Austurglugginn


Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 1

Austurglugginn - 06.03.2003, Qupperneq 1
Austur«glug2inn 9. tbl. - 2. árg. - 2003 - Fimmtudagur 6. mars Nýjar vörur í hverri viku System s. 477 1303 740 Fjarðabyggð Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1026 á mánuði (kr. 256 eintakið) ISSN 1670-3561 Hús Eikarsmiðjunnar við Stekkjargrund á Reyðarfirði. Láni hafnad á hæpnum forsendum Á Reyðarfirði standa nú yfir byggingar á að minnsta kosti þremur nýjum íbúðum við Stekkjargrund. Eikarsmiðjan, fyrirtæki Árna Guðmundssonar trésmiðs, er fyrirtæki sem stendur að byggingu á tveimur íbúðanna í parhúsi neðst í göt- unni. Þegar Árni hugðist sækja um lán til Landsbanka Islands á Reyðarfirði bjóst hann ekki við að það yrði neinum sérstökum vankvæðum háð, enda Árni að fara að byggja hús á þeim stað landsins sem menn hafa séð fram á að fólki muni hlutfalls- lega fjölga hvað mest á komandi misserum. „Ég sótti um lán hjá Lands- bankanum á Reyðarfirði fyrir svo- litlu síðan og þar fékk ég mjög já- kvæð svör en var bent á að umsóknin þyrfti að fara fyrir ein- hverja menn norður á Akureyri. Jafnframt var mér tjáð að ég þyrfti að bíða einhverja örfáa daga eftir svari að norðan, það kom svo ekki fyrr en eftir einhverja 10 daga með þeim skilaboðum að umsókninni Landflutningar-Samskip Kaupvangi 25 700 Egilsstaóir Sími: 471 3080 Fax: 471 3081 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-16:00 Landflutningar JJ SAMSKIP væri hafnað af þeirri ástæðu að ekkert hefði verið byggt og selt á Reyðarfirði undanfarin þrjú ár, þar af leiðandi væri hæpið að það gengi nú,“ sagði Árni Guðmunds- son, mjög undrandi á viðbrögðum Landsbankans á Akureyri. Ámi segist í framhaldinu hafa snúið sér til Sparisjóðs Norð- ljarðar og þar hafi hann loksins fengið lánið og þar með byggt parhúsið sem alltaf stóð til að byggja. „Ég hef ekkert slæmt af starfsfólki útibús Landsbankans á Reyðarfirði að segja, enda liggja mistökin að mínu mati hjá þeim fyrir norðan og þeirra reglum sem þeir hljóta að þurfa að endurskoða nú miðað við gang mála undan- farið,“ sagði Árni í samtali við Austurgluggann. Parhúsið sem Ámi er nú með í byggingu er tæpir 270 fm eða 130 fm hvor íbúð með bílskúr. Austurglugginn náði í fram- haldinu tali af Sigurði Sigurgeirs- syni svæðisstjóra Landsbankans, en hann hefúr aðsetur á Akureyri. Sigurður kvaðst undrast mjög þau ummæli sem höfð væru eftir Áma, hann (Sigurður) hafi verið búinn að spyrjast fyrir um það hvort um- ræddri lánsumsókn hafi verið hafnað á þessum rökum, en það hafi ekki verið. Sigurður sagðist annars ekki tjá sig um málefni einstaka viðskiptavina. „Samkvæmt því sem ég best veit hefur enginn hér hafnað láns- umsókn með þeim rökum sem haldið er fram. Að öðm leyti get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra viðskiptavina bankans," sagði Sigurður Sigurgeirsson í samtali við Austurgluggann. helgi@austurglugginn. is Bjartur NK-121 þrítugur Hefur þjónad vel Skuttogarin Bjartur NK var þrí- tugur síðastliðin mánudag 3. mars. Togarinn sem er 461 brúttólesta, var smíðaður í Niiigata í Japan árið 1973, en Bjartur er einn tíu svokallaðra Japanstogara sem komu til landsins á árunum í kringum 1970. Tveir aðrir Japanstogarar eru einnig á Austurlandi, Brettingur NS og Ljósafell SU. Bjartur er þó minnst breyttur þeirra tíu skipa sem hingað komu á sínum tíma því öll skipin nema Bjartur hafa verið lengd. Þegar Austurglugginn brá sér um borð í Bjart síðastliðin þriðju- dag voru hásetar í óða önn að gera veiðarfæri klár fyrir væntanlegt togararall Hafrannsóknarstofnunar, en í ár fara fimm fiskifræðingar með þeim Bjarts-mönnum í rallið. Austurglugginn óskar áhöfn og útgerð til hamingju með Bjart - Megi gæfa og guð fylgja öllum hans ferðum. helgi@austurglugginn.is Afmœhsbarnið i höfninni, Neskaupstað. Ahöfnin á Bjarti létu ekki afmælisfagntefja sig frá að undirbúa fyrir togararallið. Þar sem þú ert - þar erum við PÓSTURINN www.postur.is Alhliða verktakastarfsemi Hakí ehf. Neskaupstað s. 892 5855 Ódýrastir um allt land! Komdu í Bónus á E?ilsstöðum Afgreiðslutími í Bónus á Egilsstöðum Mónudag til fimmtudags 12.00 til 18.30 ÍEKKIM limvinj Föstudag 10.00 til 19.30 Laugardag 10.00 til 17.00

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.