Fréttablaðið - 16.08.2022, Side 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
thordisg@frettabladid.is
„Það hljómar ábyggilega mjög
skringilega þegar ég segi að lista-
gyðjan hafi birst mér í draumi, eins
og hún vildi hreinlega banka upp
á og vekja mig af værum blundi.
En hvað hún vildi var mjög skýrt.
Hún sagði að ég fyndi hamingjuna
með því að leika mér að litum. Mér
fannst það heldur skrýtið, hlustaði
samt á hana – en vissi ekki hvað ég
ætti að gera við það. Svo kynntist
ég nýrri ást, eftir skilnað við fyrra
samband, og hann sá í mér listrænt
eðli, hvatti mig til dáða og blés í
mig hugrekki til að prófa að mála.
Þannig á hann stóran þátt í að
vekja mig inn í þá nýju vídd sem
listsköpunin er mér.“
Þetta segir Andrea Ólafsdóttir,
fyrrverandi forsetaframbjóðandi
og núverandi listakona.
„Að elska og vera elskuð með
þeim hætti sem ég upplifi nú er
einstök gjöf. Það er eins og maður
fái nýtt tækifæri í lífinu og það
veitir mér innblástur. Þótt ég sé
búin að ná þessum háa aldri upp-
lifi ég nú djúpa, fallega, innilega og
sterka ást, svolítið eins og að fljúga
um á töfrateppi í fallegum heimi
og þannig vil ég halda áfram að
fljúga inn í eilífðina.“
Dreymandi sál með stórt hjarta
Andrea fæddist á Húsavík við
Skjálfanda árið 1972, þar sem
hún ólst upp við frelsið sem fylgir
litlum bæjum úti á landi, sjó-
mennsku föður síns og listræna
takta blómakonunnar móður
sinnar.
„Ég náði að klára fimmtugasta
hringferðalagið mitt í kringum
sólina 2. ágúst síðastliðinn. Mér
fannst eins og það hlyti að verða
eitthvað stórt, að hafa lifað í hálfa
öld, en ég hef áttað mig á að maður
stýrir ferðinni svolítið sjálfur, ef
maður hefur heilsuna í liði með
sér, upplifir þokkalega þroskað
unglambið í sér eða hvort aldurinn
leggist illa í mann. Þegar ég lít til
baka finnst mér ég verða betri með
hverjum áratug sem ég lifi,“ segir
Andrea, og skilgreinir sjálfa sig
betur.
„Ég er kærleiksrík, dreymandi
sál með risastórt hjarta sem á hér
leið um í skamman tíma, þessa
stuttu jarðvist. Tíminn flýgur
áfram á meðan hjartað slær í
takt við lífið og tilveruna, listina,
ástina, og allar sveiflurnar og hlut-
verkin sem því fylgja.“
Hagsýn og nægjusöm húsmóðir
Andrea var formaður Hagsmuna-
samtaka heimilanna áður en hún
bauð sig fram til forseta Íslands
2012. Þótt hún starfi ekki lengur á
þeim vettvangi segir hún hags-
munamál heimila sér hugleikin.
„Á þeim rúma áratug sem liðinn
er frá síðasta efnahagshruni lítur
út fyrir að ekki hafi verið nóg gert
og nú stefnir allt í hrun aftur, að
því er mér virðist. Lánamál og
lánskjör heimila og fyrirtækja eru
enn risastórt mál í okkar samfélagi
og nú er verðbólgan enn og aftur
komin á mikið skrið. Það hefði
verið ákaflega gott ef við, samfélag
sem heild, hefðum tekið höndum
saman um heimilin, þannig að þau
stæðu ekki í sömu sporum og þau
gerðu síðast í síðasta hruni, til að
fyrirbyggja að sami leikur endur-
taki sig með fjölda fjölskyldna sem
missa heimili sín,“ segir Andrea.
Hún tekur fram að staðan á
lánamarkaði hafi þó aðeins breyst.
„Sem betur fer eru fleiri komnir
með óverðtryggð lán því með þeim
er betur hægt að stýra hagkerfinu.
Enn eru þó mjög margir með
breytilega vexti og enn er ekkert
þak á því hversu langt lánastofn-
anir geta gengið í því að innheimta
með sínum marggötuðu beltum
og endalaust teygjanlegu axla-
böndum.“
Sjálf segist Andrea hafa valið
að koma sér í það skjól sem hún
getur fyrir komandi hrun með því
að festa vexti á óverðtryggðum
lánum.
„Það skjól er þó aðeins til
skamms tíma. Við erum ekki
komin lengra í lánakjörum en það.
Nú eru verkalýðsfélögin að semja
fyrir hönd stórs hluta samfélagsins
og mér finnst að þau eigi að tala
fyrir lánamálum og þeirri hlið
á hagsmunum heimilanna líka.
