Austurglugginn


Austurglugginn - 03.10.2002, Síða 3

Austurglugginn - 03.10.2002, Síða 3
Fimmtudagur 3. október AUSTUR • GLUGGINN - 3 Spenna á fasteignamarkadi Óttar Guðmundsson og Gíslunn Jóhannsdóttir við undirritun kaupsamn- ingsins, ásamt Sigurði Einarssyni frá E. S. Bygg ehf. 1 síðustu viku var skrifað undir samning um kaup húss á Reyðar- firði en þetta verður fyrsta húsið sem reist verður þar í átta ár. Kaupendur eru þau Ottar Guð- mundsson og Gíslunn Jóhanns- dóttir. Það er Fasteignasalan Hóll sem hefur milligöngu um sölu hússins, en E. S. Bygg í Reykjavík flytur inn og selur húsið sem er sænskt furuhús. E. S. Bygg fékk nýlega úthlutað 11 lóðum í Reyðarfirði til byggingar. Hjónin Ásmundur Ásmundsson og Sigurbjörg Hjaltadóttir reka fyrirtækið Á. S. Bókhald sem tók að sér umboð fyrir Fasteignasöl- una Hól í Fjarðabyggð og á Suður- ijörðum. Þau stofnuðu fyrirtækið Búðareyri ehf sem festi nýlega kaup á húsinu að Búðareyri 15 á Reyðarfirði, þar sem heilsugæslan var áður. „Það er verið að ljúka endur- bótum á húsinu," sagði Ásmundur í samtali við Austurgluggann. „Við leigjum megnið af því út en erum sjálf með góða skrifstofúaðstöðu. Það kom okkur á óvart hvað eftirspumin eftir verslunar- og Þetta sœnska furuhús mun brátt rísa á Reyðarfirði. þjónustuhúsnæði var mikil hér á Reyðarfirði og við hefðum getað leigt út nokkur hundmð fermetra til viðbótar.“ Það er greinilega mikið að gerast í fasteignamarkaðnum á svæðinu, að sögn Ásmundar. „I síðustu viku var haldin kynning á brasilískum harðviðarhúsum frá Harðviðarhúsum ehf og þar sem Sigurður Einarsson frá E. S. Bygg var staddur á Reyðarfirði var hann einnig með kynningu á sænsku húsunum. Það komu miklu fleiri á þessa kynningu en við áttum von á og í næstu viku verður síðan frekari kynning á húsum hjá okkur,“ segir Ásmundur. Brasilísku harðviðarhúsin em nýjung á íslandi en alls hafa sjö slík hús verið reist hér á landi. Harðviðurinn hefur ýmsa kosti, hann er miklu þyngri og stöðugri en furan, hefur mjög gott ein- angmnargildi og brennur ekki. Harðviðarhúsin em einnig með því ódýrasta sem gerist á markaðnum fyrir fullbúin timburhús að sögn Páls Jónssonar sem var með kynn- ingu á húsunum fyrir hönd Harð- viðarhúsa ehf. Opið hús verður að Búðareyri 15 eftir hádegi föstudaginn 11. október. „Við verðum með kaffi á könnunni fyrir gesti og gangandi og fyrirtækin sem hér em til húsa kynna starfsemi sína en það em Veiðiflugan, Á. S. Bókhald, Tré- vangur, Snyrtistofa Sigrúnar, Herta hársnyrtistofa fyrir dömur og herra, Nuddstofa Ellenar og VÍS," segir Ásmundur að lokum. BÞ Frá Tónlistarskóla Austur-Hérads Þorbjörn Björnsson söngvari hefur náð þeim árangri að komast inn í Hans Eisler tónlistarskólann íBerlín. Kennsla hófst í Tónlistarskóla Austur-Héraðs 2. september síð- astliðinn. I skólanum verða 206 nemendur í vetur að meðtöldum nemendum forskóladeilda sem starfa í samráði við Grunnskólann á Egilsstöðum/Eiðum og Hall- ormsstað og nær til 1. og 2. bekkjar. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði. Tveir kennarar sem kenndu við skólann síðastliðinn vetur fóru í framhaldsnám og einn flutti búferlum til Reykjavíkur. Nýir kennarar eru Freyja Krist- jánsdóttir, sem kenndi forfalla- kennslu á vordögum, og Muff Worden. Kennsla verður með hefð- bundnum hætti, en verður þó æ meir sniðin að nýrri Aðalnámskrá Tónlistarskóla sem kom út árið 2000 og hefur smám saman verið að taka gildi jafnframt því sem hljóðfæranámskrár hafa litið dagsins ljós. Tónfræðakennsla byrjenda verður i vetur, samkvæmt nýju námskránni, meira samofín hljóð- færanáminu en verið hefur. Skólahald er nú komið vel af stað. Kór skólans og hljómsveitir hafa hafið æfmgar fyrir væntan- lega tónleika á aðventu. Fyrstu tónleikar skólans verða í Egilsstaðakirkju miðvikudags- kvöldið 23. októbern.k. Helgina 18.