Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Page 2

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Page 2
Barn og stóma Stómaaðgerðir vegna fæðingargalla Meðal fyrirlesara á íimdi norrænu stómasamtakanna á Akureyri í sumar voru hjónin Elísabet Benediktsdóttir og Jóhannes Pálsson frá Reyðarfirði. Þau skýrðu frá þeirri lífsreynslu sem þau lentu í þegar sonur þeirra þurfti að ganga í gegnum nokkrar stómaaðgerðir vegna fæðingargalla. Elísabet er forstöðuinaður Byggðastofnunar á Egilsstöðum og Jóliannes vinnur hjá verkfræðistofunni Hönnum og ráðgjöf. Ritstjóri fréttabréfsins hringdi í þau á dögunum og bað þau skýra frá reynslu sinni. Ristilvöðvi lamaður Sonur okkar, Páll, er fæddur á Fæðingarheimili Reykjavíkur 4. júní 1989. Strax á öðrum sólarhring komu í ljós stíflur í mellingarvegunum. Hann var rannsakaður og myndir teknar og eftir það var ristillinn hreinsaður. En það gerðist ekkert og liann virtist engu geta komið frá sér. Þá var hann lagður inn á vökudeild Landspítalans til frekari rannsóknar. Sú rannsókn leiddi í ljós að hann var með „necrotiserandi enterocolit“ sem er lömun á tengingu milli smágirnisins og ristilsins. Þetta er kvilli sem er vel þekktur. Þegar liann var tæplega fjögurra vikna, nánar tillekið 29. júní, fór hann í sína fyrstu skurðaðgerð. Þá var tekinn bútur úr sinágirninu og tengdur við ristilinn. Töldu inenn þá að tekist hefði að lækna kvillann, hann var útskrifaður og við fórum heim með liann í lok júlí. Fljótlega eftir heimkomuna komumst við að því að ekki var allt með felldu. Hann virtist alltaf hálflasinn og hægðirnar voru fremur harðar. Hann fór í rannsókn í nóvember þetta sama ár. Við ristilmyndatöku vildi ekki betur til en svo að innhellingin sat efLir og stíflaði þarmana. Við nánari rannsókn, m.a. með því að taka sýni úr endaþarminum, greindist hann með „Hirchsprung“ sjúdóm. Þessi sjúkdómur lýsir sér í því að það vantar taugafrumurnar í ristlinum eða nánar tiltekið þær frumur sem gefa boð um að vöðvinn eigi að hreyfast. Og vegna þess að ristilvöðvinn er lamaður sitja hægðirnar kyrrar. Hann fór í kólóstómíuaðgerð 24. nóvember og þá koin berlega í ljós að taugafrumurnar vantaði. Það dugði þó ekki til því ristillinn var meira og minna skemmdur og því þurfti að fjarlægja liann allan. 16. janúar var gerð á honum ilíóstómaaðgerð. Þá var jafnframt gerð á honum svokölluð Svvendsonsaðgerð. Þá er tekin 7 sm bútur af skeinmda ristlinum og þeiin hluta smágirnisins sem er lieilbrigður og búinn til poki úr því. Smágimið er því næst tengt við endaþanninn. Þessi aðgerð gekk mjög vel. Eftir þessa stóm aðgerð gekk allt mjög vel. Drengurinn dafnaði vel og við áttum ekki í vandræðum með að umgangst stómíuna; þvert á móti fannst okkur hún einfold eftir að við vonmi búin að læra að nota hana og leita upplýsinga um hvemig átti að umgangast stómíuna. Þann 17. otkóber 1990 er stómíunni síðan „sökkr. Orvefsmyndun við stómíu Við vomm sannarlega ekki laus allra mála eftir Svvendsons-aðgerðina þó vissulega tækist luin ljómandi vel. Aðeins hálfu ári síðar eða í mars 1991 var Páll lagður inn að nýju en nú vegna mikilla saingróninga í kringum stómíusvæðið sem var sökkt. Gerð var á honum aðgerð og

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.