Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Page 3

Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Page 3
vonim við þá undir það búin að hann fengi að nýju stómíu en til þess kom þó ekki. Það var svo í nóvember 1995 sem hann veiktist skyndilega. Við fórum með hann í liasti til Reykjavíkur og hann var lagður inn á gjörgæslu Landspítalans. Hann var skorinn upp og kom þá aftur í ljós örvefsmyndun við stómíuna sem hafði verið sökkt. Örvefurinn hafði klemmt görnina og myndað stíflu. Hægðirnar höfðu runnið út í gegnum þarmavegginn í kviðarholið og safnast þar saman. Læknarnir freistuðu þess að bjarga görninni en hún var orðin rnjög skemmd og varð að fjarlægja 36 sm bút af henni. Það voru síendurleknar stómaaðgerðir sem leiddu til þessarar örvefsmyndunar. Ofan á allt fékk hann lungnabólgu við svæfmguna og varð að fara í öndunartæki. Hann hafði líka misst þyngd, var ekki orðinn nema 17 kg. Við vorurn undir það búin að hann fengi varanlega stómíu. Þó okkur hefði fundist sú tilhugsun að hann fengi poka skelfileg fyrir nokkruin árum fannst okkur það ekkert tiltökumál í þetta sinn enda voruin við reynslunni ríkari. Það kom þó ekki til þess að hann fengi poka. Foreldrar hafi samband Nú er rúmt ár liðið frá því hann fór siðast í aðgerð og ekki annað að sjá en hann þrífist og dafni vel. Það er fylgst vel með honum og hann fer einu sinni á ári til Reykjavíkur í eftirlit. Hann verður að passa sig á mataræði og má eingöngu borða auðmelta fæðu. Hann má t.a.m. ekki fá trefjaríka fæðu því trcfjarnar geta sest í þarmana. Þessi „Hirchsprung" sjúkdómur er talin vera að einhverju leyti arfgengur sjúkdómur. Hann var ekki uppgötvaður sem sjúkdómur fyrr en um 1950 af dönskum sérfræðingi. Fram að þeiin tíma höfðu sjúklingarnir verið meðliöndlaðir á þann hátt að heili liluti garnarinnar var numinn brott en sá sýkti látinn eiga sig. Það var vegna þess að menn héldu að stíílan myndaðist við efri hluta sýkta helmings garnarinnar en ekki neðri liluta hans eins og raunin er. Þar sem við búum úti á landi var þetta að vonum töluverð fyrirhöfn hjá okkur þegar erfiðleikarnir í sainbandi við Pál voru hvað mestir. En við nutum mikils skilnings atvimiurekenda okkar og velvilja allra sem við þurflum að leita til. Við urðu að flytja til Reykjavíkur um tíma og leigja íbúð þar. Einnig vorum við í íbúð nálægt Landspítalanum sein Félag krabbameins- sjúkra barna á. Við vissum af tveinmr öðrum svipuðum tilfelluin þegar hann Páll okkar lá á Landspítalanum fyrir 6-7 árum. Við vitum einnig dæmi þess að börn hafi greinst með þennan sjúkdóma síðan þá. Þó að við getum ekki stundað lieimsóknarþjónustu vegna búsetu okkar má engu að síður hafa samband við okkur símleiðis. Við erum alltaf fús til að veita foreldrum þeirra barna sem greinst hafa með sama sjúkdóm og Páll þær upplýsingar og ráðleggingar sem við getum lálið í té. Tölur fyrirárið 1996 Fleiri aðgerðir en áður Á síðasta ári gengust 69 einstaklingar undir stómaaðgerð. Þetta er dálílil aukning frá árinu áður. Flestir, eða 49, eru með kólóstóiníu, 13 með ilíóstómíu og 4 með úróstómiu. Að auki gengust tvö börn undir transversóstómíuaðgerð eða lúpstómíu- aðgerð og einn er með úretróstómíu. Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum frá Hjálpartækjabankanum og Lyfju.

x

Fréttabréf Stómasamtakanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Stómasamtakanna
https://timarit.is/publication/1686

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.