Austurglugginn


Austurglugginn - 06.03.2003, Page 11

Austurglugginn - 06.03.2003, Page 11
Fimmtudagur 6. mars AUSTUR • GLUGGINN - 11 Standa sig vel á skídum Elmar Bragi Einarsson brunar hér niður brekkuna. Mynd: Guðmundur Jakobsson Ungt fólk frá UÍA stóð sig vel á bikarmótum á skíðum um helgina. Á bikarmóti SKÍ 13-14 ára sem fram fór í Bláfjöllum sigraði Öm Ómarsson í svigi, Elmar Bragi Einarsson varð í þriðja sæti og fleiri austfirðingar komu þar á eftir. Einnig kepptu strákarnir í stór- svigi og stóðu sig vel þar sem Elmar Bragi varð í sjöunda sæti. Stelpumar kepptu í svigi og stór- svigi og stóðu sig einnig vel, Silja Hrönn Sigurðardóttir varð í tíunda sæti i svigi og ellefta sæti í stór- svigi. Bikarmót 15-16 ára fór fram í Hlíðarfj alli og var tvöfalt svigmót. Þar varð Ama Mekkín Ragnars- dóttir í öðm og þriðja sæti og Ingibjörg Þ Jónsdóttir í fímmta og sjötta sæti. sigad@austurglugginn Sameining og önnur eining Hversu mörg af okkur sem eldri emm kannast ekki við bamið eða unglinginn sem kemur að matar- borðinu, lítur yfir það sem á borð- um er og segir síðan hátt og skýrt: Ég borða þetta ekki. Af hverju ekki er spurt, og ekki stendur á svarinu: Mér finnst þetta vont. En þú hefur ekki smakkað þetta elsk- an, er maldað í móinn. Alveg sama, þetta er samt vont. Og þá er það bara útrætt mál. Punktur. Og við eldra fólkið sitjum ráðþrota yfir þessum rakalausa málflutningi smáfólksins. Bara!! Já það er nú það. En það em fleiri en smáfólkið sem á það til að bregða fyrir sig algjörri rökleysu þegar það flytur sitt mál. Eins og mörgum er kunnugt eiga sér nú stað viðræður um hugsanlega sam- einingu Stöðvar- og Búðahrepps. Það var samþykkt í sveitarstjóm- um beggja hreppanna seint á síðasta ári að fara í þetta verkefni, og síðan einhentu menn sér í það á fyrstu dögum þessa árs að marka þá vinnu sem í þarf að fara til að hægt sé að leggja mat á hvort raunhæft sé að leggja til samein- ingarkosningar eður ei. Kosin var samstarfsnefnd um sameiningu svo sem lög gera ráð fyrir. Starf þessarar nefndar er nokkuð mikið umfangs og ekki komið þaó langt að skilað hafí verið áliti þar um. Engu að síður ganga um völlinn sjálfskipaðir sérfræðingar um málið og staðhæfa um ókosti þess að sameina þessa tvo hreppa. Og þegar er spurt um rökin fyrir þeirra niðurstöðu fer fyrir þeim eins og bömunum við matarborðið: Það er bara vitlaust að sameina. Ég vil heyra rökin, malda ég í móinn, ekki síst þar eð ég sem formaður við- komandi nefndar veit að fyrir sam- einingu þessara hreppa em til viss rök. Það þarf engin rök, þetta er bara út úr kortinu, og svo enda þeir vitleysuna með að segja: Ykkur væri nær að gera eitthvað annað. Já það er nú það. Gagnvart smá- fólkinu reynir maður að hafa skiln- ing og biðlund, en gagnvart rígfull- orðnu fólki sem vill láta taka sig alvarlega, sem ber fyrir sig þvílíka rökleysu er maður kjaftstopp. Af hverju sameiningarviðrædur? Á fjögurra ára fresti bjóða menn sig fram til setu í sveitarstjóm. Fram fara kosningar og þeir sem ná kjöri em þar með orðnir sveitarstjómar- menn til næstu fjögurra ára. Þar með hefst starfið, hinn stálkaldi raunvemleiki, vinna í þágu þess samfélags sem menn er kjömir af. Valdimar Másson orðaði það svo í grein sem hann reit í Austurglugg- ann þann 13. febrúar síðastliðinn að honum finnist ótrúlegt að Fram- sóknarmenn í Búðahreppi (á trú- lega við í sveitarstjóm Búðahrepps) ætli að