Lífskjör okkar snúast ekki bara um
launakjör á vinnumarkaði; þau
þurfa að hugsa á víðari grund-
velli því þau ná líka til verðlags og
lánakjara. En lífið og lífskjör okkar
snúast ekki einungis um verald-
lega hluti, heldur líka umhyggju,
umsjá og kærleika til barnanna
okkar sem koma til með að taka
við keflinu.“
Andrea kveðst í senn vera
nægjusöm og hagsýn húsmóðir.
„Ég tek ekki þátt í að hoppa á
hamsturshjólið til að eltast við
tískubylgjur, dýrasta dýrt eða
flottasta flott. Ég kann vel að meta
fallega hönnun og hluti, en heim-
ilislífið snýst um annað og miklu
meira. Ég vil að heimilið og heim-
ilislífið sé þægilegt og afslappað.
Mér finnst miklu skipta að heima
sé gott flæði, sem og ást og virðing í
samskiptum sem öllum getur liðið
vel með. Með auknum þroska finn
ég betur að kærleikur, hamingja
og gleði er æðsti tilgangurinn og
mesta ríkidæmið, og ég vil ganga
svo langt að segja að það sé í raun
svarið við öllum helstu vandamál-
um heimsins. Frumkvæði, hug-
rekki, sköpun og vit er auðvitað
líka tilgangur mannskepnunnar,
sem og þróun á þeim sviðum sem
nauðsynleg eru, ásamt rækt við
innri kjarna og mannsandann.“
Að muna eftir að leika sér
Æskudraumar Andreu snerust um
myndlist og nú þegar hún upplifir
nýtt upphaf segist hún hafa hleypt
skaparanum út úr skápnum.
„Það má segja að ég hafi kynnst
nýrri hlið á sjálfri mér; eða við-
bót við það sem fyrir var. Listin
er ný leið til að njóta tilverunnar
og þegar ég skapa er gleðin með
mér; ég upplifi þakklæti og finnst
gefandi að vera þeirrar gæfu
aðnjótandi að geta sinnt listsköp-
un og hreinlega að hafa það í mér.
Tími, rúm og umheimurinn víkur
fyrir sköpunarflæðinu, og ég kalla
það algleymi listsköpunar. Þar er
gefandi og gott að vera,“ greinir
Andrea frá.
Hún segir listsköpun sína velta
mikið á því að vera í f læði og stilla
sig inn á rétta bylgjulengd. Oftast
komi eitthvað skemmtilegt út úr
því.
„Stundum snýst það um að
hlusta á listagyðjuna, þegar hún
hvíslar að ég eigi alltaf að muna að
leika mér. Og þótt leikurinn komi
oft upp í mér held ég að ákveðin
skerpa einkenni mig. Ég vonast til
að koma til skila hugrekki, gleði
og skerpu. Stundum raða ég kaos
og reglu saman og úr verður ein-
hvers konar „random“ regla sem ég
held að sumir upplifi sem svolítil
skemmtilegheit, á meðan aðrir
sjá jafnvel sögu eða tengja formin
við eitthvað ákveðið,“ útskýrir
Andrea.
Hún fær mikið út úr því að nota
sterka liti og hefur trú á að litir geti
haft áhrif á sálarlíf og líðan.
„Á strigana mína fæðast oft
skarpar línur og form í sterkum
litum. Ég hef fyrir reglu að segja
„don’t be too square“, og leik mér
að því að skekkja leik sem verður
of „square“. Það er svo persónu-
bundið hvað hverjum og einum
finnst og hvernig þeir upplifa
listina. Mér finnst til dæmis
áberandi með sjálfa mig hvað ég
kann miklu betur að meta abstrakt
myndlist í dag en ég gerði hér
áður fyrr. Ég hef fengið mikinn
innblástur af seinni tíma verkum
Wassily Kandinsky. Áður hreifst ég
mjög af fullkomleika í realisma, en
realismi í myndlist hefur ekki stórt
rými í því sem ég kann að meta
í dag. Ég vil miklu frekar njóta
realisma, sem getur verið ákaflega
áhugaverður og fallegur, í formi
ljósmynda. En það hvernig annað
fólk upplifir listsköpun mína eða
annarra er í raun þess eigið innra
ferli.“
Gríðarlegt vald fjölmiðla
Listamannslífið á vel við Andreu.
„Ég elska það! Það mætti alveg
felast í því meira peningaflóð, en
það tekur allt sinn tíma.“
Hún málar í listasmiðju sem hún
deilir með ástinni sinni, Kristni
Sturlusyni tónlistarmanni og
hljóðtæknimanni.
„Við Kristinn eigum saman
heimili og lögðum nánast allan
bílskúrinn undir listasmiðju fyrir
okkur tvö. Hann semur stundum
tónlist og hvatti mig líka á sínum
tíma til að semja texta. Við höfum
samið töluvert marga texta saman
við lögin hans. Kristinn skoraði
á mig með handabandi að halda
einkasýningu á þessu ári, þegar ég
yrði fimmtug. Sömuleiðis skoraði
ég á hann að gefa út lögin okkar
og bæði erum við nú að standa við
þetta. Hann gefur út undir nafninu
Sturluson á Spotify þar sem fyrsta
lagið er þegar komið út og von er á
fleiri lögum á næstunni,“ upplýsir
Andrea.
