Mosfellingur - 22.04.2021, Page 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Í eldhúsinu
hvað
gerist
næst?
Þegar ég skrifaði pistil hér síðast í bæjar-
blað okkar Mosfellinga þá var ég bjartsýnn
á betri tíma. Bjartsýnn á að næst þegar
ég skrifaði pistil þá væru komnir bjartari
tímar hvað Covid varðar. Að við Mosfell-
ingar yrðum meira og minna bólusett og
öll valhoppandi af gleði yfir því að fá að
mæta frjáls í ræktina, sund, leikhús og svo
framvegis.
Ég hafði ímyndað mér að ástandið væri
svipað og þegar beljunum er hleypt út á
vorin, eða svona þar um bil. Ég sá fyrir
mér smekkfulla Bónus eða Krónuna
af glöðum Mosfellingum slefandi upp í
hvert annað af einskærri gleði við það eitt
að geta tekið aftur í spaðann á gömlum
kunningja. Að Barion væri stútfullur frá
morgni til kvölds og það væri þétt setið á
öllum borðum. Og það væri ekki þverfótað
í World Class og Eldingu fyrir sveittum
kroppum sem rífa í lóðin og hlaupa á
brettunum svona til að vinna upp glataða
tíma.
En enn og aftur þegar kemur að því að
spá í framtíðina er ég með skituna upp
á bak og væntingar mínar heldur óraun-
hæfar. Þessi Covid fjandi staldrar enn við
og virðist ekki vera á förum. Það lítur út
fyrir að við þurfum að halda Þorrablót
Aftureldingar í haust og fjölmenn afmæli
og aðrar veislur verða að bíða betri tíma.
Þetta ástand er náttúrulega löngu hætt
að vera ásættanlegt, fólk skiptist í fylking-
ar um hvort eigi að skella í lás á klakanum
tímabundið eða reyna að standa storminn
af sér. Hvað svo sem verður gert þá verður
eitthvað að fara að lagast. Atvinnuástand-
ið þarf að komast á réttan kjöl og hlutirnir
þurfa að komast aftur af stað.
Ekki geta allir opnað OnlyFans reikning
til þess að færa björg í bú og salt í grautinn
... Og hvað allt þetta nú kallast. Ég er að
minnsta kosti viss um að ég færi ekki vel út
úr þeirri atvinnugrein ...
Upp með sprauturnar og áfram gakk.
þetta gengur ekki svona lengur.
Sverrir og Hrefna Fanney skora á Hrafnhildi og Þór að deila næstu uppskrift
Sverrir Ágústsson og Hrefna Fanney
Matthíasdóttir deila hér með okkur
girnilegri uppskrift að humarpizzu.
Pizzabotn 2 stk 12“ botnar (eða nota
tilbúið deig)
• 250 g spelt
• 3 stk vínsteinslyftiduft
• ½ tsk salt
• 1 tsk oregano
• 2 msk ólífuolía
• 125 ml heitt vatn
Þurrefnum blanda saman í skál.
Bætið olíunni út í, síðan vatninu og
hnoðið deigið. Stráið smá spelti á borðið,
skiptið deiginu í tvennt og fletjið frekar
þunnt út í tvo hringlaga botna ca 25 cm í
þvermál. Setjið bökunarpappír á ofnplötu,
deigið þar ofan á og forbakið við 200°C í 3-
4 mín. og setjið síðan rakt viskastykki ofan
á botnana svo þeir verði ekki að tvíbökum!
Hráefni ofan á pizzubotn:
• Slatti af humri sem er hreinsaður og
lagður í olíu með hvítlauk, maldonsalti og
pipar
• Rifinn mozzarellaostur
• Saffran (má sleppa)
• Ósaltaðar pistasíuhnetur ca ¾ úr poka á
hverja pizzu
• Klettakál ca ¾ úr poka á hverja pizzu
Ostinum er stráð á pizzubotnana, rétt áður
en humarinn er tekinn úr skálinni er smá
saffrani stráð yfir humarinn. Raðið humrin-
um yfir ostinn, myljið aðeins hneturnar og
stráið yfir og skellið svo í ofninn á 200°C í
ca 15 mín.
