Austurglugginn - 06.06.2002, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. júní
AUSTUR • GLUGGINN - 9
Aðalfundur Markaðsstofu Austurlands:
Gönguhópurinn á Borgarfirdi
hlýtur frumkvödlaverdlaunin
Helgi M. Arngrímsson, formaður Gönguhópsins á Borgarfirði eystri, tekur
á móti frumkvöðlaverðlaunum Markaðsstofunnar. Þetta er í þriðja sinn
sem verðlaunin eru veitt, en í fyrra fékk sýningin Fransmenn á Islandi
verðlaunin og árið 2000 var það Lagarfljótsormurinn.
Aðalfundur Markaðsstofu Austur-
lands var haldinn á Fosshótel
Reyðarfirði miðvikudaginn 29.
maí. Auk hefðbundinna aðalfund-
arstarfa voru kynntar nýjustu
breytingar á vefnum www.east.is.
sem rekinn er af Ferðamálasam-
tökum Austurlands. Þá samþykkti
fundurinn að í ljósi breyttra að-
stæðna, sem leitt geta af sér mikla
fjölgun ferðamanna á svæðinu,
beiti Markaðsstofan sér fyrir
endurskoðun á skipulagi ferðamála
á Austurlandi. Þannig verði endur-
skoðuð tengslin við Ferðamála-
samtök Austurlands og Þróunar-
stofu með það að markmiði að
starf Markaðstofunnar verði árang-
ursríkara. Stjóm Markaðsstofunnar
var endurkjörin en stjómarfor-
maður er Jónas Hallgrímsson
Seyðisfirði, varamaður Auður
Anna Ingólfsdóttir, Egilsstöðum
og gjaldkeri Sveinn Sigurbjamar-
son, Eskifírði.
Fram kom að starfssemi Mark-
aðsstofunnar hefur verið öflug og
á s.l. starfsári vom t.d. haldnir 13
fundir í framkvæmdaráði þar sem
tekið var á ýmsum málum.
Bátamálin svokölluðu bmnnu þar
heitast á mönnum og kom fram að
stjóm Markaðsstofunnar hafði
mikið beitt sér til að stuðla að
áffamhaldandi siglingum með
ferðamenn á Austurlandi, hvort
sem er á sjó, vatni eða í ám. Það er
þó ljóst að mikið og margt þarf að
koma til svo rekstrammhverfi
siglinganna batni.
Jóhanna Gísladóttir fram-
kvæmdastjóri rakti fjölmörg verk-
efni sem Markaðsstofan vann að á
síðasta ári og sagði frá mikil-
vægum haustfundi um kynning-
armál á Breiðdalsvík og árangurs-
ríku málþingi um gönguleiðir á
Borgarfirði. Þá kom fram í máli
hennar að á s.l. ári komu um 50
manns frá innlendum og erlendum
ferðaskrifstofum í kynnisferðir til
Austurlands á vegum Markaðs-
stofunnar með stuðningi Flug-
félags Islands og tuga ferða-
þjónustufýrirtækja á Austurlandi.
Á fundinum vom frumkvöðla-
verðlaun Markaðsstofunnar veitt í
þriðja sinn. I fyrra fékk sýningin
Fransmenn á íslandi verðlaunin og
árið 2000 var það Lagarfljóts-
ormurinn.
Að þessu sinni fóra verðlaunin
til Gönguhópsins á Borgafirði
eystri og veitti Helgi M. Am-
grímsson, formaður hópsins þeim
Verðlaunagripurinn er hinn glœsi-
legasti.
viðtöku.
Ferðamálahópurinn var stofn-
aður 1996 og hefur síðan unnið
ótrúlega öflugt starf við upp-
byggingu gönguleiða á svæðinu
umhverfis Borgarfjörð og útgáfu
kortsins Gönguleiðir á Víkna-
slóðum. Nú er sú vinna farin að
skila þeim árangri að ferðamenn
koma í stómm stíl inn á svæðið og
skilja þar eftir umtalsverðan
fjármuni. I fyrra komu t.d. á annað
þúsund manns til Borgarfjarðar í
skipulagðar gönguferðir.
Öflugt starf Ferðamálahópsins
á Borgarfirði sýnir hverju sam-
staða og framtakssemi fær áorkað.
Borgfirðingar hafa ekki setið með
hendur í skauti og beðið þess að
hlutimir gerðust. Þeir hafa unnið
heimavinnuna sína og með sam-
stilltu átaki hefur þetta litla
samfélag heldur betur komið sér á
kortið. Starf Ferðamálahópsins
hefur verið öðmm hér á Austur-
landi hvatning og fyrirmynd og nú
er svo komið að hópar í mörgum
byggðarlögum á Austurlandi feta í
þeirra spor og veruleg uppbygging
er hafin á gönguleiðum á öllu
svæðinu.
Þetta hefur verið Markaðs-
stofunni hvatning til að kynna
Austurland sem „paradís göngu-
mannsins“ og í farvatninu er
frekari markviss kynning á Austur-
landi sem gönguleiðasvæði.
