Norræn tíðindi - 01.05.1964, Síða 4

Norræn tíðindi - 01.05.1964, Síða 4
KÓPAVOGUR. Norræna félagið í Kópavogi var stofnað í desember 1962. Á árinu 1963 voru haldnir þrír stjórnarfundir í fé- laginu auk aðalfundar í apríl. Um- ræðuefni fundanna var einkum möguleikar á vinabæjatengslum við bæi á Norðurlöndum, en formleg tengsl tókust fyrst á yfirstandandi ári. Þá efndi félagið til Pæreyingavöku, sem haldin var í marz 1963 með fjölbreytilegum kynningar- og skemmtiatriðum. Allmargir Færey- ingar tóku þátt í vökunni. Sunnudaginn 8. marz 1964 var haldin Pinnavaka í Félagsheimilinu á vegum félagsins. Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri fé- lagsins, setti samkomuna og gat þess, að formlega hefði verið gengið frá vinabæjasambandi við Tampere í Pinnlandi, Þrándheim í Noregi, Odense í Danmörku og Norrköping í Sviþjóð með samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kópavogskaupstaðar 21. febr. s.l. Bæjarstjórinn rakti í stórum drátt- um menningarsögu Finna og taldi margar hliðstæður vera i sjálfstæð- isbaráttu þeirra og Islendinga. Þá nefndi hann ýmsa jákvæða eðlisþætti í fari beggja þjóðanna, sem væru svo svipaðir, að með ólikindum mætti telja um óskyldar þjóðir. Hann bar mikið lof á finnsku þjóðina og ávarp- aði að lokum þá Finna, sem komnir voru til samkomunnar sérstaklega á finnsku og þakkaði þeim framlag þeirra til vökunnar. Næst flutti ungfrú Rut Södersthál, finnskur norrænunemi hér við Há- skólann erindi um Finna og finnska tungu á íslenzku og var gerður góð- ur rómur að því. Þá kynntu þau frú Barbro Þórarinsson og Taisto Suominen finnsk Ijóð og lög — og Klippið hér Ég óska að gerast þátttakandi í Nafn: ......................... Heimilisfang: ................. Atvinna: .................... tóku samkomugestir undir sönginn og sungu finnsku textana. Kom þar skýrt í Ijós, hve íslenzkum er létt um framburð á finnsku. Að loknu kaffi- hléi léku þeir Ingvar Jónasson, fiðlu- leikari og Þorkell Sigurbjörnsson, slaghörpuleikari finsk lög við mik- inn fögnuð áheyrenda. Andrés Kristjánsson ritstjóri — varaformaður félagsins — flutti spjall um Tampere, vinabæ Kópa- vogs, en hann var þar á ferð á liðnu hausti. Taldi hann það helzta sam- eiginlegt með þessum tveimur bæj- um, hve hratt þeir yxu. Þá var sýnd fögur finnsk litkvikmynd. Og að lok- um sungnir finnskir söngvar og end- að á þjóðsöngnum. Aðsókn var góð Henrik Aunio skreytingamaður hafði gert fagra skreytingu á enadvegg salarins með finnskum fánum og fánalitum. Mánudaginn 25. mai s.l. bauð N.F. í Kópavogi félagsmönnum og gestum til kvikmyndasýningar í Félagsheim- ilinu, þar sem sýndar voru litkvik- myndir frá vinabæjum Kópavogs í tilefni af væntanlegri vinabæjarferð til Norðurlanda í sumar. Félags- menn deildarinnar eru 105. HAFNARFJÖRÐUR. Aðalfundur Norræna félagsins í Hafnarfirði fyrir árið 1963 var hald- inn 20. apríl. Stjórn félagsins var endurkjörin, en formaður félagsins er Þóroddur Guðmundsson, rithöf- undur. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Jan Nilsson, lektor, erindi um Gustaf Fröding og sýnd var litkvik- mynd frá Svíþjóð. Haldið var vinabæjarmót í vina- bæ Hafnarfjarðar, Friðriksbergi, dagana 23.—25. maí 1963, og mættu þar sem fulltrúar félagsins Páll Helgason tæknifræðingur og frú. Tveir stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu 1963—64 og einn skemmti- og fræðslufundur, auk að- alfundar. Á skemmti- og fræðslu- fundinum sagði Páll Helgason frá för þeirra hjónanna á vinabæjar- mótið að Friðriksbergi, nokkrar stúlkur úr Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar sungu, og Inga María Jó- hannsdóttir sagði frá dvöl sinni á sænskum lýðháskóla. Magnús Gísla- son framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins og frú hans voru gestir fund- arins. Þann 3. júlí komu norrænir gestir deildarinnar í Hveragerði, og voru leiðsögumenn þeirra frú Grethe Ásgeirsson, og Ragnar Ásgeirsson ráðunautur, hingað til Hafnarfjarð- ar. Tóku þeir formaður, varafor- maður og gjaldkeri félagsins og frúr þeirra á móti gestunum og veittu þeim kaffi á heimilum sínum. Félagið hafði milligöngu um, að unglingar frá Hafnarfirði fengju vist á norrænum lýðháskólum og styrk til námsdvalar, líkt og verið hefur undanfarin ár. Félagið hlaut 5000,00 króna styrk á árinu úr bæjarsjóði til starfsemi sinnar, enn fremur rausnarleg fram- lög frá styrktarfélögum, sem eru sex, auk félagsgjaldanna, en almennir fé- lagar eru nú 66. Á aðalfundi, sem haldinn var 1. maí 1964 voru Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri og frú hans og Halldóra B. Björnsson, rithöfundur, gestir félagsins. Styrktarfélagar: Bókabúð Olivers Steins. — Hafnar- f jarðarapótek. — Hafnarfjarðarbíó. — Kaupfélag Hafnfirðinga. —• Lit- myndir s.f., prentsmiðja. — Vél- smiðja Hafnarfjarðar h.f. I næsta fréttabréfi N.F. verða birt- ar fréttir frá fleiri félagsdeildum. Aldur: .... Dagsetning: FÉLAGIÐ Undirskrift 4

x

Norræn tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.