Austurglugginn - 06.03.2003, Side 7
Fimmtudagur 6. mars
AUSTUR • GLUGGINN - 7
fullreynd?
„Nei, það er svo fjarri því að
ijarvinna sér fuiireynd, jafnvel þó
forsætisráðherra vor segi það. Það
sem hefiir vantað er áhugi og
skilningur hjá jafnt eigendum
fyrirtækjanna og ráðamönnum.“
Hún segir að annað hvort hafi
menn viljað gleypa fjarvinnsluna
með húð og hári, allt fyrir hana
gera, eða þá að menn hafi ekkert
viljað af henni vita - annað hvort í
ökkla eða eyra.
„Menn virðast ekki fyllilega
hafa áttað sig á þeirri staðreynd að
fjölbrcytni í atvinnu, ijarvinnslu
meðal annars, treystir byggð í
litlum þorpum betur en flest
annað. Ef þú ekki hefur vinnu við
hæfi þá að sjálfsögðu flyturðu
þangað sem vinnuna er að hafa.
Það er ekkert flókið. Hér á Stöðv-
arfirði, eins og annars staðar úti á
landi, er hins vegar stabíll vinnu-
kraftur og fólk áhugasamt um fjöl-
breyttari störf. Oft eru þetta konur
með langa reynslu á vinnumarkaði
sem sinna störfum sínum af alúð
og samviskusemi og leggja metn-
að sinn í að gera vel.
Hvers vegna nýta fyrirtækin, að
ekki sé minnst á ríkisvaldið, sér
það ekki? Það er góðra gjalda vert
að ráðast í milljarða framkvæmdir
á vegum hins opinbera eins og nú
hefur verið boðað en þær gagnast
konum hins vegar mjög lítið -
öfugt við fjarvinnsluna,“ segir
Aðalheiður. „Við, nýir eigendur
SMS, sjáum alla möguleika á því
að þetta sé hægt, en þá aðeins að
því gefnu að eigendur séu fólk
sem tilbúið er að leggja á sig
vinnu við að koma verkefninu á
legg-“
Engin lög um opinber
störf í 101 Reykjavík
Fjarvinnsla líkt og sú sem Aðal-
heiður leggur hvað mesta áherslu á
að verði unnin úti á landi er til
dæmis gagnainnsláttur fyrir fyrir-
tæki og stofnanir, símsvörun og
upplýsingaveita, sem er einmitt sú
tegund ijarvinnu sem Aðalheiður
telur að geti í æ ríkari mæli færst
út á land.
„Fjarvinnsla er vel þekkt í lönd-
unum í kringum okkur, og mjög
algeng til dæmis í Skotlandi,
Irlandi og Noregi. Það er þörf á
nýrri hugsun og framsýnni stjóm-
málamönnum sem sjá og trúa því
að það sé engin algild regla að
öllum opinberum störfum sé sinnt
innan svæðis 101 í Reykjavík, sum
störf er nefnilega hægt að vinna
hvar sem er með nýrri tækni,“
segir Aðalheiður, og bætir við að
möguleikar séu óteljandi við fjar-
vinnslu en tekur þó fram að til
þess þurfi áherslubreytingar hjá
stjómvöldum.
Tækifærið nú
En hvaða verkefni skyldu þá vera í
gangi hjá fyrirtækinu núna, er
eitthvað að gera?
„SMS vinnur núna að skrán-
ingu gamalla handrita í gagna-
gmnn í samvinnu við Heimilda-
stofnun. Meðal þess sem við emm
að skrá eru alþingisbækur, svo það
fór aldrei svo að við ynnum ekki
við innslátt fyrir Alþingi, þó ekki
væri það á vegum Halldórs
Blöndal,“ segir Aðalheiður kímin
og bætir við að við þessa vinnu
hafi byggst upp þekking innan
fyrirtækisins sem ekki var til
staðar áður og kemur til með að
nýtast fyrirtækinu vel.
„Það má reyndar segja að allar
götur síðan Islensk miðlun var
stofnuð hér höfum við verið með
fræðslu og kennslu jafnhliða vinn-
unni. A dauðum tímum þegar lítið
var að gera lét ég konumar mínar
æfa sig í fingrasetningu og vél-
ritun svo þær öðluðust meiri færni
á lyklaborðið, sem er jú, forsenda
þess að skrá gögn. Fjarvinnan
hefur því nýst sem Ijamám jafn-
hliða.