keyra sameiningu í gegn og stuðla þannig að sameiginlegu gjaldþroti viðkomandi hreppa. Þama sjáum við skýrt dæmi um unglinginn rakalausa við matar- borðið. I sömu grein minnist hann á sameiningadrauma Framsóknar- manna. Ég get upplýst Valdimar, og í leiðinni þá sem þetta lesa um, að ég á mér enga sérstaka sameining- ardrauma, minn eini draumur á þessu sviði felst í því að ljúka því verki sem ég tók að mér fyrir sam- félagið við síðustu kosningar. í því felst meðal að því að huga að því á hverjum tíma hvað betur má fara i rekstri sveitarfélagsins, þannig, að samfélagið standi sterkar eftir til að takast á við framtíðina. Þess vegna bar ég fram tillögu um, að þessir hreppar ásamt Fá- skrúðsfjarðarhrepp skoðuðu hag af því að sameinast, og skilyrti að íbúamir fengju síðan að kjósa um hvað þeir vildu gera. Sveitarstjóm Fáskrúðsfjarðarhrepps vildi ekki leyfa sínum íbúum að segja sinn hug um málið í kosningu, svo eftir stóðu þeir tveir sem nú ræðast við. Það var miður að mínu mati að Fáskrúðsfjarðarhreppur skyldi ekki vilja koma til þessara viðræðna, því ef skoðun um sameiningu hefði sýnt að sóknarfærin til framtíðar fælust í sameiningu þessara hreppa, þá er að mínu mati óábyrgt af sveitarstjómarmönnum viðkomandi hrepps að leyfa ekki íbúunum að kjósa þar um. En fyrst og síðast vil ég biðja íbúa Stöðvar og Búðahreppa að bíða og sjá hvað út úr þeirri stað- reyndasöfnun kemur sem nú er unnið að, og síðan á þeim gmnni að mynda sér sínar skoðanir á málinu. Það liggur ekkert á, við skulum saman íhuga vel hvemig við getum best brugðist við í stöðunni. Gleyp- um ekki hráan þann boðskap sem rakalausu sjálfskipuðu sérfræðing- amir bera á borð. Sefur sá sem kallar ræs? Gunnar Geirsson skrifar grein í Austurgluggann þann 6. febrúar síðastliðinn sem hann nefnir VAKNA. VAKNA!. Greinin var að mestu leyti vel skrifúð ef frá er talið sá rottuholubardagi með til- heyrandi samsæriskenningum sem Gunnar dettur inn í um miðbik greinarinnar. Ég hef aldrei skilið það þegar menn væna þau fyrirtæki sem traustast standa undir burðarásum atvinnulífs í sinum byggðum um einhver annarleg vinnubrögð bak við tjöldin, samfélaginu til miska. Það er eins og þetta sé einhver minnimáttarkennd viðkomandi ein- staklinga. Að mínu mati eiga menn að bera jákvæðan en jafhframt heið- arlegan gagnrýninn hug til þessara fyrirtækja, hvar væm þessu litlu samfélög ef þeirra nyti ekki við. Gunnar fór inná markaðs- setningu Fáskrúðsfjarðar, kosti bú- setu og fjölbreytni þjónustunnar. Hann sakar sveitarstjómarmenn um að hafa brugðist í markaðssetningu staðarins, að þeir hugsi ekki um hag umbjóðenda sinna, skorist und- an að taka þátt í leiknum og telur hann tapaðan mæti menn ekki til leiks fyrr en við afflaut. Þegar Gunnar skrifaði greinina hafði verið fjallað þrisvar um það í beinni útsendingu frá sveitarstjóm- arfundum hvemig menn væm að fara í kynningarátak staðarins, einnig hvemig brugðist var við til að eyða biðlista á leikskóla. Einnig var það öllum ljóst að til þess að Búðstrendingar gætu tekið fullann þátt í að laða til sín fólk til búsetu varð að flauta okkur inná leikinn. Það innáflaut kom ekki fyrr en við opnun tilboða í Fáskrúðsfjarðar- göngin. Eining um samfélagið Burtséð ffá allri sameiningu þá tel ég að við sem búum svæðið hér á Suðurfjörðum verðum að temja okkur einingu um það samfélag sem hér er. Það er ljóst að mínu viti að svæðið í heild verður aldrei