Austurglugginn - 06.06.2002, Side 4
4 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. júní
Austurglugginn
www.austurglugginn.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf
Prentun: Héraðsprent ehf
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Brynjólfur Þorvarðarson 869 8643
Blaðamenn:
Katrín Oddsdóttir 864 1417
Ágúst Ólafsson 892 6700
íris Másdóttir 867 3278
Framkvæmda- og auglýsingastjóri:
Erla Traustadóttir 477 1571
ritst@austurglugginn.is
frett@austurglugginn.is
agust@athygli.is
im@ismennt.is
augl@austurglugginn.is
Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga.
Auglýsingasími: 477 1571
Fax: 4771756
477 1750 1477 1755
Sjálfbodastarf
Aðalfundur Rauða kross íslands var haldinn á
Egilsstöðum um helgina og tókst í alla staði mjög
vel. Fráfarandi formaður RKÍ, Anna Þrúður
Þorgeirsdóttir, er fædd hér á Austurlandi og hefur
gegnt formennsku í 30 ár en er nú á leið til Afríku
sem sjálfboðaliði.
Auðvitað er ekki annað hægt en að dást af slíkri
elju og framtakssemi. Það eru ekki margir sem
leggja slíkt á sig eftir að hafa lokið venjulegri
starfsævi en þó er það til og í vaxandi mæli að þeir
sem fara á eftirlaun taki einmitt upp sjálf-
boðaliðastarf í vanþróuðum löndum. Tækifæri til
slíks starfs eru þónokkur og reglulega auglýst í
ijölmiðlum. Hér eru sjaldnast um erfíðisstörf að
ræða, og sjaldnast á hættusvæðum, en reynsla og
þolinmæði eru eiginleikar sem koma sér vel.
En það þarf ekki að leggja land undir fót til að
leggja sitt af mörkum á vogarskálar hamingjunnar.
Hjálpar og líknarsamtök á borð við Rauða kross
Islands stunda margvíslegt starf hér innanlands og
slysavamarfélög og hjálparsveitir em sífellt til taks
ef slys eða hamfarir bera að höndum. Sjálf-
boðastarf er kjaminn í starfsemi flestra þessara
samtaka og þeir sem taka þátt í slíku starfi komast
oftast að raun um að það er óhemju gefandi.
Þær raddir heyrast þó stundum að slík samtök ættu
að vera óþarfi - ekki vegna þess að fátækt og
örbirgð, sjúkdómum og slysum hafí verið útrýmt,
og ekki heldur vegna þess að láta eigi slíkt
afskiptalaust. Rökin em á þá leið að í okkar
vestræna samfélagi eigi ríkisvaldið að sjá um þessi
mál eða til hvers emm við að borga skattana
okkar?
Sjálfsagt má taka undir þessi sjónarmið og
auðvitað er það staðreynd að stærsta líknar og
hjálparstofnunin á íslandi er einmitt hið opinbera í
allri sinni mynd. Samtök á borð við RKI,
Sjálfsbjörg eða SAA verða þó alltaf nauðsynleg ef
ekki væri til annars en að stoppa í götin í
velferðarkerfínu sem seint verður fullstagað. Slík
samtök gefa okkur einnig kost á að gefa meira
þegar við getum, hvort sem um er að ræða tíma eða
peninga. Loks em þau oftast mun skilvirkari en ef
um opinbera starfsemi væri að ræða.
Við þurfum hvort tveggja - opinbert velferðarkerfi
og frjáls líknar og hjálparsamtök - um ókomna tíð.
BÞ
Sveitarfélögin sjö á norðursvæði Austurlands:
Meírihluti hlynntur
sameiningu
Skoðanakönnun sýnir að af þeim
íbúum sjö sveitarfélaga á norður-
svæði Austurlands sem taka
afstöðu eru 60% hlynntir sam-
einingu, en 40% andvígir. I heild
eru 49% íbúanna hlynntir sam-
halda áfram þátttöku í Norður-
svæðisverke&inu. I kjölfarið sam-
þykktu Skeggjastaðahreppur,
Vopnafjarðarhreppur, Norður-
Hérað, Fellahreppur, Fljóts-
dalshreppur, Austur-Hérað og
þeirra sveitastjóma, sem taka við
völdum í næsta mánuði, að vinna
áfram með skipulögðum hætti að
því að móta nýtt, heildstætt og
sterkt sveitarfélag á svæðinu.
