Fréttablaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS ENGJATEIGI 17-19, REYKJAVÍK S:581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI S: 461 1150 OPIÐ: VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00 LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00 UMBOÐSAÐILAR: HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF. BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM VERSLANIR: FRÍTT ALLAN HRINGINN KAFFI Péturs Georgs Markan n Bakþankar Ég sit undir kirkjuvegg Hólakirkju, að Hólum í Hjaltadal. Kláraði stuttan skokktúr í morgunmildi ágústmánaðar og er að huga að deginum. Það er Hólahátíð og fram undan biskupsvígsla, nýr vígslubiskup verður kominn til þjónustu þjóðkirkjunnar áður en dagur kveður. Gleðileg tímamót, sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir kveður farsæla þjónustu og sr. Gísli Gunnarsson tekur til starfa. Hólar er hjartastaður í þjóð- kirkjunni – einn af mörgum. Sögu- legur staður sem geymir minni íslenskrar kirkju. Hjartastaður þar sem þjóð finnur sig heima, að Hólum. Leiðin heim vísar að öruggum stað. Stað þar sem við getum verið við sjálf, fundið okkur sjálf. Í frábærri bók, Heim til míns hjarta, eftir rithöfundinn Oddnýju Eir Ævarsdóttur, segir frá konu með brotið hjarta, hún er þreytt og týnd í lífinu og finnur ekki leiðina heim til hjartans. Hún ákveður að láta leggja sig inn á heilsuhæli þar sem tilraunir eru gerðar með ilm- vötn og ilmvatnsgerð. Þar er hún látin lýsa lyktinni af foreldrum sínum. Foreldrum sínum, sem ilmuðu af ást. Með þeirri vinnu náði aðalpersóna sögunnar að byggja brú á milli heila og hjarta og þannig rataði hún heim. Heim til síns hjarta. Þjóðkirkjan hefur staðið reglu- lega á tímamótum með þjóðinni í gegnum aldanna rás. Aðkallandi samfélagslegar breytingar kalla á kirkju sem stendur á sterkum stoðum. Kirkju sem tekur þátt, kirkju sem hlustar og bregst við. Hvað sem þær breytingar kunna að hafa í för með sér verður þjóð- kirkjan hjartastaður þjóðar, hvar við öll getum fundið leiðina að hjartanu – heim að Hólum. n Heim að Hólum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.