verð- mætum inn í sam- félagið með um 1.500 starfsmenn þegar mest lét og á fyrsta árs- fjórðungi 2018 fluttum við fleiri farþega heldur en Icelandair. Sæll, Óttar. Ég hef ekki lagt það í vana minn að svara misgáfulegum skrifum um mig eða WOW air en pistill þinn í Fréttablaðinu síðastliðinn laugar- dag var svo fullur af rangfærslum og dylgjum að ég á erfitt með að láta það kyrrt liggja fyrir utan það að boðskapurinn í þessum skrifum þínum sem fjölmiðlamaður og geð- læknir eru fyrir neðan allar hellur. Aðalinntak greinar þinnar virð- ist vera að ráðherrar hafi gert stór- kostleg mistök með því að koma í opnun á Sjóböðunum í Hvammsvík þar sem ég, samkvæmt þinni skil- greiningu, er gjaldþrota auðmaður og hvernig dettur þeim í hug að sýna sig með slíkum manni? Hér eru sem sagt skilaboðin þau að ef einhverj- um mistekst þrátt fyrir að hafa átt farsælan feril þá ber að hafna við- komandi, setja til hliðar og útskúfa. Að sama skapi, átti undirritaður að gefast upp og leggjast í kör og hætta frekari frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu? Ég vona svo sannar- lega að þetta séu ekki ráðin sem þú gefur þínum skjólstæðingum. Þér til upplýsingar þá er ég í dag hvorki gjaldþrota né auðmaður, enda illmögulegt að vera hvort tveggja í senn. Ég var vissulega nærri persónu- legu gjaldþroti eftir fall WOW enda lagði ég allt undir og meira til og var í gríðarlegum persónulegum ábyrgðum. En þökk sé góðum vinum, fjölskyldu og mikilli vinnu hefur mér tekist að vinna mig upp á nýjan leik og vona að ég geti verið fyrirmynd í því að gefast ekki upp þó að á móti blási. Ég hef verið mjög lánsamur að vinna ítrekað með frábæru fólki og komið að uppbyggingu tuga fyrirtækja sem mörg hver þóttu ekki mjög lífvæn- leg þegar farið var af stað. Þetta átti svo sannarlega við um OZ á sínum tíma sem við seldum til Nokia fyrir metfé á þeim tíma, Íslandssíma sem lifir enn góðu lífi nú undir merkjum Sýnar, og endurreisn MP Banka, nú Kviku, sem hefði líklega aldrei orðið af ef ég hefði ekki leitt hóp fjárfesta skömmu eftir hrun þegar enginn vildi snerta banka með töng. Þessar fjárfestingar og uppbygging gerðu mig að auðmanni á þeim tíma sem svo aftur gerði mér kleift að setja um fjóra milljarða í stofnun og uppbyggingu WOW air. Skora ég á þig að rýna í ágæta grein eftir Egil Almar Ágústsson, Hagsmunir flug- félaga og samfélagsins, sem birtist í Viðskiptablaðinu í maí 2021 til að fræðast nánar um áhrif WOW en þar ályktar hann að fjárfesting mín í WOW air hafi verið besta fjár- festing Íslandssögunnar fyrir alla nema mig. Það er nefnilega afskaplega mikil einföldun að taka punkt- stöðu WOW við gjaldþrotið og dæma félagið eingöngu út frá því. Staðreyndin er sú að WOW skilaði gríðarlegum verðmætum inn í samfélagið með um 1.500 starfs- menn þegar mest lét og á fyrsta ársf jórðungi 2018 f luttum við fleiri farþega heldur en Icelandair. Það sama ár skilaði WOW um 120 milljörðum í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, meira heldur en saman- lagður áliðnaðurinn allur það árið. Ísland er komið til að vera sem öfl- ugur ferðamannastaður og er ég stoltur af aðkomu WOW að þeirri uppbyggingu og ekki síst þeirri þekkingu og reynslu sem varð til í þeirri uppbyggingu sem við stóðum fyrir. Þú nefnir Suðurnesin sérstak- lega, minn heimabæ, en þar var yfir 25% atvinnuleysi þegar ég stofnaði WOW en á örfáum árum var þar orðið neikvætt atvinnuleysi og þó að vissulega setti fall WOW strik í reikninginn til skamms tíma þá er uppbyggingin á Suðurnesjum líka varanleg og verið hefur gaman að fylgjast með og taka þátt í henni áfram. Ég er ekki að rifja þessa sögu upp til að slá mig til riddara heldur eingöngu að benda á rangfærslur í skrifum þínum og hversu vafa- samur boðskapurinn er sem leynist í honum. Augljóslega á líka að reyna að koma ódýru höggi á ráðherra fyrir að voga að sýna sig með svona óráðs manni eða að taka þátt í upp- byggingu á landsbyggðinni þar sem Hvammsvík Sjóböð eru núna orðin stærsti vinnuveitandi Kjósarhrepps. En líkt og Suðurnesin forðum daga þá tel ég augljóst að Hvalfjörðurinn á mikið inni. Ólíkt þér þá tel ég það bráðnauð- synlegt að íslenskir ráðamenn styðji við atvinnulífið, búi því til umgjörð og farveg þannig að þar eigi sér stað eðlileg samkeppni, uppbygging og nýsköpun, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér í heimsókn til okkar í Hvammsvíkina og kynna fyrir þér þá uppbyggingu sem á sér stað í Hvalfirðinum. n WOW skilaði meiru en allur áliðnaðurinn – Óttari svarað Skúli Mogensen FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fjölbreytt fréttaumfjöllun í opinni dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti til að ræða helstu mál líðandi stundar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR 16. ágúst 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.