Miðað væri við að hægt yrði að
Niðurstöður skoðanakönnunar um sameíníngu sjö sveitarfélaga
Mjög Frekar Hvorki né Frekar Mjög Veit ekki
hlynnt(ur) hlynnt(ur) andvíg(ur) andvíg(ur)
Austur-Hérað 339 (33,2%) 248 (24,3%) 131 (12,8%) 112 (11,0%) 130 (12,7%) 61 (6,0%)
Fellahreppur 41 (19,5%) 43 (20,5%) 31 (14,8%) 25 (11,9%) 58 (27,6%) 12 (5,7%)
Fljótdalshreppur 7 (14,6%) 8 (16,7%) 6 (12,5%) 9 (18,8%) 15 (31,3%) 3 (6,3%)
Norður-Hérað 43 (25,0%) 40 (23,3%) 21 (12,2%) 24 (14,0%) 33 (19,2%) 11 (6,4%)
Seyðisfjörður 78 (21,3%) 86 (23,5%) 46 (12,6%) 31 (8,5%) 108 (29,5%) 17 (4,6%)
Skeggjastaðahr. 27 (45,0%) 11 (18,3%) 3 (5,0%) 2 (3,3%) 16 (26,7%) 1 (1,7%)
Vopnafjörður 91 (23,6%) 64 (16,6%) 47 (12,2%) 48 (12,5%) 111 (28,8%) 24 (6,2%)
Samtals: 626 (27,7%) 500 (22,1%) 285 (12,6%) 251 (11,1%) 471 (20,8%) 129 (5,7%)
Samhliða sveitarstjórnarkosningunum 25. maí síðastliðinn, var gerð skoðanakönnun á meðal íbúa sjö
sveitarfélaga á norðanveröu Austurlandi, um afstöðu þeirra til sameiningar sveitarfélaganna. Spurt var
eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að viðkomandi sveitarstjórnir vinni að sameiningu
ofangreindra sveitarfélaga?
Þegar á heildina er litið, eru 49% aðspuróra hlynntir því að viðkomandi sveitarstjórnir vinni að sameiningu
sveitarfélaganna, 32% eru andvígir og 19% taka ekki afstöðu eða svara „veit ekki“.
Ef aðeins tekió er tillit tilþeirra sem tóku afstöðu eru 60.9% hlynntir sameiningu, en 39,1% andvígir.
einingu, 32% eru andvígir og 19%
taka ekki afstöðu. Mest fylgi við
sameiningu er í Skeggjastaða-
hreppi, en andstaðan er mest í
Fljótsdalshreppi. Stýrihópur um
Norðursvæðisverkefnið segir
niðurstöðuna jákvæða.
Samhliða sveitarstjómarkosn-
ingunum 25. maí síðastliðinn, var
gerð skoðanakönnun á meðal íbúa
sjö sveitarfélaga á norðanverðu
Austurlandi, um afstöðu þeirra til
sameiningar sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin em: Skeggjastaða-
hreppur, Vopnaijarðarhreppur,
Norður-Hérað, Fellahreppur,
Fljótsdalshreppur, Austur-Hérað
og Seyðisfjarðarkaupstaður. Þau
eru þátttakendur í svokölluðu
Norðursvæðisverkefni sem felur í
sér mótun hugmyndar að skipan
nýs sveitarfélags sem næði yfir
það svæði sem nefnt er norður-
svæði Ausmrlands.
Alls tóku 2.262 þátt í þessari
skoðanakönnun, sem er 81,8%
þeirra sem kusu í sveitarstjómar-
kosningunum.
Spurt var eftirfarandi spum-
ingar: Ertu hlynnt(ur) eða and-
víg(ur) því að viðkomandi sveitar-
stjómir vinni að sameiningu
ofangreindra sveitarfélaga?
Töluverður munur er á afstöðu
milli sveitarfélaga. Austur-Hérað
og Skeggjastaðahreppur skera sig
úr, þar sem mun fleiri em hlynntir
sameiningu en á móti. I tveimur
sveitarfélögum, Fljótsdalshreppi
og Vopnafjarðarhreppi, em fleiri
andvígir því að viðkomandi sveit-
arstjómir vinni að sameiningu og í
einu sveitarfélagi, Fellahreppi, em
nær jafnmargir sem em andvígir
og hlynntir, en þar er einnig hæst
hlutfall þeirra sem taka ekki
afstöðu eða er óákveðinn.