Spurð hvort hún hefði mögu-
lega orðið málandi forseti svarar
Andrea:
„Það er ómögulegt að segja til
um hvernig lífið hefði þróast en
við getum leikið okkur að því að
fabúlera um það. Ætli Andrea sem
forseti hefði ekki verið töluvert
uppteknari af öðrum hlutum í
þágu samfélagsins og lagt allt aðrar
línur. Ég veit ekki hvort Andreu
sem forseta hefði dreymt listagyðj-
una og fengið svo skýra hvatningu
til listsköpunar. Ég efast um það,
en hvað veit maður?“
En gæti hún hugsað sér að fara
aftur fram til forseta?
„Ég hef ekkert hugsað um að
endurtaka það, enda kæri ég mig
ekki um að vera forseti nema ein-
mitt og einungis með þeim hætti
og áherslu að nýta embættið til
að koma á breytingum. Embætti
forseta á ekki að vera eingöngu
til skrauts; það á að nýta í þágu
þjóðarinnar þegar á þarf að halda.
Það eru augljósir varnaglar á því
í stjórnarskránni sem gera að
verkum að það verði ekki misnot-
að, enda ganga þeir varnaglar út á
að hemja valdið og bæði þingið og
þjóðin gegna því hlutverki gagn-
vart embættinu. Það sem stendur
upp úr í minningunni er í raun
hversu gríðarlegt vald fjölmiðl-
arnir hafa. Það getur reynst hverju
samfélagi hættulegt þegar því er
misbeitt.“
Hamingjan er skrýtið fyrirbæri
Einkasýning Andreu verður opnuð
klukkan 14 í Gallerí Grásteini á
Skólavörðustíg 4 á Menningarnótt.
„Ég get ekkert sagt til um hverju
gestir og gangandi eiga von á,
nema þeirra eigin upplifun. Það
er svo misjafnt hvað fólk vill sjá og
upplifa með list. Sumir vilja ein-
falda fegurð, aðrir mjúka liti eða
sterka. Sumir vilja eitthvað órætt
á meðan aðrir vilja ákveðin form
og skerpu, eða jafnvel fullkominn
realisma. Margir vilja fá að vekja
eigið ímyndunarafl og aðrir að
það hreyfi við þeim með spyrjandi
hætti – enn aðrir vilja eitthvað
krassandi sem er bæði krefjandi og
ögrandi, og jafnvel þannig að það
kollvarpi hugmyndum þeirra um
heiminn. Ég tefli fram listsköpun
sem ég vona að fólk muni njóta,
hvert með sínum hætti.“
Andrea greinir frá að listsköpun
hafi vakið með henni einlæga,
barnslega gleði og hamingju sem
hún vissi ekki að hún ætti til.
„Hamingjan er skrýtið fyrirbæri
og öll leitum við að henni. Við
upplifum hana auðvitað mörg í
gegnum ást og kærleika. Svo erum
við svo misjöfn að hamingja og
gleði er ekki fólgin í því sama hjá
öllum. Ég held að þeim sem tekst
að finna gott flæði í því sem þeir
gera, f læði sem virkar svolítið eins
og algleymi, finni hamingjuna, en
það er ekki öllum sem tekst það,
því miður. Þess vegna þarf að hafa
þakklætið með sér, þegar maður
finnur þetta ástand, og næra sálina
með því.“
Hún segir tilfinningaþrungna
tilveru að hafa hleypt skaparanum
á stökk, en hvað á hún við?
„Líf mitt tók stórum stakka-
skiptum í kjölfar erfiðleikatíma-
bils sem ég gekk í gegnum, eins
af þessum lífsins djúpu öldu-
dölum sem við mörg hver þurfum
að ganga í gegnum. Því fylgdu
flutningar, skilnaður, innri ólga
og djúpstæð sorg vegna barnanna
minna, og við tók heilunarferli
sem var mér bæði hollt og reyndist
örlagaríkt. Ég upplifði það því sem
gríðarlega stóra og magnaða gjöf
að fá að kynnast ástinni sem ég
gerði og öðlast innsýn í minn eigin
sköpunarheim. Að fá tækifæri til
að elska og skapa og njóta þess
eins innilega mikið og ég geri. Það
krafðist þó hugrekkis sem ég vona
að lifi alltaf með mér. En ef það
læðist að mér sú tilhugsun að lífið
myndi breytast með einhverjum
hætti þannig að ég gæti bara alls
ekki málað, þá vekur það með mér
djúpstæða sorg. Ég á því ekki von á
að ég muni hætta því svo lengi sem
ég mögulega get það.“ n
Andrea með eitt abstrakt-verka sinna. Hún segir tilhugsunina um að hætta að mála vekja með sér djúpstæða sorg.
Að elska og vera
elskuð með þeim
hætti sem ég upplifi nú
er einstök gjöf. Það er
eins og maður fái nýtt
tækifæri í lífinu og það
veitir mér innblástur.
2 kynningarblað A L LT 16. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR