Austurglugginn


Austurglugginn - 03.10.2002, Side 4

Austurglugginn - 03.10.2002, Side 4
4 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 3. október Austurglugqinn www.austurglugginn.is Utgefandi: Útgófufélag Austurlands ehf Prentun: Héraðsprent ehf Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Brynjólfur Þorvarðarson 869 8643 ritst@austurglugginn.is Blaðamenn: Katrín Oddsdóttir 864 1417 frett@austurglugginn.is Ágúst Ólafsson 892 6700 agust@athygli.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 augl@austurglugginn.is Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Auglýsingasími: 477 1571 Fax: 477 1756 477 1750J 477 1755 Vel heppnuð hátíd Undirritaður sótti þjóðahátíð Austfírðinga um síðustu helgi. Fulltrúar 20 þjóðlanda kynntu sig, lönd sín og menningu á hátíðinni. Fólk frá fjölmennustu þjóðar- brotunum voru með skemmtiatriði í sal íþróttahússins á Seyðisfirði fyrir hátt á annað þúsund manns og stóðu sig fádæma vel. Ekki má gleyma því að þetta fólk er almennt ekki skemmtikraftar og þau sýndu mikið hugrekki með því að standa fyrir framan alla þessa furðulegu Islendinga og sýna það að þau eru stolt af sínu föðurlandi. Vonandi verður framhald á þessari hátíð, og vonandi verður áfram jafn vel tekið á móti aðfluttum Austfirðingum sem hingað til. Við sem höfum alist upp við íslenska menningu og tungu þurfum að styðja við þá sem hingað koma að tileinka sér hana eftir fremstu getu, og tryggja það að þau og bömin þeirra falli inn í okkar þjóðfélag og auðgi. Rauði kross Islands, og allir þeir sem að hátíðinni komu, eiga enn og aftur þakkir skyldar fyrir þetta stórkostlega framtak. Græn framtíð Austfírðingar fylgjast væntanlega grannt með árangri af borholunni sem Sleipnir er að bora á Eskifirði. Finnist þar nægjanlegt heitt vatn fyrir hitaveitu er það ekki aðeins stórkostleg frétt fyrir Eskfirðinga, heldur fyrir Austfírðinga alla. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu em jarðfræðilegar kringumstæður mjög svipaðar víðs vegar um íjórðunginn. Finnist heitt vatn á Eskifirði er full ástæða til að ætla að það fínnist annars staðar. Hitaveita getur haft umtalsverðar breytingar í för með sér. Ekki aðeins er um það að ræða að húshitunarkostnaður lækki, og munar um minna, heldur opnast alls kyns möguleikar sem ekki vom áður til staðar. Sundlaugar em orðnar stór partur af menningu Islendinga og stórgóð afþreying og heilsurækt. Hitaveita opnar fyrir sundlaug í hverju plássi, með nóg af stórum heitum pottum! En það er meira í húfi. Margvíslegur iðnaður getur nýtt sér jarðvarma, meðal annars gróðurhúsarækt og margvíslegt fískeldi. Allt fer þetta eftir því hversu mikið vatn fæst, og hversu heitt. Það er ljóst að jörð er heit alls staðar undir Austljörðum eins og annars staðar á Islandi. Berg hér er hins vegar mjög þétt eins og sést af því að volgrur og ölkeldur, sem eru algengar á Vestljörðum, eru nánast óþekktar hér. Þeir sem standa fyrir borunum á Eskifírði gera sér væntingar um að finna sprungusvæði sem beri nógu mikið af nógu heitu vatni. Eskiíjörður er í raun nokkurs konar prófsteinn á þær kenningar, þar verður úr því skorið hvort þær kenningar standast. BÞ Draumaudn Davíð S. Sigurðsson hefur fengist við að semja raftónlist í tölvunni sinni undanfarin misseri. Norðfírð- ingurinn ungi hefur nú sett saman sinn fyrsta geisladisk sem verður settur í sölu hjá ‘12 tónum’ í Reykjavík bráðlega sem og Tónspili í Neskaupstað. „Ég hef verið að reyna að koma mér á ffamfæri lengi og þetta er þægilegasta leiðin. 