Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.2013, Qupperneq 3
stjómsemi maka, sem meinar vel og vill tryggja velferð sjúklingsins, en gerir það
óvart af mikilli stjómsemi og tekur ábyrgð af sjúklingnum, sem hann á ekki að gera.
Þessir makar sýna með hegðun sinni í raun það viðhorf að sjúklingurinn sé ekki
hæfúr til að sjá um sig sjálfur og að þeir treysti þeim ekki til þess. Einmitt þess
vegna getur þetta valdið mikilli spennu á milli hjóna, því þetta á aðeins við þegar
umönnunin er komin út fyrir það sem eðlilegt er og fram úr því sem sjúklingurinn
sjálfúr vill.“
Geta langvarandi veikindi haft áhrif á andlega og líkamlega líðan maka og þá
hvernig?
„Já, langvarandi veikindi geta haft mjög mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan
maka. Aftur þá er það auðvitað mikil einföldun að taka þetta saman í stutt svar en
flestir makar upplifa stór skil í lífi sínu alveg eins og sjúklingurinn þegar veikindin
skella á. Þá er ákveðin sorg sem tekur yfir missi á getu og fæmi. Hlutverk breytast
og framtíðardraumamir raskast, orkan verður minni og fólk breytist. Ymiss konar
afleiðingar veikinda herja á en þær em misjafnar hjá hverjum og einum.
Sjúklingar þurfa oft að syrgja það sem þeir vom eða gátu og taka á móti nýjum
veruleika, en makinn þarf líka að syrgja það sem sjúklingurinn var eða gat og taka á
móti nýjum veruleika þeirra beggja. Margir upplifa ákveðna reiði í þessu sambandi
líka.
Áhrif þessara breytinga og álagsins em víðtæk og ekki endilega minni á makann.
Það er mjög algengt að makar þrói með sér streitu, depurð eða þunglyndi og kvíða
enda erfiðar aðstæður sem fólk er í og því eðlilega erfitt að takast á við þær.
í sambandi við líkamleg áhrif á makann þá gerast þau til dæmis þannig að þetta
álag og oft erfíð andleg líðan breytir lífs- og lífsstílsmynstri fólks. Almenn virkni í
daglegu lífi minnkar oft og fólk leitar í auðveldar lausnir til að létta sér lífið eins og
aðkeyptan mat og auðsótta orku. Hreyfmg verður minni, því þreytan og orkuleysið
er meira og minni tími aflögu. Margir lenda einnig í vanda með svefn. Þessir þættir
era grunnstoðimar okkar sem við þurfum alltaf að reyna að hafa í lagi en
sérstaklega þegar á reynir því við þurfúm þær til að halda jafnvægi, bæði líkamlegu
og andlegu.“
Fræðslufundur 6. febrúar
Stómasamtök íslands halda fræðslufúnd fimmtudaginn
6. febrúar 2014 kl. 20 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Dagskrá auglýst síðar.