Austurglugginn


Austurglugginn - 06.06.2002, Síða 12

Austurglugginn - 06.06.2002, Síða 12
ALMANNATENGSL ÚTGÁFUÞJÓNUSTA VEFRÁÐGJÖF Miðvangi 2-4 Egilsstaðir Símar 471 2800 & 892 6700 Austur«gluggmn Fimmtudagur 6. júní Heimasífta Austur-Hérafts www.egilsstadlr.is Kíkift vift á hverjum de Sækjum okkur sjálf heim Markaðsstofa Austurlands mun í sumar standa fyrir átakinu „Sækjum sjálf okkur heim“ í sam- vinnu við Austurgluggann og svæðisútvarpið á Austurlandi. Átakið felst í því að vekja at- hygli á því ágæta framboði í afþreyingu og veitingum sem hér er á svæðinu og hvetja jafnframt austfírskar fjölskyldur til að styrkja okkar eigin menningu með því að sækja þessa staði. Átakið getur falist í því að ákveða að fara út saman einu sinni í viku, hálfsmánaðarlega eða svo. Einhverjir vilja kannski fara oftar, aðrir sjaldnar. Sumir hafa það fyrir fastan sið að fara einu sinni í viku á kaffíhús, aðrir fara út að borða einu sinni hálfsmánaðarlega eða einu sinni á sumri. Aðalatriðið er að við séum meðvituð um að á okkar svæði er töluvert af góðum veitingastöðum, mikið af fram- bærilegri menningu, hvort sem er í formi listahátíða eða sýninga, og annarri afþreyingu sem við ættum öll að njóta sem oftast og mest. Ef við notum þetta sjálf styrkjum við okkar eigin menningu, það sem sumir segjast þurfa að sækja til Reykjavíkur. Þetta er til staðar hjá okkur. við verðum bara að vera duglegri að sækja okkar eigin staði. Markaðstofan fékk fimm valin- kunna Austfírðinga til liðs við sig í verkefhinu „Sækjum sjálf okkur heim“ sem allir starfa sinna vegna ferðast mikið í fjórðungnum og þekkja svæðið allt vel. Þetta fólk fékk lista með 80 atriðum, söfnum, sýningum, hátíð- um og veitingastöðum á svæði Markaðsstofunnar og valdi hvert um sig 15 atriði/staði sem þeim fannst skara fram úr. Þannig er verkefnið jafnffamt hugsað sem gæðaátak í ferðaþjón- ustu. Það á að virka sem hvatning fyrir þá sem standa sig vel og öðrum hvatning til að komast í úrtakið á næsta ári. Átakið stendur yfir í 15 vikur í sumar og verður í hverri viku valinn staður vikunnar og kynntur í Austurglugganum og svæðisút- varpinu. Austfirðingar eru allir hvattir til að taka þátt í átakinu og kynna sér vel þá staði eða þær uppákomur sem kynntar eru í hvert sinn. Lokahóf námskeiða sem AFL, Menntasmiðjan og Tangi hf. hafa staðið að á Vopnafirði með glœsilegum árangri og mikilli þátttöku var haldið nú um helgina. I kjöifariö var haldin árshátíð Tanga og var boðið upp á heilmikið sjávarréttarhlaðborð. Löndun stöðvuð á Norðfirði Stadur vikunnar Eins og hér að ofan segir er Staður vikunnar nýtt átaksverkefni sem Markaðsstofa Austurlands stendur að og er staður vikunnar að þessu sinni Operustúdíó Austurlands. Eitt af undrum Austurlands er án efa Opersustúdíóið sem söng- varinn og tónlistarkennaramir, Keith Reed og eiginkona hans Ásta B. Schram sem einnig er tón- menntakennari, hafa með óþrjót- andi krafti, bjartsýni, og dyggri aðstoð góðs fólks haldið úti í bráðum Ijögur ár. Á hverju ári standa þau fyrir tónlistarhátíðinni Bjartar nœtur í júní þar sem settar era á svið vandaðar óperur á Eiðum ásamt tónleikum af ýmsum toga annars staðar í fjórðungnum. Operustúdí- óið fær til liðs við sig listamenn af öllu landinu, suma fullnuma en aðra langt komna í tónlistamámi. Hjónin Keith og Ásta hafa búið á Egilsstöðum í 6 ár og hafa náð að vinna kraftaverk í tónlistarlífi Austurlands á þeim tíma. Starf þeirra er mikil hvatning og lyfti- stöng í austfirsku tónlistarlífi. Austfirðingar kunna líka vel að meta starf þeirra og hafa reynt að endurgjalda framlag þeirra til menningarlífs á Austurlandi með því að heiðra þau á ýmsan hátt. Nú nýlega var Keith Reed kosinn bæjarlistamaður Austur-Héraðs eins og fram hefur komið á síðum A usturgluggans. Metnaðarfullt efnisval Operu- stúdíosins er með ólíkindum og hefur vakið athygli langt úr fyrir ijórðunginn. I sumar stendur hátíðin frá 8. til 16. júní. Meginviðfangsefnið að þessu sinni er óperan Cosi fan tutte eftir