Vefslóð yfir gönguleiðir á
Víknaslóðum er:
www.alfasteinn.is
Gönguleiðir í Fjarðabyggð:
www.isholf.is/ffau/
Gönguleiðir á hálendi Austur-
lands:
www.egilsstadir.is/ferdafelag/
Sviptur rétti til að tjá sig
Júlíus Þórðarson
Júlíus Þórðarson bóndi á Skorra-
stað í Norðfírði telur sig ekki hafa
fengið tækifæri til að tjá skoðanir
sínar á almennum framboðsfund-
um sem haldnir vom í Fjarða-
byggð fyrir kosningar. Júlíus
gagnrýnir það að allar spumingar
sem bomar eru fyrir frambjóð-
endur þurfi að vera algerlega
„hnitmiðaðar“ og segir að stund-
um sé nauðsynlegt að hafa formála
að stærri málum og hefur hann
eftirfarandi að segja um atburðarás
fundanna.
„Þar sem aðeins var leyfilegt að
vera með hnitmiðaðar spumingar
ákvað ég að vera aðeins með eina
spurningu um Skálateigsréttina á
fundinum á Norðfírði. En ég fékk
ekki þau svör sem ég vildi fá.
Þegar leið á fundinn þá heyrði ég
að það var ýmislegt sem kom fram
á fundinum sem ég hefði viljað
taka þátt í að tala um en vegna
fyrirkomulags fundarins ákvað ég
að biðja ekki frekar um orðið, því
ég taldi það tilgangslaust og ákvað
ég að sleppa fundinum á Eskifirði
en fara á fundinn á Reyðarfírði 23.
maí síðastliðinn. En áður en ég
nefni fundinn á Reyðarfirði frekar
langar mig að fara yfir þau atriði
sem ég vildi þaka þátt í á Norð-
fjarðarfundinum. Meðal annars
sem kom fram á þeim fundi var að
of mikið væri af húsum í bænum.
En þáverandi meirihluti í Norð-
firði var búinn að fá leyfi til að
brjóta niður nokkur hús en að mér
skildist ekki nógu mörg. Vil ég
nefna þau hús sem þeir fengu ekki
leyfí til að brjóta niður. Það var
gamla Lúðvíkshúsið og húsið
Þórsmörk á Þiljuvöllum þar sem
nú er kallað í daglegu tali lista-
smiðja og mörg listaverk unnin.
Emm við þá komin að sam-
komuhúsinu á Kirkjumel. Þar var
Neskaupstaður búinn að nota
Kirkjumelshúsið fyrir skóla í öll
þau ár síðan það var endurbyggt.
En nú áttu þeir enga hugmynd um
hvað þeir áttu að nota það í, en
nefndu þó að þar mætti hafa smá-
böm sem þeir virtust vera í vand-
ræðum með.
En þegar ég kom á Reyðar-
fjarðarfundinn þá var þar fullt hús
og virkilega gaman að vera þar
staddur. Eg var búinn að labba
þama um og taldi mig vera
áberandi fyrir fundarstjóra og var
þá með í höndunum hnitmiðaðar
skrifaðar fyrirspumir og þá taldi
ég að ég væri oft búinn að gefa
mig fram. Þá gerist það að fundar-
stjóri slítur fundinum. Þá varð ég
reiður og ætlaði að lesa spuming-
amar án vilja fundarstjóra og fór
þá allt úr böndunum, svoleiðis að
ég fékk ekki frið til að lesa
spumingamar. Afsökunin var sú
að það væru 20 manns á eftir mér
að fá orðið, en mér finnst skömm
að fara svona með fundargesti“.
Eftirfarandi er erindið sem
Júlíus vildi koma að á fundinum
og vill hann hér með koma því á
framfæri við þá stjóm er mynduð
verður í Fjarðabyggð:
Ágætu frambjóðendur. Það em
þrjú atriði sem mig langar að
heyra afstöðu ykkar til þó ég vildi
gjaman spyrja um miklu fleira af
því sem mér sýnist hafa verið
vanrækt hjá núverandi stjómvöld-
um Fjarðabyggðar.
Fyrst er það fjárréttin í Norð-
fjarðarsveit. Hún er ónýt og bæjar-
félaginu til skammar. Miklar
framkvæmdir við brúargerð og
veg em í gangi í næsta nágrenni
við réttina og ég tel að hægt væri
að komast að samkomulagi við að
nota þau stórvirku tæki sem þar
era til að rífa réttina. Hægt væri að
nota efnið úr réttinni í leiðargarða
sem þarf að byggja frá brúnni.
Munið þið beita ykkur fyrir því ef
þið komist til valda?
Annað er varðveisla svokallaðs
gamla Lúðvíkshúss á Norðfirði.
Ég tel óskynsamlegt að varðveita
það og láta aðrar miklu reisulegri
byggingar svo sem Þórsmörk við
Þiljuvelli drabbast niður. Hver er
ykkar skoðun á því?
Þriðja málið sem ég nefni er
samkomuhúsið á Kirkjumel í
Norðfirði. Þetta hús sem býður
upp á fjölmarga möguleika til að
auðga mannlífið í bæjarfélaginu er
algjörlega úti í kuldanum. Hver er
ykkar skoðun á nýtingu þess í
framtíðinni?
Júlíus vill minna á í sambandi
við byggingar á borð við Kirkju-
mel. að þrátt fyrir að ekki séu
alltaf til nægir peningar í bæjar-
sjóði er til nægur mannauður í
Fjarðabyggð sem er vel nýtanlegur
til dæmis í ferðaþjónustu.
Rafvéla
verkstæði
VELALAND
VELASALA •
VARAHLUTIR
TURBINUR
> VIÐGERÐIR
Vagnhöfði 21 • HOReykjavík
Sími: 5774500
velaland@velaland.is