Fréttablaðið - 16.08.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 16.08.2022, Síða 26
Í Sólrúnu skrifar Sigurlín Bjarney Gísladóttir um sam­ nefnda áttræða söguhetju sem ákveður að segja skilið við líf sitt í þjónustuíbúð og halda út í óvissuna á putt­ anum. Bókin á sér langan aðdraganda og fjallar um ýmis þemu á borð við ástina, dauðann og kynslóðabilið. Sigurlín Bjarney Gísladóttir sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu, Sólrúnu, sem segir frá samnefndri konu um áttrætt sem ákveður að láta sig hverfa úr þjón­ ustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað norður í land á puttanum. Sigurlín segir bókina eiga sér langan aðdraganda. Hún byrjaði að skrifa söguna í kringum 2010 en þegar bók með svipað umfjöllunarefni kom út ári síðar setti hún handritið á ís. „Ég var í rithóp þar sem ég þurfti að skila inn köflum. En síðan kom Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf út og þá setti ég þetta handrit bara lengst ofan í skúffu í mörg ár. Ég er búin að vera að malla með þetta núna í mörg ár og búin að breyta fram og til baka. Ég veit ekki hversu oft ég er búin að endurskrifa, ég hef ekki tölu á því. Ég held að maður geti verið að endur­ skrifa inn í eilífðina. En maður þarf einhvern tíma bara að ákveða hve­ nær þetta er tilbúið.“ Í Sólrúnu er minnst á kvik­ myndina Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson sem einnig fjallar um gamalt fólk sem flýr af elliheimili. Spurð hvort um sé að ræða ákveðið minni í bókmennta­ sögunni segir Sigurlín Bjarney: „Já, þetta er örugglega partur af því. Mér fannst ég verða að ávarpa þá bíómynd í bókinni og hún (Sól­ rún) er sko aldeilis ekki sammála því að hún sé eins og fólkið í henni því hún er bara ekkert svona gömul eins og þau. Það er svo fallegt þegar maður er orðinn gamall og finnst maður verða eilíflega tvítugur. Það er mikið af svona bókum og verkum en það sem mér finnst oft ekki vera nógu gott er að það er oft svona ein­ hver krúttleiki í kringum það. Ég er að reyna að fara ekki þangað en það er eiginlega bara lesenda að dæma hvort mér takist það.“ Óyfirstíganlegt kynslóðabil Sigurlín telur það vera eðlilegan part af mannlegri tilveru að vilja sleppa frá ellinni og dauðanum. Þá er annað umfjöllunarefni sem hana langaði sérstaklega að fjalla um, sem er kynslóðabilið. „Sólrún hittir oft ungt fólk sem hún skilur ekki alveg og það er svo­ lítið að segja henni til syndanna en á mjög fallegan hátt. Í einhver skipti lærir hún af þeim og ég held að það sé svo mikilvægt af því þetta kyn­ slóðabil er stundum bara óyfirstíg­ anlegt. Ég held að það sé svo ótrú­ lega mikilvægt að þegar ég verði gömul þá verði ég tilbúin að læra af þeim sem eru yngri og öfugt. Af því það er kannski einhver mýta að maður verði eitthvað vitur og sett­ legur þegar maður verður gamall, ég held að við séum alls konar á öllum aldursskeiðum.