Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.2013, Side 2
Áhrif langvarandi veikinda á aðstandendur
Umhyggja og umönnunarofbeldi
í heimsóknum félaga úr Stómasamtökunum til fólks sem er að fara í stómaaðgerð
eða er nýkomið úr slíkri aðgerð hefúr ávallt verið lögð áherslu á að maki eða
nákominn ættingi sé einnig viðstaddur. Samvera með einstaklingi sem hefúr gengið
í gegnum erfið veikindi er bráðnauðsynleg til að honum líði sem best. Að sýna
samlíðan í verki er mikilvægasti þátturinn í mannlegum samskiptum.
Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsustöðinni, fjallaði um áhrif langvarandi
veikinda á aðstandendur á fúndi hjá Stómasamtökunum 3. október sl. Því miður
mættu fáir á þennan fúnd en þar var fyrst og fremst um að kenna lélegri
póstþjónustu því fréttabréfið barst ekki í hendur viðtakenda fyrr en sama daginn og
fúndurinn var haldinn. Mjöll lauk BA-námi í sálfræði frá Háskóla íslands 2006 og
cand. psych. prófí frá háskólanum í Árósum árið 2012. Hún hóf störf á
Heilsustöðinni í júní 2013. Mjöll hefúr sótt námskeið og fyrirlestra á sviði
áfallameðferðar og heilsusálfræði ásamt því að sækja ráðstefnur um sitt sérsvið. í
starfsnámi sínu í Danmörku starfaði hún á kvíðameðferðarstöð. Hún hefúr unnið í
samstarfi við Hjartamiðstöðina og veitt skjólstæðingum þeirra, hjartasjúklingum og
mökum, sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Mjöll hefúr sérhæft sig í því að veita stuðning
þeim sem eru að takast á við veikindi og einnig mökum þeirra og fjölskyldu. Þá
hefúr hún sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, og streitu. Mjöll hefur mikla
reynslu af námskeiðahaldi og fræðslu og stuðningi við þá sem hafa verið
atvinnulausir í langan tíma.
Þú fjallaðir í fyrirlestri þínum um áhrif langvarandi veikinda á aðstandendur.
Viltu segja okkur nánarifrá þessu.
,J>að er auðvitað mjög erfið staða að eiga veikan maka þó aðstæður séu jafn
mismunandi og við erum mörg. En veröldin breytist mikið þegar erfið veikindi heija
á og jafn erfitt og það er mörgum að breyta lífi sínu og lífsvenjum af fúsum og
frjálsum vilja þá verður það ekki auðveldara þegar ástæðan er erfið veikindi. Þá er
bæði erfitt að takast á við þessar óviðráðanlegu breytingar og svo auðvitað við
harðan raunveruleika veikindanna sjálfra. Þetta ástand krefst aðlögunar. Margir
velta fyrir sér mörkum meðvirkninnar og umhyggju í þessum aðstæðum þegar
makamir berjast við að láta allt ganga upp eins og þarf. Aðstaða margra er einfald-
lega þannig, að það er óhjákvæmilegt annað en að setja eigin þarfir og langanir til
hliðar um stund og sinna þörfúm þess veika. Stundum er það líka satt að of langt sé
gengið og þá mikilvægt að bregðast við og fá aðstoð. Það er bara þannig að í öllum
hjónaböndum geta komið aðstæður þar sem annar aðilinn þarf meiri umhyggju og
stuðning en hinn og því eðlilegt að stundum halli meira á annan en hinn.“
Þú fjallaðir m.a. um hugtakið umönnunarofbeldi, sem fæstir höfðu heyrt áður.
„Umönnunarofbeldi er hugtak, sem erfitt er að segja frá í stuttu máli. Þetta er ekki
mjög þekkt orð í fræðunum en ég kynntist því í Danmörku þar sem þetta var notað á
endurhæfingastöð fyrir hjartasjúklinga. Umönnunarofbeldi lýsir sér í ýktri