Austurglugginn - 03.10.2002, Qupperneq 10
10 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 3. október
Fyrirspurn um starfsmannastefnu
Fyrir nokkmm dögum barst
Austurglugganum bréf frá lesenda
þar sem spurt var eftir starfs-
mannastefnu fiskvinnslufyrirtækis
í Fjarðabyggð. Bent var á að
margir erlendir starfsmenn vom
við vinnu í fyrirtækinu á meðan
atvinnuleysi væri meðal heima-
manna.
Jón Ingi Kristjánsson formaður
Afls sagði í samtali við Austur-
gluggann að engin ný atvinnuleyfí
hefðu verið gefm út nýverið. „A
meðan einhver er á atvinnuleysis-
skrá liggja fyrir fyrirmæli hjá
öllum skrifstofum Afls um að gefa
ekki út ný atvinnuleyfi," sagði
hann.
„En við getum ekkert annað en
endumýjað atvinnuleyfi þegar fólk
er búið að vinna sér inn réttinn til
þess að vinna. Erlent vinnuafi er
jafnrétthátt og aðrir í félaginu
samkvæmt almennum reglum sem
um stéttafélög gilda,“ segir Jón
Ingi.
I sambandi við starfsmanna-
stefnu einstakra fyrirtækja segir
Jón, „við getum aldrei ráðið því
hvem atvinnurekandi vill hafa í
vinnu, það er algerlega atvinnu-
rekandans að ráða og segja upp
fólki. En hann verður að fara eftir
þeim lögum og reglum sem um
það gildir. Þrátt fyrir það er okkur
auðvitað frjálst að hafa skoðun á
þeim málum.“
Samkvæmt heimildum Austur-
gluggans er um atvinnuþróun að
ræða sem ekki á einungis við um
þetta tiltekna fyrirtæki heldur
einnig önnur stórfyrirtæki í fisk-
vinnslugeiranum. Þar sem svör við
erlendum starfsumsóknum þurfa
að berast viðkomandi umsækj-
endum í mars fyrir vertíð sem
hugsanlega hefst í október getur
verið erfitt fyrir fyrirtækin og
verkalýðsfélög að meta hvemig
atvinnuástand innan bæjarfélags-
ins verður þá.
Einnig hafa mörg stærri fyrir-
tækin ákveðið að vera ekki með
hálfsdagsstarfskrafta nema þeir
geti fundið einhvem til þess að
vinna á móti sér en þetta komi sér
oft mjög illa, sérstaklega fyrir
konur með böm.
KO
Göngudagur fjölskyldunnar
helgina 5. til 6. október
Ungmennafélag íslands (UMFl) í
samráði við héraðssamböndin
gengst fyrir Göngudegi fjölskyld-
unnar um næstu helgi.
í fréttatilkynningu frá UMFI
segir að þetta sé kjörið tækifæri til
að fara út að hreyfa sig og rækta
fjölskylduböndin.
Fjölskyldan skráir sig í gesta-
bók á göngustað hjá viðkomandi
ungmennafélagi eða beint á
heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is).
Tíu heppnir þátttakendur verða
dregnir út og fá vömúttekt hjá
Everest í Skeifunni og verða
vinningsnúmerin einnig birt á
heimasíðu félagsins.
Þjónustumiðstöð UMFI á
Austurlandi hefur sent veggspjöld
til allra sinna félagsmanna og
væntir þess að þeir muni standa
fyrir gönguferð hver í sinni heima-
byggð.
Liverpool dagurinn á
Austurlandi
Scevar Örn Harðarson, skrautlegasti
jólfsson formaður Liverpoolkúbbsins.
Fyrsti Liverpool dagur Liverpool
klúbbsins á Islandi var haldinn í
Valaskjálf á Egilsstöðum síðastlið-
inn laugardag. Þar komu saman
Liverpool aðdáendur á Austurlandi
og hittu stjómarmenn Liverpool
klúbbsins, rifjuðu upp merkisvið-
burði úr sögunni og fýlgdust með
leik Liverpool og Manchester City
á bíótjaldinu í Valaskjálf.
Lokaundirbúningur fór fram á
föstudaginn og Sigursteinn Brynj-
ólfsson, formaður Liverpool
klúbbsins og Kristmann Pálmason,
gjaldkeri, mættu þá á svæðið.
Dagskráin hófst klukkan ellefu á
laugardagsmorgni og gátu gestir,
til að byrja með, fylgst með leik
Leeds United og Arsenal og litu
nokkrir stuðningsmenn þeirra liða
við, en eðlilega var meirihluti
„Púllarinn“, og Sigursteinn Bryn-
gesta stuðningsmenn Liverpool,
enda þeirra dagur.
A hádegi hófust svo sýningar á
Liverpool myndefni og síðan
Þvi fá aðdáendur þessara liða
úti á landi sjaldan tækifæri til að
hitta forsvarsmenn klúbbanna og
þvi er þetta framtak forsvarsmanna
Liverpool klúbbsins virðingarvert.