“ Ástin og dauðinn Í Sólrúnu er einnig fjallað um mál­ efni sem er ekki algengt umfjöll­ unarefni í bókmenntum, hinsegin ástir eldra fólks. Sólrún uppgötvar að hún er tvíkynhneigð og hefur sambúð með Birnu, konu sem hún kynnist á elliheimilinu. Spurð hvort þetta hafi verið eitthvað sem hana langaði sérstaklega að fjalla um segir Sigurlín Bjarney: „Þetta bara gerðist. Ég var með þessa persónu Birnu og svo allt í einu kom þetta upp. Ég veit ekki hvort ég ákvað það en það gerðist og Sólrúnu finnst ekkert eðlilegra. Það er í rauninni umhverfið sem er ein­ hvern veginn að segja henni til um hvernig hún á að vera og svo fær hún samtal með æskuvinkonu þar sem hún þarf kannski svolítið svona að velta þessu fyrir sér. Vonandi er það framtíðin og að umhverfið fari ekki að reyna að stýra hlutunum. Það eru ekkert allir endilega að koma út úr skápnum þegar þeir eru ungir eða unglingar, kannski er fólk að koma út úr skápnum á elliheimilum.“ Þótt saga Sólrúnar virki blátt áfram til að byrja með þá er margt órætt undir yfirborðinu og ákveð­ inn ankannaleiki svífur yfir vötn­ um. „Sólrún lendir ítrekað í því að fólkið sem hún hittir, hún kemst að því eftir á að það er látið. Þann­ ig að þetta er svona á einhverjum mörkum lífs og dauða. Ég hef það bara svolítið opið. Kannski er hún nú þegar dáin, kannski dó hún bara í þjónustuíbúðinni eða kannski er hún að deyja í Dimmuborgum, ég veit það ekki. Það verður hver og einn að finna fyrir sig,“ segir Sigur­ lín Bjarney. n Á einhverjum mörkum lífs og dauða Sigurlín Bjarney byrjaði að skrifa Sólrúnu fyrir rúmum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Sólrún er fyrsta skáldsaga Sigurlínar Bjarneyjar. Kápa/Bjartur Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Ég held að maður geti verið að endur skrifa inn í eilífðina. En maður þarf einhvern tíma bara að ákveða hvenær þetta er til- búið. tsh@frettabladid.is Borgarbókasafnið Grófinni stendur í dag fyrir viðburðinum Hinsegin útgáfa | Er hægt að lifa án fortíðar? þar sem hollenski rithöfundurinn og listamaðurinn Simon(e) van Saarloos mun kynna bók sína Take ‘Em Down. Í bókinni sækir van Saarloos innblástur í líf hinsegin fólks sem sagan hefur þurrkað út og hugleiðir hvort og hvernig hægt sé að lifa án fortíðar. Um leið gagn­ rýnir hán hvernig hið hvíta minni – þar á meðal hennar eigið – hefur tekið sumum sögum sem sjálfsögð­ um hlut á sama tíma og aðrar sögur hafa verið þurrkaðar út. Auk van Saarloos mun mann­ fræðingurinn Inga Dóra Björnsdótt­ ir f lytja erindi undir yfirskriftinni Minnisvarðar: Tákn saklauss stolts eða valds og yfirráða? Þá verður sýnt brot úr myndbandinu Sögu­ legur andlegur titringur – geim­ ferða áætlun frá samvinnuhópnum Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS). Viðburðurinn hefst klukkan 17 í Borgarbókasafni Grófinni. Aðgang­ ur er ókeypis og allir velkomnir. Simon(e) van Saarloos er hol­ lenskur rithöfundur og heimspek­ ingur. Hán er höfundur fjögurra bóka, sem tvær hafa verið þýddar á ensku: Playing Monogamy (Publica­ tion Studio, 2019) og Take 'Em Down um dreifða minnisvarða og hinsegin gleymsku. Inga Dóra Björnsdóttir er mann­ fræðingur að mennt og starfaði sem aðjunkt við mannfræðideild háskól­ ans í Kaliforníu, Santa Barbara. Eftir Ingu Dóru liggja tvær ævisögur, Ólöf eskimói og Kona þriggja eyja, en hún líka hefur skrifað mikið um þjóðernishyggju, kyngervi og íslensku kvennahreyfinguna. Herring, Iron, Gunpowder, Hum­ ans & Sugar (HIGHS) er samvinnu­ hópur sem hefur starfað frá 2017 skipaður af jamaíska dansaranum Olando Whyte og sænsku listakon­ unni Rut Karin Zettergren. n Fortíð og hinseginleiki í Grófinni Simon(e) van Saarloos mun kynna bók sína Take ‘Em Down. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið 14 Menning 16. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.