Austurglugginn - 06.03.2003, Page 5
Fimmtudagur 6. mars
AUSTUR • GLUGGINN - 5
Sneidingur sprengdur
Verktakafyrirtækið Amarfell hefur
hafið framkvæmdir við gerð
sneiðings niður í gilið við Jökulsá
á Dal við Kárahnjúka. Sneiðingur-
inn verður 400 metra langur með
12% halla og botnar gilið við
munna tveggja hjágangna sem
Jökulsá verður veitt um meðan á
gerð Kárahnjúkastíflu stendur.
Amarfellsmenn hafa þegar
sprengt fyrstu 3 sprengingarnar
við gilið, þá fyrstu 11 þúsund rúm-
metra síðan 27 þúsund rúmmetra
síðan aftur 11 þúsund rúmmetra.
Sprengingamar em það öflugar að
þær koma fram á jarðskjálftamæl-
um veðurstofunnar á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal og hafa mælst allt að
einu og hálfú stigi á Richter.
Sig. Að.
Búið er að skafa lausu jaróefnin ofan af gilbarminum og bergið tilbúið til aó bora íþað. Sneiðingurinn mun liggju
á bakvið klettinn sent skagar út i Jiiklu ofarlega á myndinni þar sem borarnir standa. Hann beygir síðan fyrir
klettinn sem grafan stendur á og botnar gilið við lcekinn sem rennur milli jarðýtunnar og skúranna.
Starfsmenn Malarvinnslunnur á Egilsstöóum eru að Ijúka við byggingu.grunns undir luis aðveitustöðvarinnar við
Bessastaði í landi Hamborgar í Fljótsdal. Fremst stendur• Steinþór Guóni Stefánsson starfsmaður Malarvinnsl-
unnar.
Malarvinnslan reisir adveitustöð
Malarvinnslan á Egilsstöðum
vinnur nú að því að reisa aðveitu-
stöð fyrir Landsvirkjun við Bessa-
staði í Fljótsdal. Aðveitustöðin er
reist til að deila raforku til nota við
virkjunarframkvæmdir tengdar
Kárahnjúkavirkjun.
Að sögn Sveins Hallgrímssonar
framkvæmdastjóra byggingar-
deildar Malarvinnslunnar hófust
framkvæmdimar seinni part des-
embermánaðar. Afangaskil verða
nú um miðjan mars þegar Malar-
vinnslan lýkur jarðvinnu, gerð
undirstöðu og húss. Verklok verða
um miðjan mai þegar lokið verður
gerð girðingar og grassáningu.
Sveinn segir verkið hafa gengið
vel og það sé á áætlun enda tíðin
verið hagstæð í vetur.
Sig. Að.
Stefán Geirsson starfsmaður Arnarfells stendur við annan borinn sem
notaður er til að bora liolur í bergið fyrir sprengiefnið. Holurnar eru að
jafnaði 20 metra djúpar.
Sólarkaffi var á Seyðisfirði í síðustu viku og fognuðu heimamenn að
vonum þegar loks sást til sólar.
Mynd: KÞ
Aðstod þökkuð
í síðustu viku sögðum við frá
skemmdum vegna óveðurs á
Seyðisfirði á dögunum. Vegna
mistaka féll niður sá hluti
greinarinnar þar sem Daníel
Bjömsson, starfsmaður Sjóvár-
Almennra, þakkar heimamönnum
og öðmm fyrri góða aðstoð.
Leiðrettist það hér með.
Egilsstaðir
Raftæki
Lagnaefni
Timbursala
s. 470-1220
s. 470-1223
s. 470-1224
s. 470-1225
bveg@khh.is
timbur@khb.is
Reyðarfjörður s. 474-1207