Enda létu „Púllarar“ á Austurlandi
ekki á sér standa því góð mæting
var í Valaskjálf þennan dag, eða
um 60 manns.
Áó
Um 60 Liverpool aðdúendur mcettu á í Valaskjálf á Liverpool daginn.
fylgdust Liverpool aðdáendur með
sínum mönnum vinna góðan 0-3
útisigur á Manchester City.
Sigursteinn og Kristmann
kynntu starfsemi klúbbsins fyrir
gestum og allmargir skráðu sig í
klúbbinn. Getraunir voru í gangi
með veglegum verðlaunum og
aðalverðlaunin voru fyrir spum-
ingaleik fyrir meðlimi klúbbsins
og getraun um úrslit leiksins.
Merkileg tilviljun var að sami
maðurinn fékk bæði verðlaunin
sem vom nýi varabúningur Liver-
pool og ný æfmgatreyja. Einnig
vom veitt verðlaun fyrir flottustu
múnderinguna og reyndist ungur
Norðfirðingur, Sævar Öm Harð-
arson, sá flottasti.
Aðdáendur flestra, ef ekki allra,
liða í enska boltanum eiga sér
stuðningsmannaklúbba á Islandi
og starfsemi þeirra flestra er að
mestu bundin við höfuðborgar-
svæðið.
Brot úr stuttmyndum Tallervo sem sýndar verða í Skaftfelli um helgina.
Frumsýning
Næstkomandi laugardag verður
verk finnsku listakonunnar Tell-
ervo Kalleinen frumsýnt í Skaft-
felli á Seyðisfirði.
Tellervo hefur dvalið á Seyðis-
firði ásamt tveimur öðrum lista-
mönnum undanfarið og unnið að
gerð myndar sinnar sem ber nafnið
„In the middle of a movie“ og áður
hefur verið fjallað um í Austur-
glugganum.
Tellervo hefur farið inn á aust-
firsk heimili undanfamar vikur og
leyft þeim, sem kjósa að taka þátt í
verkinu, að leikstýra einnar mínútu
mynd að eigin vali. Tellervo leikur
sjálf í myndunum en Þjóðverjinn
Ullu Braun stjórnar myndatökum.
Á laugardaginn klukkan 21:00
geta þeir sem vilja skoðað afrakst-
urinn sem að öllum líkindum verð-
ur ansi skrautlegur.
KO
Blakmafía
Svo virðist sem norðfirsk mafía
hafi tekið yfir Blakdeild Hand-
boltafélags Kópavogs (HK). Aust-
urglugginn ræddi við Brynjar
Júlíus Pétursson sem er einn um-
ræddra blakara.
„Já það er hellingur af Norð-
firðingum hjá HK núna. Eg sé um
yngri flokkana, svo er það Dag-
björt Víglundsdóttir sem þjálfar
öldungana, en öldungablakið er
orðið ansi viðamikið um landið.
Síðan er Haraldur Guðmundsson,
Halli Dedda, að þjálfa meistara-
flokk kvenna hjá HK. I meistara-
flokki karla eru sex leikmenn frá
Norðfírði og alla vega tvær í
kvennaflokki,“ segir Brynjar.
Hann þakkar góðu yngriflokka-
starfi í Neskaupstað því hversu vel
Norðfírðingum gengur að fóta sig
í íþróttinni. „HK leið undir lok
sem blakdeild 1995 og nú er
félagið komið sterkt inn aftur með
yngriflokkastarfið sem öldungamir
byrjuðu raunar með. Þeir fengu
mig og vin minn til þess að þjálfa
og nú ætlum við bara að halda
áfram með þetta. Svo tókum við
nokkrir okkur saman og
stofnuðum meistaraflokk. Þetta er
allt að koma og nú em komin sex
lið inn aftur eftir deyfð í fyrra,
þannig að það eru bjartir tímar
framundan," segir Brynjar sem
leggur stund á lögfræði ásamt
þjálfuninni.
Hann segir að helsta hindrunin í
sambandi við yngri flokka starf í
blaki fyrir sunnan sé samkeppni
við handboltaíþróttina
KO
Bridge - Fjarðabyggd
Úrslit úr tvímenningi 24. september
Nöfn spilara 1 Gísli Stefánsson Magnús Bjamason Úrslit 100
2 Auðbergur Jónsson Hafsteinn Larsen 99
3 Ásmundur Ásmundsson Einar Þorvarðarson 90
4 Ásgeir Metúsalemsson Kristján Kristjánsson 85
5 Sigurður Hólm Freysson Þórir Aðalsteinsson 81
6 Ema Nielsen Gunnhildur Garðarsdóttir 79
7 Jónas Jónsson Óttar Guðmundsson 74
8 Böðvar Þórisson Þorbergur Hauksson 64
Meðalskor 84 - Fyrsta kvöld af þremur.