sterkara en sá byggðakjami sem veikast stendur. Þá framfaratíma sem nú fara í hönd eigum við að nýta sem framast er kostur fyrir sveitarfélögin og íbúana sem í þeim búa. Því verki Ijúkum við ekki með rökleysu og sundmng, þar verður að koma til jákvæðni, heiðarleiki og dirfska fyrir því samfélagi sem við viljum búa komandi kyn- slóðum. Gudmundur Þorgrímsson Oddviti Búöahrepps Tölvunarfrœðingar framtíðarinnar í leikskólanum Lyngholti ú Reyðarfirði. Leikskólar fá tölvur Sparisjóður Norðfjarðar í Fjarða- byggð hefúr gefið leikskólum á Eskifirði, Reyðarfirði og í Nes- kaupstað tölvur með Krónu og Króna leikjum og ýmsu fleiru skemmtilegu. Bömin em að vonum ánægð með gjafímar eins og sést á meðfylgjandi mynd. Theodór Alfreðsson, Sigurður Hallur Jónsson, Arnjinnur Ægir Steingríms- son ogAtli Már Magnússon kampakátir við undirritun. BN '96 fær þjálfara Nú í vikunni var undirritaður samningur milli forráðamanna BN'96 og þeirra Theodórs Al- freðssonar og Amfinns Ægis Steingrímssonar, um að þeir taki við þjálfún félagsins. Stjóm BN ákvað að leita til þeirra félaga vegna þekkingu þeirra á knatt- spyrnu, og má nefna að þeir hafa fylgst með ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar og mun sú þekking koma liðinu til góða. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður hjá BN og markar hann tímamót hjá félaginu. Framtídin björt Samningur þessi er til tveggja ára og að honum loknum er vonast til að liðið verði keppnishæft í efri deildum Islands. „Það er minn draumur, líkt og annarra í stjóm félagsins, að BN nái að klífa upp metorðastiga íslenskrar knattspymu í náinni framtíð og hver veit nema að BN'96 verði fyrst liða frá Islandi í meistaradeild Evrópu,“ var haft eftir formanni BN Sigurði Halli Jónssyni. Stjóm og leikmenn BN em í skýjunum vegna ráðningu þeirra félaga og greinilegt er að menn em til í að svitna blóði fyrir nýráðna þjálfara. Þeir félagar voru svo viðstaddir sína fyrstu æfingu sem þjálfarar síðastliðið sunnudagskvöld. „Mannskapurinn er sterkur á að líta og vonandi náum við að halda þeim sem fýrir em, við reynum eftir fremsta megni að spila sem mest með heimamönnum,“ sagði Teddi eins og Theodór er kallaður dagsdaglega. Aðspurður sagði Ægir „það verða einhverjar breyt- ingar á leikskipulagi og ætlum við að koma með vel undirbúið lið til keppni í sumar.“ „Við sjáum BN'96 sem rísandi félag sem mun spila við þá bestu í framtíðinni. Ég hef mikla trú á þeim félögum og vona að þeim gangi vel með félagið næstu tvö árin. Þeir hafa góða þekkingu á leiknum og eiga eftir að halda góðum aga og góðum móral í liðinu. Með þá sem þjálfara og þennan sterka mannskap getur maður ekki annað en verið bjartsýn á framtíðinna," sagði Sigurður Hallur að lokum. Því má svo bæta við að BN hefur fengið liðsstyrk, þar sem heimamaðurinn Grétar Sigfinns- son er komin aftur úr atvinnu- mennsku í Danmörku, þar sem hann spilaði með Colden sem er sterkt fyrstu deildarlið á Jótlandi. Grétar á eftir að vera gríðarlegur liðsstyrkur í annarrs mjög sterkan hópBN'96. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Bjargar Sigurðardóttur, Gunnlaugs- stöðum á Völlum. Guðrún M. Karlsdóttir Pálína M. Karlsdóttir Sigurður Karlsson Valgerður M.Karlsdóttir Finnur N. Karlsson Trausti Gunnarsson Jón Gunnlaugsson María K.Pétursdóttir Einar Jónsson Rannveig Ámadóttir bamaböm og langömmuböm

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.