12 tónar er plötufyrirtæki sem hefur verið að selja svona heimatilbúna diska og þeir tóku strax vel í þetta,“ segir Davíð. Diskurinn heitir Draumauðn og hefur undirtitilinn ‘brjóttu andlit þitt á höfði mínu’. Hann hefur að geyma 13 lög sem eru talsvert ólík sín á milli og verður seldur á 500 krónur. Davíð Sigurðsson tónlistarmaður. „Ég byrjaði að semja árið 1997 fyrir alvöru. Ég var með svona trackerforrit og langaði að prófa að semja tónlist. Svo þegar maður fór að geta gert eitthvað af viti gat maður ekki hætt. Ég á örugglega um 420 lög í dag, með öllu efni sem sumt er reyndar hálfklárað,“ segir hinn 22 ára gamli tónlistar- maður. Davíð hyggur á að klára stúdentinn frá Verkmenntaskóla Austurlands næsta vor og fara svo suður í Háskóla Islands í félags- fræði. Hann segist gjaman myndi vilja hafa tónlistina sem aðalstarf í framtíðinni. Davíð hlustar talsvert á jaðar- rokk á borð við Mogwai og Beck, en uppáhaldshljómsveit sína segir hann vera Autechre. „Þetta er experimental grúppa frá Bretlandi sem í em frumkvöðlar sem fundu upp þessa ‘clicks and cut’ stefnu. Það em tveir meðlimir í Autechre og mjög margt sem ég myndi vilja spyrja þá um. Eftir svona 100 ár verða þeir eins og Mozart held ég,“ segir hann. Aðspurður um hvort tónlistin á Draumauðn sé í anda þessarar stefnu segir Davíð að þar sé fleiri en eina tegund tónlistar að finna. „Ég er með allskonar stefnur á disknum, ambiantar, trippopp, house og noise... þetta er bara svona plata,“ segir hann af því mikla rólyndi sem einkennir hann. Davið er fæddur í Reykjavík en flutti til Neskaupstaðar 1984 með fjölskyldu sinni. „Það er fínt að búa á Austfjörð- um og vera í tónlist en reyndar er mjög mikill minnihlutahópur sem er að vinna svona raftónlist,“ segir Davíð. Hefur hann einhvem tíma sótt innblástur frá umhverfinu? „Já, ég stóð einu sinni út í fjöru og var að horfa á hvemig öldumar hreyfðu þangið, það kom rólegt lag út úr því sem heitir ‘leggðu mig varlega frá þér (drukkna flón)’ og er ein- mitt á diskinum,“ segir hann. Davíð notar tölvuforritin Reas- on og Buz við gerð tónlistar sinn- ar. Nöfnin á lögum Draumauðnar vekja athygli blaðakonu Austur- gluggans og má sem dæmi nefna lag númer fjögur á diskinum sem heitir ‘saklausi maðurinn fer í frí (en óheppnin eltir hann á röndum)’. Hvemig lag skyldi þetta vera? „Þetta er bara súrt house um aumingja saklausan mann,“ segir Davíð og glottir. Skiptir húmor í tónlist Davíð miklu máli? „Mér finnst einlægni skipta meira máli en húmor. Það er svo mikið af tónlist í dag sem er samin eins og til þess að reyna að þóknast markaðnum og mér finnst hún tapa öllu gildi,“ segir hann. Davíð rataði á síður Austur- gluggans fyrir nokkrum mánuðum þegar hann bjó til stuttmynd sem ber nafnið ‘Maður er manns gaman’ og fjallar um skurðlækni sem fær þrjá úrkynjaða bræður til meðhöndlunar með hrikalegum afleiðingum. Eftir 30 ár segist Davíð sjá sig fyrir sér í „dimmri kompu hjá ein- hverju fyrirtæki sem er með tónlist og tölvur“. í lokin fær hann svo að svara hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu? „Að líða vel og vera bara sáttur.“ Ertu sáttur og líður þér vel? „Já mesta furða,“ segir Davíð áður en hann kveður... eflaust bara í bili. KO Vidbygging gengur vel á Borgarfirdi Karl Sveinsson fyrir utan þann hluta Fiskverkuninnar sent verið er að reisa. Hann segir að stefnan sé að reyna að koma þaki yfir nýbygginguna áður eit veturinn skellur á. Núverið stendur yfir stækkun á húsnæði Fiskverkunar Karls Sveinssonar á Borgarfirði. Um er að ræða tveggja hæða viðbyggingu sem nemur um 420 fermetrum og er talið að byggingin verði tilbúin seinna í vetur. Austurglugginn hitti Karl Sveinsson sjálfan fyrir síðla dags þar sem unnið var hörðum hönd- um við að koma þaki á bygging- una áður en veður versna. „Okkur vantar alltaf pláss og þama inn kemur nýr frystiklefi, stærri þurrk- unaraðstaða og aukið vinnslu- rými,“ segir Karl. Mest er unnið að byggingunni þegar lítið veiðist svo mannskapur Fiskverkunarinnar nýtist sem best, en unnið er undir sterkri stjóm Magnúsar Þórarinssonar smiðs. Elsti hluti húsnæðisins segir Karl vera byggðan fyrir um 20 árum en þar rak hann gæsaslátur- hús fram til ársins 1988 þegar markaðir drógust saman í þeim geira. Fiskverkunina hefur hann rekið frá 1986 og segir hann að nú sé brátt búið að byggja við allt í kring um upprunalega húsnæðið. Karl og félagar virðast vera ákaflega lunknir við að finna leiðir til þess að nýta tæki og tól sem hann notaði í gæsaslátruninni við þurrkun og geymslu á fiski. Hann býður blaðakonu Austurgluggans ákaflega ljúffengan harðfisk úr eggjageymslum að skilnaði, en á öðrum stað má sjá gulleit flökin þoma rólega í ungakössum. KO

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.