-20. október fer frá skólanum fríður hópur strengja- nemenda á strengjamót sem haldið verður í Keflavík. Ekki er annað að sjá en fram- undan sé annasamur vetur með fjölbreyttu tónleikahaldi. Tímamót Hér í skólanum fögnurn við því að á þriðjudag var staðfest að Þor- bjöm Bjömsson söngvari sem lauk burtfararprófí frá Tónlistarskólan- um hér síðastliðið vor komst inn í Hans Eisler Tónlistarháskólann í Berlín. Við lítum á það sem ákveðin tímamót að einn nemenda skólans komist beint inn í virtan erlendan tónlistarháskóla eftir fimm ára nám hér. Aðalkennari hans þessi ár hefur verið Keith Reed en jafnframt hafa fleiri kennarar lagt hönd á plóginn því við inntöku í tónlistarháskóla er litið til alhliða kunnáttu umsækjenda í tónlist. Þorbjöm þurfti að sýna kunnáttu sína í píanóleik, tónfræði og tónheym Mynd: ÁÓ auk söngsins áður en hann fékk inngöngu. Margir fyrrverandi nemendur Tónlistarskóla Austur-Héraðs stunda nú tónlistamám, flestir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskólann í Reykjavík og fleiri skóla. Þó árangur þess starfs sem fram fer í tónlistarskólum verði ekki endilega mældur út frá fjölda nemenda sem á endanum leggja tónlist fyrir sig gleður það auð- vitað er nemendur komast inn í kröfuharða erlenda tónlistarskóla. Þorbjöm er sonur Þuríðar Backman alþingismanns og Bjöms Kristleifssonar arkitekts MM Guðjón Bergmann jógakennari og tóbaksvarnarráðgjafi fylgir nemendum til dyra. „Foreldra get ég hvatt til aðgerda" Guðjón Bergmann jógakennari og tóbaksvamarráðgjafi lagði leið sína um Fjarðabyggð í síðustu viku til þess aó ræða við heima- fólk um skaðsemi reykinga. Guð- jón talaði við unglinga í gmnn- skólunum þremur og hélt síðan fyrirlestur í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði síðast- liðinn fimmtudag, þar sem hann fjallaði um hvaða forvamir for- eldrar geta notað inni á heimilum, óháð því hvort þeir reykja sjálfir. Guðjón sagði að heimsóknimar i skólunum hefðu gengið vel „en það sem vantar alltaf eru foreldr- amir.“ Guðjón sagði eftir fyrirlestur með krökkum úr Nesskóla að það virtist vera há prósenta þeirra sem ættu foreldra sem reyktu. „Hvort sem foreldrar reykja eða ekki vilja þeir ekki að bömin sín reyki, og það skiptir máli hvemig þeir sem reykja koma fram við bömin sin,“ segir Guðjón og vitnar í norska könnun. „1 þessari könnun vom þrír hópar. Foreldrar sem reyktu og veittu enga fræðslu í fyrsta lagi. I öðm lagi vom foreldrar sem reyktu en voru með góða fræðslu heima fyrir. Þriðji hópurinn var skipaður foreldmm sem ekki reyktu. Niðurstöðumar sýndu síðan að bömin í hópi eitt voru langlíklegust til þess að fara að reykja, hins vegar var jafnmikið af bömum í hinurn hópunum tveimur sem byrjuðu að reykja sem sýnir það að fordómalaus fræðsla heima fyrir skiptir mjög miklu máli. Það þarf ekki að vera með einhverjar draugasögur og það þarf ekki að ýkja hversu skaðlegar reykingar em,“ segir Guðjón. Hann segir það besta sem foreldrar sem reykja geti gert fyrir krakka sína sé að útskýra fyrir þeim í hreinskilni stöðu mála. „Eg get bara vakið krakkana til um- hugsunar en foreldra get ég hvatt til aðgerða. Þau geta sagt við bömin sín 'ég er í vandræðum og ég get ekki hætt að reykja'. Þau geta beðist fyrirgefningar á sínum veikleika en samt sem áður beðið bömin sín að gera ekki það sama,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á þau miklu tengsl sem em á milli þess að unglingar byrji að reykja og hversu líkleg þau em til þess að misnota áfengi og eiturlyf. „For- eldrar gera sér ekki grein fyrir þessu. Barnið byrjar að reykja og þau hugsa að sú barátta sé þar með töpuð og gefast upp. Foreldrar mínir gáfust upp en þau hefðu getað kornið í veg fyrir að ég héldi áfram að reykja á sínum tíma. Fólk verður að átta sig á að það er hugs- anlega að bjarga lífi barnsins.“ Hann benti einnig á að í litlum samfélögum ætti fólk að geta sýnt meiri samheldni og spomað gegn reykingum unglinga, til dæmis með því að afgreiða þau ekki um sígarettur. Sjálfur byrjaði Guðjón að reykja og drekka ungur og sagði hann unglingunum í Fjarðabyggð sögu sína. Hann sagðist hafa orðið fyrir einelti og því reynt að sýnast harður með því að fara að reykja. „Eg er ekkert að reyna að bjarga heiminum í dag en ef það er einn á hverjum fyrirlestri sem ákveður að byrja ekki að reykja eða að hætta er fyrirlesturinn þess virði. Eg hjálpaði mörgum að byrja að reykja þegar ég var strákur og nú er ég að hreinsa til og borga til baka með því að halda þessa fyrir- lestra. Eg hugsaði með mér á tíma- bili að ég vildi bara lifa hratt, deyja ungur og verða fallegt lík. Seinna áttaði ég mig svo á að þrátt fyrir að ég lifði hratt og dæi ungur myndi ég ekki verða fallegt lík ef ég héldi áfram sem á horfði,“ segir Guðjón. Futt búð af nýjinn vb'rum Ecco- söluaðili i Austurlandi Opnunartími í okt. og nóv. 13-18 mán. -fim. 10-18 föstud. 10-14 laugard. ecco ecco ecco STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ecco

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.