Austurglugginn - 03.10.2002, Qupperneq 5
Fimmtudagur 3. október
AUSTUR • GLUGGINN - 5
Almenn ánægja med
Austurgluggann
Erla Traustadóttir við bás Austurgluggans á Þjóðahátið Austfiringa.
Við hjá Austurglugganum vorum
með smá aðstöðu á Þjóðahátíð
Austfirðinga og þökkum við
nefndinni gott boð. Ég er yfir mig
ánægð með móttökumar sem við
fengum. Bæði hvað áskrifendur og
fleiri vom duglegir að koma,
spjalla við okkur og lýsa ánægju
sinni með blaðið.
Almennt var fólk ánægt með
hvað væri íjallað um marga staði
og hvað það væru mikið af
myndum. Margir reyndu að spyrja
okkur um gluggamynd í 34. tölu-
blaði, en málið er að við vitum
ekkert meira en þið hvaðan mynd-
imar em.
Ég vil þakka fyrir hönd
starfsmanna Austurgluggans frá-
bærar móttökur almennt. Þeir sem
em ekki þegar áskrifendur að blað-
inu gerist endilega áskrifendur því
annars missið þið af fjölbreyttum
fréttum af Austurlandi.
Enn og aftur takk, takk, fyrir
frábærar móttökur.
Erla Traustadóttir, framkvæmda- og
auglýsingastjóri A usturgluggans
SVN stefnir að
laxaslátrun í nóvember
Hér verður eidislaxinum slátrað innan skamms.
Innan skamms verður fyrsta laxin-
um úr eldisstöð Sæsilfurs í Mjóa-
firði slátrað í nýju laxasláturhúsi
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Stefnt er að því að slátmn hefj-
ist í nóvember næstkomandi, en
áformað er að slátra 300 - 400
tonnum af Iaxi til áramóta. Laxinn
verður flokkaður úr kvíum Sæsilf-
urs í Mjóafirði og sláturlaxinn
fluttur yfir til Norðfjarðar í slátrun
hjá Síldarvinnslunni.
Nú liggur fyrir ákvörðun um
hversu umfangsmikil starfsemin í
kringum slátrunina verður og
hversu mikill búnaður verður
keyptur í fyrstu. Þær framkvæmdir
sem lokið verður við nú í haust
felast í uppbyggingu á aðstöðu til
að dæla sláturlaxi inn á fram-
leiðslurás, þar sem hann verður
kældur og blóðgaður. Einnig hefur
verið fjárfest í búnaði til að slægja
fiskinn og settur verður upp frysti-
búnaður til að frysta laxaúrgang,
sem síðan verður notaður til fram-
leiðslu á loðdýrafóðri.
Uppbygging laxasláturhússins
er unnin í samvinnu við norskt
ráðgjafafýrirtæki sem býr yfir
mikilli reynslu af samskonar verk-
efnum i heimalandinu. SÖmuIeiðis
gerði Síldarvinnslan samning við
tvö norsk fyrirtæki um kaop á
tækjabúnaði sem notaður verður
við slátrunina.
Mjög mikilvægt er að laxaslátr-
unin gangi vel og áfallalaust strax
í upphafi og því hefur Síldar-
vinnslan undirbúið verkefnið í
samstarfi við þessa norsku aðila
sem búa yfir mikilli reynslu af
uppbyggingu á starfsemi sem
tengist fiskeldi.
Áó
Bílaleigan ehf.
Drjsjnrimi 4 lafnrfirii • Siw: SÍS 99M
SIRT3LBO®
Fl. A. 3,400 - kr. pr.
sólarhring innifalið
100 km. og vsk.
Allt frá Nissan Micra -
Nissan Terrano.
A fiokkur Nissan Micra.
Afhent hvar sem er
í Reykjavík.
Hópmyndataka af fólki íþjóðbúningum sinum var framkvœmd áður en dagskrá Þjóðahátíðarinnar hófst.
Mynd: Pétur Kristjánsson
Þjódahátíd Austfirdinga
heppnast frábærlega
Þjóðahátíð Austfirðinga var haldin
með glæsibrag um síðustu helgi og
talið er að aðsóknamet siðustu
hátíðar hafi verið slegið á Seyðis-
firði, en vel á annað þúsund manns
mættu á hátíðina.
Albert Eiríksson framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar sagðist vera
mjög sáttur við útkomuna.
Skemmtiatriði komu vel út og
greinilegt að fólk lagði vinnu og
metnað í þau.
Bandaríkjamennimir Muff
Warden og Keith Reed sungu við
mikinn fögnuð viðstaddra og svo
mikil aðsókn var að básum
þjóðlandanna að biðraðir mynduð-
ust víða.
Auglýsing um virkjun
Jökulsár á Brú og
Jökulsár í Fljótsdal
Með lögum nr. 38/2002 um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og
stækkun Kröfluvirkjunar veitti Alþingi Landsvirkjun heimild til þess að reisa og
reka vatnsaflsvirkjun í Fljótsdal með allt að 750 MW afli ásamt aðalorkuveit-
um. Þann 2. september 2002 veitti iðnaðarráðherra Landsvirkjun heimild til
þess að reisa og reka Kárahnjúkavirkjun með allt að 750 MW afli, sbr. 7. gr.
laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun.
Með hliðsjón af ákvæðum c-liðs, 1. málsgr. 144. gr. vatnalaga nr. 15/1923,
sbr. a-lið 1. málsgr. 133. gr. sömu laga, er ákveðið að kynna hina áformuðu
virkjun með auglýsingu þessari þeim aðilum er hagsmuna eiga að gæta
gagnvart henni.
Greinargerð með uppdráttum er sýna fyrirhuguð mannvirki mun liggja frammi
á bókasafni Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, á bæjarskrifstofum
Austur-Héraðs, Lyngási 12, Egilsstöðum, skrifstofu Norður-Héraðs að Brúar-
ási og á skrifstofu Fljótsdalshrepps að Víðivöllum- fremri.
Er hér með skorað á þá er kynnu að telja framkvæmdir þessar varða hag sinn
og vilja gera athugasemdir við þær að koma þeim á framfæri fyrir 15.
nóvember 2002.
Athugasemdum má koma á framfæri á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis-
braut 68, Reykjavík eða í iðnaðaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík.
Reykjavík, 25. september 2002
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
JVR