Sósa:
• Safi úr einni sítrónu
• 4 msk olía
• 4 tsk gróft sinnep
• 6 msk hunang
• Salt og pipar
Blandið olíu, sinnepi, og hunangi vel saman,
setjið sítrónusafann út í smám saman og
smá salt og pipar. Þegar pizzan er klár
og tekin úr ofninum þá er klettakálinu og
sósunni dreift yfir, sósan er líka borin fram
með pizzunni.
Verðiykkuraðgóðu!
Högni snær
Humarpizza
hjá sverri og hrefnu
heyrst hefur...
...að pizzastaðurinn Pizzan ætli að
opna við hlið Krónunnar þar sem
Blackbox var áður.
...að 10 umsækjendur hafi verið um
stöðu skólastjóra við Varmárskóla.
...að Greta Salóme sé búin að kaupa
sér hús í Helgafellshverfi.
...að Mosfellingurinn Sigríður Dögg
Auðunsdóttir bjóði sig fram til for-
manns Blaðamannafélags Íslands.
...að Heima með Helga, sem tekið
var upp í Hlégarði, hafi verið valið
tónlistarviðburður ársins á Íslensku
tónlistarverðlaununum.
...að golfarar vilji fá salernisaðstöðu
við 8. braut á Hlíðavelli.
...að veitingastaðurinn Serrano
sé búinn að kaupa glerhýsið í
Bjarkarholtinu.
...að strákarnir í Kaleo séu að koma
út með nýja plötu um helgina en
nýjasta myndaband þeirra við
gosstöðvarnar hefur slegið í gegn.
...að það sé að koma ný vallarklukka á
Fagverksvöllinn.
...að 2.000 fm húsnæði Sigurplasts við
Völuteig sé til sölu.
...að hægt sé að leigja borðspil á
bókasafninu og þeim fari fjölgandi.
...að ærslabelgurinn á Stekkjarflöt sé
kominn í gagnið eftir veturinn.
...að Anna Guðrún og Maggi.net eigi
von á sínu öðru barni í haust.
...að knattspyrnumaðurinn Arnór
Gauti ætli að spila með Aftureldingu
í sumar.
...að Steinunn og Stefán eigi von á sínu
fyrsta barni í sumar.
...að mosfellska hljómsveitin Redline
hafi verið að gefa út ábreiðu af lagi
Pearl Jam og fengið góð viðbrögð.
...að stjörnukylfingurinn Valdís Þóra
sé komin í þjálfarateymi Golfklúbbs
Mosfellsbæjar.
...að handknattleiksmaðurinn Elvar
Ásgeirs sé kominn í landsliðshóp
Íslands sem leikur þrjá leiki í næstu
viku.
...að Una Hildardóttir hafi landað
þriðja sætinu í forvali VG í
Suðvesturkjördæmi.
...að Lágafellskirkja verði lokuð í tvo
mánuði í sumar vegna viðgerða.
...að Mosfellsbær sé að auglýsa lóðina
við hlið slökkvistöðvarinnar til sölu
fyrir verslun og þjónustu.
...að hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta
falli niður en Mosverjar verði með
tindaáskorun á Lágafell fyrir börn og
fjölskyldur.
...að 16 manns hafi sótt um stöðu
skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar.
...að Árni Bragi sé á leiðinni suður og
muni spila með Aftureldingu á næsta
tímabili en þau Sigdís eiga von á
barni í haust.
...að Lexi sé að fara stofna rafíþrótta-
deild í Mosfellsbæ næsta fimmtudag.
mosfellingur@mosfellingur.is
Ellen Una Matthíasdóttir fæddist 21.
október 2020 á Akranesi. Fæðingar-
þyngd og -lengd: 4.006 gr og 52 cm.
Foreldar: Tanja Ösp Þorvaldsdóttir
og Matthías Hugi Halldóruson.
- Heyrst hefur...28
Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s
jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum,
timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum.
Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnu-
brögð, vandvirkni og skjóta þjónustu.
Sími 893 5788