Verkefninu verdi haldið
áfram
í ársbyrjun lagði stýrihópur sá,
sem unnið hefur að Norðursvæðis-
verkefninu og er skipaður
fulltrúum sveitarfélaganna sjö,
tillögur fyrir sveitastjómir sveitar-
félaganna sem miðuðu að því að
Seyðisijarðarkaupstaður, að ganga
til samninga um aukna samvinnu á
umhverfis- og tæknisviði annars-
vegar og fræðslu- og félagssviði
hinsvegar.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna
litu á samstarfsverkefnin sem
undanfara áffamhaldandi vinnu
við mótun á nýju sveitarfélagi.
Þær beindu þeim tilmælun til
Hvað erum við að hugsa íslend-
ingar í hvalfriðunarmálum? Að
styðja við hvalfriðun? Nei, því þá
gengjum við á undan með góðu
fordæmi.
Nú þá, til að fá sem mest út úr
því af hval? Já, en þá er ekki rétta
leiðin, að heimta sem óþekkir
krakkar, því síður bjóða „hesta-
kaup“ (ef þú vilt slá af þinni
skoðun, þá skal ég fylgja því sem
er vafasamt hjá ykkur). Þarf það
að vera rangt? Að minnsta kosti
ekki rétt, til dæmis værum við
skuldbundin að fýlgja því þó
okkur líkaði það ekki vel.
Hvað eigum við að gera?
Benda á skaðsemi hvala, þeir
keppa við hungraða munna útí
löndum, sem hvalafurðir megnuðu
líka að seðja. Þá er það virðing-
arvert. En er svo? Er það ekki
frekar til að græða? Og framleiða
tískumat? Það græðir enginn á
mútum og stærilæti, sá gróði ef
einhver væri eyddist í tóbak, vín
og eiturlyf - illur fengur illa
forgengur.
Útrýming hvala, er ekki það
verst? En munum í því sambandi
að það er fljótlegra að útrýma
hvölum en fiskum, því hver hvalur
kemur aðeins með 1-2 kálfa en
hver hrygna þúsundir af seiðum,
en að vísu umsetin af mörgum.
Vinnum mál okkar með rökum
leggja ákvörðun um nýtt sveitar-
félag á norðursvæði Austurlands
fyrir dóm kjósenda á nýhöfnu
kjörtímabili.
Stýrihópurinn að baki Norður-
svæðisverkefninu telur að niður-
staðan úr skoðanakönnuninni nú
sé jákvæð þegar á heildina er litið
og hvetji menn til áframhaldandi
vinnu í þessa átt.
en ekki með ögrunum, mútum né
hestakaupum. Eitt mætti hafa í
huga, ef farið verður að veiða,
höllum okkur mest að tann-
hvölum. Þeir eru að sögn grimmt
rándýr, sem stundum hakkar í sig
lifandi stórhveli, kvalafullt, og
vaxi tannhvalastofninn gæti það
eitt sér útrýmt skíðishval.
Hugsum okkar gang og verum
ekki dýrunum verri.
Anna Marta Láru og Guðmundsdóttir,
Hesteyri í Mjóafirði.
Hreindýratalning
2002
Dagana 16.-22. mars 2002 voru
hreindýr talin á öllu Austurlandi.
Náttúrustofa Austurlands skipu-
lagði talninguna í samráði við
talningarmenn vítt og breitt um
fjórðunginn. Alls fundust 3051
hreindýr sem eru 469 fleiri dýr en
árið áður. Það bendir til þess að
talningin hafi heppnast mjög vel
að þessu sinni. Ljóst er að hrein-
dýrastofninn er aðeins stærri en
talið var. Hagstætt tíðarfar undan-
farin ár og þ.a.l. lægri dánartíðni
en reiknað er með skýrir það að
hluta.
Veiðikvóti á fullorðin hreindýr
haustið 2002 er 574 dýr en var 446
árið 2001.
Hvad erum vid ad
hugsa?