Mozart en einnig verða flutt íslensk þjóðlög ásamt íslenskri og erlendri kórtónlist. Einnig er svokölluð Mozartveisla á Eskifirði, þar sem eingöngu eru flutt verk eftir meistara Mozart. Hátíðinni lýkur með sýningum á óperunni Cosi fan tutte í Borgarleikhúsinu í Reykjavík 15. og 16. júní. Þá hefúr Kammerkór Austurlands, sem er meiður af stofni Operustúdíósins, verið boðið að heimsækja Litháen í sumar. „Þetta er allt að smella saman, söngvarar, hljómsveit, búningar, leikmynd og ljós,“ sagði Keith Reed stjómandi Cosi fan tutte. þegar Austurglugginn kom við í Operustúdíói Austurlands, og fylgdist með einni af síðustu æfmgum á óperunni, sem verður frumsýnd á Eiðum næstkomandi laugardag. „Það er auðvitað dálítið stress svona undir það síðasta, en hér verður allt tilbúið fyrir flotta frumsýningu á laugardaginn," sagði Keith. Full dagskrá Operustúdíósins má fmna á blaðsíðu 3 í þessu tölublaði. Skipið Hákon EA 148 frá Grenivík sem átti að landa í Neskaupstað í byrjun vikunnar var gert að snúa við eftir miklar deilur, þar sem útgerð þess, Gjögur hf, hugðist nota aðflutt vinnuafl við löndunina að hluta til í staðinn fyrir heima- Hér sjást söngvararnir œfa sig fullum hálsi og eflaust verður margt um dýrðir á tónlistarhátiðinni Björtum nóttum sem hefst næstkomandi laugardag. Hákon EA 148 í Norðfjarðarhöfn. menn. Jón Ingi Kristjánsson for- maður verkalýðsfélagsins Afls sagði að löndun hefði verið stöðvuð þegar í ljós kom að mann- afla frá Reykjavík hafði verið flogið til Homafjarðar og þaðan höfðu þeir keyrt austur til Norðfjarðar til þess að landa úr skipinu. Hann sagði að með þessu vilji Síldarvinnslan hf „ná niður launum og kjörum heimamanna með því að sækja lið að sunnan án þess að ræða við stéttarfélagið". Jón Ingi sagði að þegar í ljós hefði komið að Reykvíkingamir, sem flestir em félagsmenn i stéttar- félaginu Eflingu, ætluðu að landa úr skipinu hafi hann kallað sitt fólk inn og þannig hafi tekist að stöðva löndunina. „Þessi dagur er búinn að vera aggresívur og erfiður og ég held að fulltrúar Afls og Síldarvinnslunnar verði að setjast niður og ná niðurstöðum með einhverjum skynsömum hætti," sagði Jón Ingi eftir að ljóst var að skipið myndi landa annars staðar. „Það er algerlega óásætt- anlegt að fyrirtæki eins og Síldar- vinnslan kalli til mannskap að sunnan til þess að taka vinnu frá Austfirðingum,“ bætti hann við. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar sagði eftir- farandi um atburði mánudagsins: „Mér fmnst ljótt að sjá skip sigla ffá Norðfirði og það er eitt það versta sem ég veit. Eg get staðfest það að þetta gerist ekki vegna þess að við séum ósanngjamir í þvi sem við emm að bjóða og ég held að eitthvað sé að þegar fólk sem lifir á sjávarútvegi lætur svona hluti gerast". Björgólfur sagði enn fremur að það „skipti skipið máli hvað það kostar að landa þar sem skipið borgar löndunina. Þeir vildu fá þá menn sem lönduðu fyrir þá fyrir sunnan og ég er hræddur um að þeir sem stóðu að stöðvun þessarar löndunar geti þakkað sér fyrir að ekki koma fleiri skip til Norðfjarðar". Aðspurður um hvers vegna aðkomumenn væm ódýrari kostur en heimamenn sagði Björgólfur, „við höfum verið að yfirborga löndun á okkar skipum til þess að halda löndunargenginu en það er ekki inni í myndinni að það gildi fyrir öll skip. Valkostir sem við eigum em ekki miklir og svona aðgerðir sýnast mér strið gegn því að fá viðskipti á staðinn.“ Hann tók það fram að það væri útgerðaraðilinn, Gjögur hf, sem ákvæði hver landaði úr skipinu ekki Síldarvinnslan sem slík. KO Su marblóm I úrvali Blómabúðin Laufskálinn Nesgata 3 Neskaupstað - s 4771212 Tilboð I jir '/iLiLb hjjuj' jj/jjrjÁ'jilbjiÍLLr 6eWt Pepsi max 21 Doritos snakk Opið alla daga frá kl. 10-19 s. 477 1609 Skip og bíll HeildarLausn f flutningum EIMSKIP www.eimskip.is • sími: 450 5100 www.flytiandi.is • Eskifjördur 476 1800 Neskaupstaður 477 1190 Egilsstaðir 471 1241 Seyðisfjörður 472 1600

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.