Austurglugginn


Austurglugginn - 03.10.2002, Side 1

Austurglugginn - 03.10.2002, Side 1
ATH! Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun Opið virka daga frá kl 13.00-16.00 VœYmnn E gilsbrouf 140 Fiarðab yggð Heita vatnid fundid Gufumökkur stóð upp frá borsvœóinu og vakti gleði í brjósti heimamanna en þetta er vissulega fyrirheit um góðan árangur þótt ekki sé komin endanleg niðurstaða í málið ennþá. Sleipnir, bor Jarðborana hf., hefur verið að bora á Eskifrrði undan- famar vikur og hafa margir bundið miklar vonir við að góð niðurstaða fáist úr þeirri bomn. A þriðju- daginn bárust síðan þær fréttir að fundist hefði umtalsvert magn af vel heitu vatni. Er óhætt að segja að mikil gleði hafi gripið um sig meðal íbúa sveitarfélagsins þegar þeir sáu gufustrókinn stíga til himins frá borsvæðinu. Guðmundur Bjamason bæjar- stóri Fjarðabyggðar var að vonum ánægður með fréttimar en sagði þó að ekki væri um endanlegar niður- stöður að ræða. „Þetta leggst mjög vel í okkur en það sem við verðum að gæta okkur á er að þetta er rétt að koma í ljós og næstu mánuðir skera úr um hvemig þetta mun nýtast okkur.“ Guðmundur segir vatnsfundinn á þriðjudag hafa verið framar von- um. „Við höfum treyst á Ólaf Bjarka og hugmyndir hans, og það hefur gengið eftir. Nú em menn bara bjartir og vinna áfram að Órnar Bjarki Smárason jarðfrœðingur athugar rennslið. Myndir: HG þessum málum.“ Til þess að kynda Eskifjörð þarf 25 sekúndulítra af 70° heitu vatni og á þriðjudaginn vom um 10 sekúndulítrar sjálfrennandi úr holunni og miðað við dýpi ætti hitinn að vera góður. Með hjálp dæla er því líklegt að þessi hola gæti nægt Eskifirði eins og á horfir. „Ef að þetta er nægilega heitt og mikið, þá eru menn næstum öruggir með að finna hér vatn á öðmm fjörðum sem er óskaplega gleðilegt,“ sagði Guðmundur. Hann segir að holan sé mun nær bæjarstæðinu en þær holur sem gert var ráð fýrir í hag- kvæmniathugun sem gerð var á sínum tíma. „Ef við þurfum síðan ekki að leggja mjög langar leiðslur verður þetta væntanlega mjög hagkvæmt, en eftir á að koma í ljós hvort að þama sé nægilega mikið vatn,“ sagði hann. A miðopnu blaðsins að þessu sinni er meðal annars viðtal við Ómar Bjarka Smárason jarðfræð- ing og umfjöllun um ýmis mál tengt borunum. Hökt á síldveiðum Við sildarverkun hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Heldur hefur verið að draga úr síldveiðum síðustu viku og svo virðist sem verðlækkun ætli að verða, sérstaklega á frystri síld. Að sögn Hermanns Stefáns- sonar framleiðslustjóra hjá Skinn- ey-Þinganesi á Höfn er búið að landa um 3.500 tonnum hjá þeim, þar af hafa yfir 70% farið í frystingu og söltun. September- mánuður var svipaður í magni og i fyrra en síldin ekki eins góð. Hermann tók undir að verðið væri slæmt, aðallega á frystri síld, en sagði að menn væm vanir því í síldvinnslu að það gengi upp og niður, aðallega þó niður. Vilhjálmur Vilhjálmsson skrif- stofustjóri hjá Tanga á Vopnafirði sagði að alls væri búið að frysta um 500 tonn af síld. Mjög léleg nýting hefði verið framan af miðað við í fyrra, ekki nema 60% í fryst- ingu úr fyrstu tveimur formunum samanborið við 92% í fyrra. Hins vegar hafi nýtingin batnað mjög á síðustu tveimur förmunum. Annars væri bara gott hljóð í mönnum hjá Tanga að sögn Vilhjálms. Haraldar Jörgensen hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstað sagði að þetta væri allt hálf dapurt, nánast engin veiði og smátt sem kemur. Nýting til frystingar sé breytileg eftir förmum. Hjá Hafharvoginni á Neskaupstað fengust þær upplýs- ingar að búið væri að landa rúm- lega 2300 tonnum sem var svipað og á sama tíma í fyrra. Að sögn Sveins Guðjónssonar rekstrarstjóri hjá Búlandstindi á Djúpavogi hefur veiðin gengið ágætlega og þar er búið að landa um 2500 tonnum. Síldin fer aðal- lega í söltun, eitthvað er fryst í beitu og eitthvað fer í bræðslu. Þeir byrjuðu núna 13. september eða rúmri viku fyrr en í fyrra og að sögn Sveins virðist síldin hegða sér svipað núna og síðustu 2 til 3 ár, byrji vel í Beruijarðarálnum, síðan komi hökt svipað og nú. www.postur.is SPARISJÓÐURINN -jyrir þig og þína Sparisjóður Norðljarðar Fjarðabyggð Handunnar qiafavörur Opið mán.-fös. kl. 14-18 Laugard. kl. 11-15 Alhliða verktakastarfsemi Haki ehf. Neskaupstað s. 892 5855 Landflutningar-Samskip Kaupvangi 25 700 Egilsstaóir Sími: 471 3080 Fax: 471 3081 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-16:00 ^SAMSKIP

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.