Störf við símsvömn, upplýs-
ingagjöf hvers konar, úthringingar,
gagnainnslátt, heimasíðugerð og
fleira því tengt em einnig störf
sem við horfum til varðandi þá
atvinnuuppbyggingu sem verður á
svæðinu í kringum Reyðarljörð
með tilkomu stóriðju þar, enda við
kannski ekki beinlínis inni á aðal
áhrifasvæði stóriðjunnar. Það er
því tilvalið að setja þau störf niður
hér“, segir Aðalheiður og hvíslar
svo að fleiri hugmyndir séu á
sveimi, en er allsendis ófáanleg að
láta þær uppi að svo stöddu.
„Þetta er eiginlega bara byrj-
unin; heimurinn er í raun orðinn
svo lítill með tilkomu Intemets og
hraðvirkra tenginga að möguleik-
amir em endalausir, þar sem fólk
er nógu framsækið og nútímalegt í
hugsun að kunna og vilja nýta sér
það. Það er bara kominn tími til að
tengja!“ sagði Aðalheiður Birgis-
dóttir að lokum.
helgi@austurglugginn. is
Abbadísirnar enn á ferð
Abbadísirnar eru, J'rá vinstri: Katrín Huld Káradóttir, Margrét Freyja Viðarsdóttir, Aóalhjörg Siguróardóttir, Aldís
Fjóla Ásgeirsdóttir, Berglind Ósk Ásgeirsdóttir, Margrétt Dögg Guógeirsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Hjördís Marta
Óskarsdóttir.
Laugardaginn 8. mars verða haldn-
ir tónleikar í Valaskjálf á Egils-
stöðum. Þar koma fram átta ungar
stúlkur sem kalla sig Abbadísimar
og syngja þekkt lög í anda sjöunda
áratugarins. Skipuleggjandi er Ar-
mann Einarsson tónlistarkennari í
Fellaskóla.
Það em þær Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir, Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir,
Berglind Osk Guðgeirsdóttir, Mar-
grét Dögg Guðgeirsdóttir, Hjördís
Marta Óskarsdóttir, Katrín Huld
Káradóttir, Margrét Freyja Viðars-
dóttir og Sigurlaug Jónsdóttir sem
em núverandi Abbadísir. Ferill
þeirra er misjafn en upphaflegu
Abbadísimar em gmnnur þessa
hóps en nýlega bættust í hópinn
þær Aldís Fjóla og Berglind Ósk.
I tónlistartíma hjá Ármanni bað
eitt sinn ein lítil snót um að fá að
syngja lagið „Mama mia“ og við
það vaknaði hugmyndin að til-
einka Abba hópnum lítið „show“
vorið 2000. Þar með upphófst
frægðarganga eða frægðarsöngur
Abbadísanna. Það vom átta
stúlkur á aldrinum 13 - 16 ára sem
lögðu nótt við dag í gera þessa
tónleika að vemleika. Tónleikamir
sem haldnir voru fyrir fullu húsi
um vorið sama ár þóttu mjög vel
heppnaðir.
I framhaldi af tónleikunum
bauðst Abbadísunum að fara sem
fulltrúar U.I.A. á Ijölmennt nor-
rænt ungmennamót í Reykjavík
sem ber nafnið „Kultur og
ungdom“.
Á þessu ungmennamóti komu
þær fram á ýmsum stöðum, þar á
meðal Broadway, Laugardalnum
og Laugardalshöllinni með ýmsum
þekktum hljómsveitum svo sem
Rottweilerhundunum, Maus og
Botnleðju og fleirum. Talið er að
hátt í 10 þúsund manns hafi komið
á mótið.
Stúlkumar segjast hafa haldið
að þar væri lokið þeirra ferli og
Abbadísirnar sem heild væri liðin
tíð en annað átti eftir að koma í
ljós. Eftir þetta mót hætti Margrét
Gunnarsdóttir og Hjördís Marta
tók sér frí til að fara í málaskóla í
Englandi. Þeim bauðst fljótlega
eftir heimkomuna að taka þátt,
fyrir hönd Islands, í ungmenna-
móti í Danmörku sumarið 2001 á
vegum UMFI. Þetta fannst þeim of
gott tækifæri til að sleppa svo að
þær hófúst strax handa að safna
sér fyrir þessu ferðalagi. Þama
bætast þær í hópinn þær Elsa
Guðný Eiríksdóttir og Margrét
Dögg Guðgeirsdóttir, báðar þá 16
ára frá Norður-Héraði.
Þær segjast hafa gert allt mögu-
legt til fjáröflunar, svo sem að
syngja á hinum ýmsu árshátíðum,
meðal annars á Hótel KEA á Akur-
eyri, hjá KHB, á Egilsstöðum,
Harmonikkufélagi Fljótsdalshér-
aðs og fleimm. Eins héldu þær
söngmaraþon fyrir utan KHB og
söfnuðu áheitum. Þær segjast
einnig hafa notið mikillar góð-
vildar hjá fyrirtækum á Héraði og í
Reykjavík sem hafi styrkt þær á
einn eða annan máta.
Mótið fór fram í Fuglsö Center
í Danmörku. Þetta mót var minna í
sniðum en mótið í Reykjavík og
var mikið lagt upp úr því að ung-
mennin kynntust hvort öðm og
einnig landi og þjóð hvers annars.
Þar tóku þær lagið á morgun-
verðarfundi og svokölluðu menn-
ingarkvöldi við góðar undirtektir.
Enn og aftur héldu Abbadísim-
ar að nú væri ævintýrinu lokið en
eins og fyrr reyndust þær ekki hafa
rétt fyrir sér. Þær Valdís Vaka
Kristjánsdóttir og Linda Hrönn
Geirsdóttir ákváðu að hætta eftir
þessa ferð svo þær voru einungs 6
sem þáðu boð um að fara til
Svíþjóðar árið 2002 og þar unnu
þær keppnina með sínu Abbapró-
grammi með glæsibrag.
Mótið í Svíþjóð var með öðm
fyrirkomulagi en fyrri mót sem
þær höfðu sótt en ekki síðra.
Meira var um fyrirlestra og einnig
var boðið upp á allskyns skemmti-
lega hluti svo sem veiði, litbolta,
freestyle, kanóferðir, sjóskíði,
skoðunarferð um nornasafn og
margt, margt fleira. Og eins og
fyrr segir unnu þær svo með sínu
frábæra prógrammi í svokallaðri
skemmtiatriðakeppni síðasta
kvöldið.
Bakgmnnur og aldur þessara
stúlkna er mismunandi en mest
áberandi em stúlkur úr Fellaskóla
sem hafa flestar hlotið kennslu hjá
Ármanni Einarssyni, tónlistar-
kennara í Fellaskóla, og má því
segja að honum hafi tekist vel til
með kennslu því að nemendum
hans hefur gengið vel í ýmsum
keppnum, til dæmis í Samfés sem
em samtök Félagsmiðstöðva.
Katrín Huld, sem tók þátt í
söngvakeppni Samfés árið 2001,
vann þá keppni og Sigurlaug var
valin efnilegasti keppandinn.
Sigurlaug hefur einnig gefið út
plötu í samvinnu við föður sinn,
Jón Arngrímsson, en hann hefur
fengist við tónlist ffá unglings-
árum.
„Eg söng reyndar bara eitt lag,“
sagði Silla eins og hún er ætíð
kölluð, „svo að það er varla hægt
að tala um þetta,“ segir hún mjög
hógvær.
Stúlkurnar eru búnar að æfa
mikið og munu leggja sig allar
sem ein ffam við að þetta takist
sem best. Blaðamanni Austur-
gluggans fannst þær standa sig vel
á æfíngu þar sem hann fékk að
verða þess heiðurs aðnjótandi að
fá að hlusta á nokkur lög.
Þessir tónleikar verða hinir
glæsilegustu og hefur Signý
Ormarsdóttir hannað sérstakan
búning á Abbadísimar. Verða á
þessum tónleikum flutt 25 vel
valin lög og má búast við því að
stúlkumar taki þau með glæsibrag
eins og þeirra er vandi.
ÓHB
Gyða Stefánsdóttir verður á
Austurlandi 20 - 30 mars
Vil gjaman taka að mér nemendur með
lestrar, skrift eða stærðfræði erfíðleika.
r
Aratuga reynsla í gmnn- og
framhaldskólum
Vinasamlega hringið í síma 475 1248 eða 892 1958